Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2015 10:05 Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. Vísir/GVA Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag. Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, mætti í Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun í fylgd fangavarða. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnenda bankans sem ákærður er í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim. Eins og kunnugt er afplánar Hreiðar nú 5 og hálfs árs langan fangelsisdóm á Kvíabryggju vegna Al Thani-málsins.Neitað um akstur til og frá Kvíabryggju Forstjórinn fyrrverandi flutti um hálftíma langa ræðu við upphaf þinghaldsins í morgun þar sem hann lýsti afstöðu sinni til sakarefnisins. Hann fór um víðan völl, sagði ákæruna í málinu ranga og lýsti sig saklausan, en byrjaði þó á því að lýsa óánægju sinni með það að íslenska ríkið hafi ekki gert honum kleift að fylgjast með réttarhöldunum á degi hverjum. „Íslenska ríkið var ekki reiðubúið til að keyra mig daglega fram og til baka í réttarhöldin og bar við skort á fjármunum og tækjum. Hins vegar var ætlun ríkisins að læsa mig inni á gæsluvarðhaldsganginum í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg 9 á meðan réttarhöldin færu fram.”Bauðst til að borga brúsann Hreiðar sagðist svo eiga erfitt með að sætta sig við að íslenska ríkið telji sig ekki hafa efni á því að hafa keyra hann fram og til baka frá Kvíabryggju. Á meðan hafi ríkið varið „7000 milljónum” í embætti sérstaks saksóknara auk þess sem Hreiðar telur að lögfræðikostnaður í markaðsmisnotkunarmálinu muni nema allt að 100 milljónum. Upplýsti Hreiðar svo um það að hann sjálfur hafi boðist til að standa straum af kostnaði við bíl og bílstjóra til að hann gæti verið viðstaddur réttarhöldin en af því varð ekki. „Ég treysti mér því miður ekki að vera á læstur í gæsluvarðhaldsklefa á Skólavörðustíg í fimm vikur á meðan málið er rekið hér í Héraðsdómi og raunar tel ég þá málsmeðferð ekki í samræmi við ákvæði mannréttindasáttmála Evrópu.”Ljóst hvert lánið fór Hreiðar fór svo stuttlega yfir Al Thani-dóminn og sagði að sökum hafi þar verið logið upp á hann. Hann ræddi svo einnig um 500 milljóna evra neyðarlán Seðlabanka Íslands til Kaupþings þann 6. október 2008, sama dag og neyðarlögin voru sett. „Ein ásökun sem við stjórnendur Kaupþings höfum þurft að búa við síðustu tæp sjö ár er að hafa á óheiðarlegan hátt ráðstafað 500 milljón evra láninu frá Seðlabanka Íslands. […] Nú liggur fyrir í reikningum Kaupþings hvernig þessum fjármunum var varið. […] Það er ekki nokkur fótur fyrir hugleiðingum eða ávirðingum um að stjórnendur Kaupþings hafi ekki verið heiðarlegir við ráðstöfun þessara fjármuna og voru þeir allir nýttir í þágu Kaupþings.” Að lokinni ræðu sinni tók Björn Þorvaldsson, saksóknari, við að spyrja Hreiðar út úr ákæruatriðunum en gert er ráð fyrir að hann sitji fyrir svörum í allan dag.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira