Starfsgreinasambandið frestar verkföllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2015 10:59 Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Á myndinni eru Þorsteinn Víglundsson hjá SA og Björn Snæbjörnsson hjá SGS. Vísir Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16