Saksóknari í Frakklandi hefur staðfest að búið sé að bera kennsl á alla þá 150 sem fórust þegar vél Germanwings var flogið á fjall í frönsku Ölpunum í apríl.
Í frétt Reuters kemur fram að þetta þýði að nú loks sé hægt að senda líkamsleifar fórnarlambanna til aðstandenda og til greftrunar.
150 manns létust þegar Airbus A320 vél þýska flugfélagsins Germanwings var grandað nærri bænum Barcelonette þann 23. mars síðastliðinn.
Rannsókn leiddi í ljós að aðstoðarflugmaður vélarinnar hafi læst flugstjóra vélarinnar úti úr flugstjórnarklefanum og svo flogið vélinni viljandi á fjallið.
Búið að bera kennsl á öll fórnarlömb vélar Germanwings

Tengdar fréttir

Germanwings 4U9525: Búist við miklum fjölda við minningarathöfn í dag
Minningarathöfn um þá 150 sem létust þegar flugvél Germanwings hrapaði í frönsku Ölpunum fyrir tæpum mánuði verður haldin í dómkirkjunni í Köln í dag.

Æfði sig áður en hann grandaði vélinni
Talið er að aðstoðarflugstjórinn Andreas Lubitz hafi æft hratt niðurflug daginn sem hann grandaði vél Germanwings .

Hreinsunarstarfi lokið í frönsku Ölpunum
Tæpur mánuður er nú liðinn frá því að vél Germanwings var grandað.

Kveikt á kertum í minningu þeirra sem fórust
Hátt í fimmtán hundruð manns kom saman í dómkirkjunni í Köln í dag og minntust þeirra sem létust er vél Germanwings var brotlent í síðasta mánuði.