Jóhann fékk sér á dögunum húðflúr með söngi Silfurskeiðarinnar, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þar sem þeir syngja um að þeir muni aldrei yfirgefa Stjörnuna.
Stjarnan er þó skrifuð með litlum staf í húðflúri Jóhanns, sem hann er með á höndinni, en margir Twitter-notendur hafa spurt hvort þarna séu ekki um mistök að ræða.
Jóhann svaraði svo í morgun að breytingar væru væntanlegar á húðflúrinu, en hann hyggst breyta litla s-inu í stórt.
Húðflúrið má sjá hér að neðan og einnig lesa frétt Vísis frá því í gær.
Frá Stjörnunni, Ég aldrei vík, Sú tilfinning, Er engu lík @Silfurskeidin #skeidin #reykjavikink pic.twitter.com/YcKb7AU9gm
— Johann Laxdal (@JohannLaxdal) May 15, 2015