Hin fimm ára Emma Sigrún hóf söfnunina skömmu eftir skjálftann þar sem hún perlaði slaufur og seldi gegn vægu gjaldi.
Sjá einnig: Fimm ára og perlar til styrktar fórnarlömbum skjálftans í Nepal
Sólveig Jónsdóttir hjá UNICEF segir samtökin ótrúlega þakklát fyrir stuðning Emmu Sigrúnar. „Þetta er frábært framtak hjá þessari stúlku en þetta er ekki í fyrsta sinn sem hún lætur gott af sér leiða, þrátt fyrir að vera sjálf bara fimm ára gömul.“
Hafdís Priscilla Magnúsdóttir, móðir Emmu Sigrúnar, segir dóttur sína hafa sagt við sig að nú þyrftu þær að „fara að selja slaufurnar“ segir að þær höfðu fylgst með fréttatímum og séð myndir frá hamfarasvæðunum í Nepal.