Fólki og fyrirtækjum þröngvað í viðskipti við Auðkenni Aðalsteinn Kjartansson skrifar 4. maí 2015 10:34 Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir að fyrirtækjum hafi verið smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Vísir/Valli/Vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur. Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendea, segir að bæði einstaklingum og fyrirtækjum hafi verið þröngvað til viðskipta við fyrirtækið Auðkenni. Ríkisvaldinu hafi verið beint til að koma tugum þúsunda einstaklinga í viðskipti við fyrirtækið og fyrirtækjum smalað í viðskipti við einkafyrirtæki sem í raun hafi einokunarstöðu í útgáfu rafrænna skilríkja. Hann fjallar um málið í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag þar sem hann segir að Auðkenni hafi lengi unnið með stjórnvöldum að þróun rafrænna skilríkja og rafrænna undirskrifta án þess þó að hafa einkarétt á því. „Önnur fyrirtæki hafa átt slíkar lausnir tilbúnar en fengu þó til dæmis ekki að bjóða í uppsetningu lausnar til rafrænnar undirritunar á vef ríkisskattstjóra; um hana var gengið til samninga við Advania og Auðkenni án útboðs,“ skrifar Ólafur. Meðal þess sem Ólafur bendir á í greininni er að þjónusta Auðkennis hafi ekki virkað sem skyldi á Apple tölvum. „Fyrir utan þau óþægindi sem þetta olli neytendum er það að sjálfsögðu samkeppnishindrun gagnvart söluaðilum Apple-vara þegar torveldara er fyrir notendur þeirra að nálgast opinbera þjónustu rafrænt en notendur tækja keppinautanna,“ skrifar Ólafur. Þá gagnrýnir Ólafur einnig að símafyrirtækjum, samkeppnisaðilum Símanns sem er einn af eigendum Auðkennis, hafi verið gert að búa kerfi sín undir innleiðingu rafrænna skilríkja með afar skömmum fyrirvara. „Höfum í huga að í þeim hópi voru keppinautar Símans, eins af eigendum Auðkennis, sem hafði haft nægan tíma til að prófa tæknilausnina í samstarfi við fyrirtækið,“ segir hann og bætir við að fjarskiptafyrirtækin hafi þurft að leggja gríðarlegan kostnað við að skipta út SIM-kortum viðskiptavina. „Nova ehf. þurfti að skipta um framleiðanda SIM-korta með ærinni fyrirhöfn og skömmum fyrirvara,“ skrifar hann. Þetta segir Ólafur að sé að minnsta kosti af tveimur ástæðum samkeppnishindrun. Annars vegar sé símafyrirtæki stillt upp við vegg og því sýnt fram á að það eigi á hættu að missa viðskiptavini ef það býður ekki upp á „ríkislausnina“ á rafrænum auðkennum og undirskrift og hins vegar sé viðskiptavinum torveldað að skipta um símafyrirtæki. „Til þessa hefur verið lagt upp úr því að númeraflutningur sé einfaldur og geti átt sér stað á nokkrum mínútum. Viðskiptavinur, sem hefur fengið rafræn skilríki og vill skipta um símafélag, þarf hins vegar að gera sér ferð í bankann og láta endurvirkja rafrænu skilríkin á símanum sínum. Þetta hindrar samkeppni á farsímamarkaði,“ skrifar Ólafur.
Tækni Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira