Saksóknari líkti Kaupþingi við sjúkling sem þurfti að passa upp á Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. maí 2015 11:39 Kaupþingsmennirnir Hreiðar Már Sigurðsson, Ingólfur Helgason, Magnús Guðmundsson og Sigurður Einarsson. Vísir Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hefur farið yfir fjölda símtala og samtala í málflutningsræðu sinni í morgun sem spiluð hafa verið við aðalmeðferð málsins fyrir héraðsdómi seinustu vikur. Bæði er um samtöl milli ákærðu að ræða og á milli ákærðu og vitna í málinu á ákærutímabilinu. Saksóknari hefur túlkað mörg þessi samtala sem svo að þar komi fram áhyggjur ákærðu af því að hlutabréf í Kaupþingi geti lækkað og að þeir hafi viljað koma í veg fyrir það. Þá hefur saksóknari sagt að í tveimur samtölum sé markaðsmisnotkun beinlínis lýst af ákærða Einari Pálma Sigmundssyni sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings. Í öðru samtalinu ræðir Einar Pálmi við innri endurskoðun Kaupþings um viðskipti eigin viðskipta með bréf í bankanum. Einar Pálmi segir þar meðal annars: „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.“ Hann bætir svo stuttu síðar við að allir bankarnir séu í raun að gera þetta, og vísar þar væntanlega til Landsbankans og Glitnis auk Kaupþings. Viðskiptin séu ekki til þess fallin endilega að hækka hlutabréfin heldur „til að minnka sveiflur.“Stóðu frammi fyrir tveimur kostum Um þessi orð Einars Pálma sagði saksóknari í morgun: „Þarna er Einar Pálmi einfaldlega að lýsa markaðsmisnotkun. Þeir eru ekki að kaupa í Kaupþingi út af því að það eru einhverjar viðskiptalegar forsendur að baki, bara alls ekki. [...] Og þessi vörn sem kemur þarna fram, að allir bankarnir séu að gera þetta, varð til þess að að skellurinn í þjóðfélaginu varð enn stærri þegar spilaborgin hrundi í október 2008.“ Saksóknari vísaði svo í símtal sem spilað var fyrir dómi og var á milli Einars Pálma og undirmanns hans, Birnis Sæs Björnssonar, sem var starfsmaður eigin viðskipta og er einn af ákærðu í málinu. Í símtalinu segir Einar meðal annars: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum, sagði hann, annars vegar að láta þá bara félagið sunka og það hefði bara verið spírall sem hefði tekið allt með sér. [...] Eða að fara þessa leið, sem er pínu hættuleg og er að reyna að halda genginu sæmilegu.“ Fyrir dómi sagðist Einar hafa haft þessar upplýsingar, um slæmu kostina tvo, frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra bankans á Íslandi, og kvaðst hafa skilið hann þannig að eigin viðskipti ættu að vera með öfluga viðskiptavakt í bréfunum og auka seljanleika þeirra.Ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum Þessu er saksóknari ósammála og segir að þarna hafi Einar Pálmi aftur verið að lýsa markaðsmisnotkun. „Það voru ekki viðskiptalegar forsendur fyrir kaupunum heldur er verið að kaupa vegna söluþrýstings og koma í veg fyrir félagið “sunki.” Það getur verið að þetta hafi litið vel út í Excel-skjali, litið vel út fyrir bankann, en þetta er einfaldlega hrein og klár markaðsmisnotkun, virðulegi dómur. Það þurfti að passa upp á sjúklinginn, það þurfti að passa upp á að gengi bréfanna færi ekki niður.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Ákærðu voru með hlutabréfaviðskiptin „í gjörgæslu“ Björn Þorvaldsson, saksóknari í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, hóf að flytja málflutningsræðu sína klukkan 9 í morgun. 18. maí 2015 10:19