Jonathan Hendrickx, hægri bakvörður FH, er ekki ökklabrotinn eins og óttast var þegar hann var borinn af velli gegn KR í gær.
Belginn sneri mjög illa upp á ökklann í viðskiptum við Grétar Sigfinn Sigurðarson í seinni hálfleik og var fyrst talið að hann væri ökklabrotinn.
„Hann er ekki brotinn samkvæmt myndunum,“ segir Hendrickx í samtali við 433.is.
Óvíst er hversu lengi Belginn verður frá keppni, en hann fer í frekari skoðun hjá bæklunarlækni í dag.

