„Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi“ sunna kristín hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2015 10:58 vísir/gva Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“ Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, spyr Sigurð Einarsson nú út í ákæruatriði í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem embætti sérstaks saksóknara hefur höfðað gegn honum og átta öðrum fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Sigurður byrjaði á að svara spurningum sem snúa að fyrsta lið ákærunnar en þar eiga starfsmenn eigin viðskipta Kaupþings að hafa keypt mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Eiga þeir að hafa gert það að undirlagi yfirmanna hjá Kaupþingi, meðal annars Sigurðar Einarssonar. Kom ekki nálægt hlutabréfakaupum bankans í sjálfum sér Fyrir dómi í morgun kvaðst Sigurður ekki kannast við að hafa komið nálægt kaupum Kaupþings á hlutabréfum í sjálfu sér. Hann segist aðeins hafa vitað að bankinn mætti ekki fara yfir 10% mörkin samkvæmt lögum og reglum. Fimm prósent mörkin hafi ekki skipt hann sérstaklega miklu máli.Sjá einnig: Sigurður Einarsson í héraðsdómi: „Traust mitt á réttarkerfinu er ekki lengur til staðar“ Þá sagði Sigurður að hann hefði ekki haft neina yfirsýn yfir það hversu mikið eigin viðskipti keyptu í eigin bréfum enda hafi hann engu ráðið þar um. Það eina sem hann vissi var það sem kom fram á stjórnarfundum hverju sinni um hversu mikið Kaupþing átti í eigin bréfum. Fram kom við skýrslutöku yfir Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi að Sigurður hafi lagt línuna með það hversu mikið bankinn keypti í sjálfum sér. Sigurður kannaðist ekki við það fyrir dómi í dag.„Kannski var þessum póstum eytt“ Gögn málsins benda til þess að Sigurður hafi fengið yfirlitspósta yfir viðskipti eigin viðskipta með bréf í Kaupþingi en Sigurður segir að þessir tölvupóstar finnist ekki í pósthólfi hans. „Kannski var þessum póstum eytt af aðstoðarmanni mínum, ég veit það ekki. Ég fór yfir þetta í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara á sínum tíma að þessir póstar hafi ekki fundist í inboxinu mínu.“ Saksóknari spurði Sigurð svo út í formlega og óformlega viðskiptavakt en komið hefur fram að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í bréfum bankans. Sigurður gat litlu svarað um þetta og spurði saksóknari hann þá út í það hvaða reglur gilda um formlega viðskiptavakt. „Ég er ekki í prófi hérna,“ svaraði Sigurður. Undir þetta tók dómsformaður, Arngrímur Ísberg: „Þetta er rétt hjá ákærða, hann er ekki í prófi. Það á bara að spyrja út í ákæruatriðin.“
Markaðsmisnotkun Kaupþings Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira