Hreiðar Már í hleruðu símtali: „Er þetta markaðsmisnotkun? Ég veit það ekki, kannski“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. maí 2015 15:00 Skýrslutaka yfir Hreiðari Má Sigurðssyni heldur áfram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, spilaði nokkur símtöl fyrir dómi í dag og spurði Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, út í þau. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings sem ákærðir eru í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim.Á meðal ákærðu er Bjarki Diego sem var framkvæmdastjóri útlána bankans og sat í lánanefnd. Saksóknari spilaði símtal Bjarka við lögmanninn Jóhannes Bjarnason sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Í símtalinu ræða þeir um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.” BD:„Já, já.” JB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]” BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.”„Skólabókardæmi” um markaðsmisnotkun Jóhannes og Bjarki ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.” BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.” Spurður út í þetta símtal sagðist Hreiðar kannast við það að hafa fundið fjárfesta fyrir bankann. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa „búið þá til”, eins og Bjarki bar við í símtalinu.„Vorum við að reyna að halda uppi genginu? Nei.” Í öðru símtali sem spilað var og var hlerað í maí 2010 ræðir Hreiðar sjálfur við fyrrverandi starfsmann í fjárstýringu Kaupþings. Þeir tala um viðskipti Kaupþings með bréf í bankanum. HMS: „Svo er náttúrulega spurning með markaðsmisnotkun, sko. Ókei, það er alveg rétt við gerðum nokkra stóra díla á árinu 2008 þar sem við fengum inn nýja hlutahafa og allaf með sömu formerkjum. Samvinnutryggingar þar sem við lánum þeim fyrir kaupunum til að kaupa út [...] en við lánuðum félagi sem var með 30 milljarða í eigið fé í öðrum eignum en í Kaupþingi, skilurðu?.” Þeir ræða svo um hversu mikið af útgefnu hlutafé í Kaupþingi hafi verið veðsett í bankanum sjálfum og segir Hreiðar starfsmanninum að veðsetningin hafi verið “hrikalega mikil” og nefnir svo töluna á milli 30 og 40%. Hreiðar fer svo aftur að tala um markaðsmisnotkun: „Er þetta markaðsmisnotkun? Ég veit það ekki, kannski. Ég hefði ekki haldið það og ég meina, þú veist, vorum við að reyna að halda uppi genginu? Nei, við hefðum náttúrulega getað haldið því, sett gengið þar sem við vildum hafa það.” Þeir ræða svo um að ákæruvaldið muni leggja upp með markaðsmisnotkun. Hreiðar segir að „vígvöllurinn” verði þar og segir stuttu síðar: „Þetta grunar mig og það er ekki auðvelt að koma eftir á og reyna að verja þetta, við verðum í erfiðri stöðu með það.” Hreiðar hafði ekki mikið um þetta símtal að segja í dómsal í dag en sagði þó að hann teldi það ekki rétt hjá sér að veðsetning í bréfum bankans hafi verið svo mikil eins og hann nefndi í símtalinu. Áætlað er að skýrslutöku yfir Hreiðari ljúki í dag en saksóknari spyr nú út í kaup eignarhaldsfélagsins Holt í Kaupþingi og lánveitingar bankans til kaupanna. Skemmst er frá því að segja að Hreiðar segist hvergi hafa komið nálægt umræddum viðskiptum og svarar öllum spurningum saksóknara með orðunum „Nei”, „Ég þekki það ekki”, „Ég man það ekki” eða „Ég veit það ekki.” Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðari heitt í hamsi „Eins og ákæruvaldið haldi að ég hafi sagt satt um Al Thani og Kevin Stanford en svo ákveðið að ljúga um þetta,” sagði reiður Hreiðar Már Sigurðsson. 4. maí 2015 13:10 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Furðar sig á aðkomu Ólafs Barkar að gæsluvarðhaldsúrskurði Hreiðar Már Sigurðsson segist halda að eitt af skjölunum í málsgögnum sé falsað. 4. maí 2015 11:17 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spilaði nokkur símtöl fyrir dómi í dag og spurði Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrverandi forstjóra bankans, út í þau. Hreiðar er einn af níu fyrrverandi stjórnendum og starfsmönnum Kaupþings sem ákærðir eru í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn þeim.Á meðal ákærðu er Bjarki Diego sem var framkvæmdastjóri útlána bankans og sat í lánanefnd. Saksóknari spilaði símtal Bjarka við lögmanninn Jóhannes Bjarnason sem hlerað var við rannsókn málsins í apríl 2010. Í símtalinu ræða þeir um hvort að viðskipti Kaupþings með eigin bréf hafi verið markaðsmisnotkun. JB: „Þetta er bara markaðsmisnotkun, hrein og klár, það blasir bara við.” BD:„Já, já.” JB: „Það er einhvern veginn erfitt að verjast því sko og það er erfitt að verjast því þegar menn voru farnir að breyta útlánareglunum [...]” BD: „Já, það eru forstjórarnir sem eru langsamlega veikastir. Þeir taka ákvarðanir um þetta. Það var hlutverk forstjórans og stjórnarformannsins að finna hluthafa og ef þeir fundu þá ekki þá bjuggu þeir þá bara til.”„Skólabókardæmi” um markaðsmisnotkun Jóhannes og Bjarki ræða svo um að verðinu í hlutabréfum Kaupþings hafi verið haldið uppi og það hafi verið reynt að koma í veg fyrir að verðið lækkaði eða hægja á lækkun. JB: „Það er auðvitað markaðsmisnotkun.” BD: „Þetta er bara skólabókardæmi.” Spurður út í þetta símtal sagðist Hreiðar kannast við það að hafa fundið fjárfesta fyrir bankann. Hann kannaðist hins vegar ekki við að hafa „búið þá til”, eins og Bjarki bar við í símtalinu.„Vorum við að reyna að halda uppi genginu? Nei.” Í öðru símtali sem spilað var og var hlerað í maí 2010 ræðir Hreiðar sjálfur við fyrrverandi starfsmann í fjárstýringu Kaupþings. Þeir tala um viðskipti Kaupþings með bréf í bankanum. HMS: „Svo er náttúrulega spurning með markaðsmisnotkun, sko. Ókei, það er alveg rétt við gerðum nokkra stóra díla á árinu 2008 þar sem við fengum inn nýja hlutahafa og allaf með sömu formerkjum. Samvinnutryggingar þar sem við lánum þeim fyrir kaupunum til að kaupa út [...] en við lánuðum félagi sem var með 30 milljarða í eigið fé í öðrum eignum en í Kaupþingi, skilurðu?.” Þeir ræða svo um hversu mikið af útgefnu hlutafé í Kaupþingi hafi verið veðsett í bankanum sjálfum og segir Hreiðar starfsmanninum að veðsetningin hafi verið “hrikalega mikil” og nefnir svo töluna á milli 30 og 40%. Hreiðar fer svo aftur að tala um markaðsmisnotkun: „Er þetta markaðsmisnotkun? Ég veit það ekki, kannski. Ég hefði ekki haldið það og ég meina, þú veist, vorum við að reyna að halda uppi genginu? Nei, við hefðum náttúrulega getað haldið því, sett gengið þar sem við vildum hafa það.” Þeir ræða svo um að ákæruvaldið muni leggja upp með markaðsmisnotkun. Hreiðar segir að „vígvöllurinn” verði þar og segir stuttu síðar: „Þetta grunar mig og það er ekki auðvelt að koma eftir á og reyna að verja þetta, við verðum í erfiðri stöðu með það.” Hreiðar hafði ekki mikið um þetta símtal að segja í dómsal í dag en sagði þó að hann teldi það ekki rétt hjá sér að veðsetning í bréfum bankans hafi verið svo mikil eins og hann nefndi í símtalinu. Áætlað er að skýrslutöku yfir Hreiðari ljúki í dag en saksóknari spyr nú út í kaup eignarhaldsfélagsins Holt í Kaupþingi og lánveitingar bankans til kaupanna. Skemmst er frá því að segja að Hreiðar segist hvergi hafa komið nálægt umræddum viðskiptum og svarar öllum spurningum saksóknara með orðunum „Nei”, „Ég þekki það ekki”, „Ég man það ekki” eða „Ég veit það ekki.”
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05 Hreiðari heitt í hamsi „Eins og ákæruvaldið haldi að ég hafi sagt satt um Al Thani og Kevin Stanford en svo ákveðið að ljúga um þetta,” sagði reiður Hreiðar Már Sigurðsson. 4. maí 2015 13:10 Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55 Furðar sig á aðkomu Ólafs Barkar að gæsluvarðhaldsúrskurði Hreiðar Már Sigurðsson segist halda að eitt af skjölunum í málsgögnum sé falsað. 4. maí 2015 11:17 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Hreiðar bauðst til að borga fyrir bíl og bílstjóra til að keyra sig á milli fangelsisins og héraðsdóms Hreiðar Már Sigurðsson mætti í fylgd fangavarða í Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem hann flutti langa ræðu áður en hann hóf af gefa skýrslu. 4. maí 2015 10:05
Hreiðari heitt í hamsi „Eins og ákæruvaldið haldi að ég hafi sagt satt um Al Thani og Kevin Stanford en svo ákveðið að ljúga um þetta,” sagði reiður Hreiðar Már Sigurðsson. 4. maí 2015 13:10
Hreiðar Már í héraðsdómi: „Hvers konar rugl er þetta?“ Saksóknari spurði Hreiðar Má Sigurðsson hvort að sex milljarða tap Kaupþings með viðskipti í eigin bréfum hafi verið lítill fórnarkostnaður í stóra samhenginu. 4. maí 2015 10:55
Furðar sig á aðkomu Ólafs Barkar að gæsluvarðhaldsúrskurði Hreiðar Már Sigurðsson segist halda að eitt af skjölunum í málsgögnum sé falsað. 4. maí 2015 11:17