Kjúklingur í verslanir þrátt fyrir verkfall Sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 15. maí 2015 21:15 Dreifing á kjúklingi hófst um klukkan þrjú í dag. Kjöt frá Matfugli ætti að vera komið í allar verslanir á morgun. vísir/gva Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“. Verkfall 2016 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Matfugl hóf í dag að dreifa kjúklingakjöti í verslanir. Kjúklingur var nánast genginn til þurrðar í verslunum landsins og í óefni stefndi hjá kjúklingabændum. Þeir fengu þó undanþágu fyrir slátrun gegn því skilyrði að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað. Sveinn Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, segir slík skilyrði enga stoð eiga í lögum. „Það var bara löngu orðið tímabært að hefja dreifingu. Við sáum yfirlýsingu frá Dýralæknafélaginu til svínabænda um að þeim hefði snúist hugur og að það yrðu ekki gerðar kröfur um geymslu á hráefni. Það er ákveðin stefnubreyting hjá þeim frá því að verkfallið hófst og þess vegna sáum við okkur ekki annað fært en að hefja dreifingu,“ segir Sveinn í samtali við Vísi og bætir við að dreifingu verði framhaldið á meðan kjötið er til. Afleiðingarnar verði engar því fyrirtækið hafi engar reglur brotið. Sveinn segir daglegt tap hafa verið töluvert en vill þó ekki gefa upp neinar tölur að svo stöddu. Í sameiginlegri yfirlýsingu þrettán fyrirtækja í svína- og alifuglaframleiðslu segir að vikulegt tap hafi numið um 80-100 milljónum króna.Páll Halldórsson segir að hafi menn gengið bak orða sinna þurfi að skoða málið frekar, en vill þó ekki taka afstöðu til málsins að svo stöddu.Málið þurfi að skoða Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, segist ekki geta tekið afstöðu til málsins að svo stöddu en að málið þurfi að skoða. „Til þess að hægt sé að slátra kjúklingi þá þarf auðvitað dýralæknir að fylgjast með. Ef þessi slátrun hefur átt sér stað undir því fororði að þetta fari ekki í dreifingu þá er þetta auðvitað eitthvað sem þarf að skoða,“ segir Páll í samtali við Vísi. „Ég veit ekki hvernig frá þessu var gengið en ef það var með þeim hætti að því hafi verið lofað að kjötið yrði sett í frost og ekki á markað þá eru menn auðvitað að ganga bak orða sinna, það liggur í augum uppi,“ bætir hann við.Íhuga skaðabótamál Í yfirlýsingu frá svína- og alifuglafyrirtækjum segir að reglur um dýravelferð hafi verið brotnar og að ástandið hafi bitnað á líðan dýra. Þá séu skilyrði dýralækna um að heilbrigðisskoðuð vara fari ekki á markað sé brot á samkeppnislögum og ólögmætt inngrip í framboð vara á markaði. Samkeppniseftirlitinu hafi því verið sent erindi og þess óskað að gripið verði inn í „þessar ólögmætu aðgerðir og að viðeigandi viðurlögum verði beitt“. Þá muni hagsmunaðilar skoða grundvöll þess að sækja bætur fyrir það tjón sem orðið hafa „með þessum ólögmætu þvinguðu skilyrðum“.
Verkfall 2016 Mest lesið „Nú er nóg komið“ Erlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent „En við þurfum samt Grænland“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Stjórn Maduro situr sem fastast Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent „BRÁÐUM“ Erlent Borgarstjórinn segist heita Heiða Innlent Goddur er látinn Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Já sæll, sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Lögregla lokaði áfengissölustað Gönguleið yfir Elliðaár í stað hitaveitustokksins „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent