Bakkaði að eldhúsglugganum Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 17. maí 2015 19:51 Halldóri Bragasyni blúsara og íbúa í Þingholtunum lenti saman við lögregluþjón eftir að rúta kom svo nærri heimili hans í gær, að engu líkara var en að hún ætlaði að bakka inn um eldhúsgluggann. Halldór tók upp símann sinn og náði rútunni á myndband en lögregluþjónn sem kemur á vettvang skipaði Halldóri að hætta myndatökunni samstundis, Halldór birti myndirnar á Facebook síðu sinni og auglýsir eftir afsökunarbeiðni frá lögreglunni enda segist hann hafa verið mjög sleginn eftir atvikið. Sama rútan var mætt í morgun til að sækja erlenda ferðamenn eins og ekkert hefði í skorist. Fleiri íbúar gagnrýna rútuumferð um þingholtin og telja rétt að setja þeim strangari skorður.Íbúar miðbæjarins eru orðnir þreyttir á umferð stórra rúta um þröngar götur.Mynd/Kári SölmundarsonVarð alveg steinhissa Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. Hann segir að leita verði skýringa á þessu atviki hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gefi sér það að bílstjórinn hafi ekki kunnað reglurnar. Borgin hafi samþykkt í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um þröngar götur í Þingholtunum. Mikilvægt sé að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki að pirra íbúa að óþörfu. Sara Stef íbúi á Freyjugötu, segist ekki skilja af hverju bílstjórar geti ekki notað merkt rútubílastæði og látið þröngu götunar í friði. Fólk ætti að vera vant því erlendis frá að fólk sé ekki alltaf keyrt upp að dyrum. Kári Sölmundarson íbúi á Þórsgötunni segir að mörg dæmi séu um að það slái í brýnu milli íbúa og rútubílstjóra. Það séu rútur á fimmtán mínútna fresti á Þórsgötunni, líka stærri rútur þótt það sé bannað. Einn íbúi hafi brugðist ókvæða við þegar rútu var ítrekað lagt fyrir utan svefnherbergisglugga barnsins hans og spjó þar díselreyk í gríð og erg. Hann sér að bílstjórarnir hafi heldur ekki alltaf verið viðmótsþýðir.Mynd/Kári Sölmundarson.. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Halldóri Bragasyni blúsara og íbúa í Þingholtunum lenti saman við lögregluþjón eftir að rúta kom svo nærri heimili hans í gær, að engu líkara var en að hún ætlaði að bakka inn um eldhúsgluggann. Halldór tók upp símann sinn og náði rútunni á myndband en lögregluþjónn sem kemur á vettvang skipaði Halldóri að hætta myndatökunni samstundis, Halldór birti myndirnar á Facebook síðu sinni og auglýsir eftir afsökunarbeiðni frá lögreglunni enda segist hann hafa verið mjög sleginn eftir atvikið. Sama rútan var mætt í morgun til að sækja erlenda ferðamenn eins og ekkert hefði í skorist. Fleiri íbúar gagnrýna rútuumferð um þingholtin og telja rétt að setja þeim strangari skorður.Íbúar miðbæjarins eru orðnir þreyttir á umferð stórra rúta um þröngar götur.Mynd/Kári SölmundarsonVarð alveg steinhissa Hjálmar Sveinsson formaður umhverfis- og skipulagsráðs segist hafa orðið steinhissa enda ljóst að bílstjórinn megi ekki gera þetta. Hann segir að leita verði skýringa á þessu atviki hjá viðkomandi ferðaþjónustufyrirtæki. Hann gefi sér það að bílstjórinn hafi ekki kunnað reglurnar. Borgin hafi samþykkt í fyrra að mælast til þess að hópferðarbílar lengri en átta metrar væru ekki að keyra um þröngar götur í Þingholtunum. Mikilvægt sé að ferðaþjónustufyrirtæki séu ekki að pirra íbúa að óþörfu. Sara Stef íbúi á Freyjugötu, segist ekki skilja af hverju bílstjórar geti ekki notað merkt rútubílastæði og látið þröngu götunar í friði. Fólk ætti að vera vant því erlendis frá að fólk sé ekki alltaf keyrt upp að dyrum. Kári Sölmundarson íbúi á Þórsgötunni segir að mörg dæmi séu um að það slái í brýnu milli íbúa og rútubílstjóra. Það séu rútur á fimmtán mínútna fresti á Þórsgötunni, líka stærri rútur þótt það sé bannað. Einn íbúi hafi brugðist ókvæða við þegar rútu var ítrekað lagt fyrir utan svefnherbergisglugga barnsins hans og spjó þar díselreyk í gríð og erg. Hann sér að bílstjórarnir hafi heldur ekki alltaf verið viðmótsþýðir.Mynd/Kári Sölmundarson..
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57 Mest lesið Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Innlent Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Erlent Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Innlent Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Innlent Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Erlent Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Erlent Fleiri fréttir Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Sjá meira
Blöskrar viðbrögð lögreglu: „Rútuþjáningar íbúa í 101 halda áfram“ Halldór Bragason, tónlistarmaður og íbúi í miðborg Reykjavíkur, spyr í hvers konar landi við Íslendingar búum? 17. maí 2015 12:57