Kári: Ekkert ýkja bjartsýnn með Karólínu Ingvi Þór Sæmundsson í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi skrifar 5. maí 2015 22:02 Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, í leiknum í kvöld. Vísir/Stefán Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn var ekkert alltof bjartsýnn á frekari þátttöku hennar í úrslitarimmunni. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Kári Garðarson, þjálfari Gróttu, var hæstánægður með sigur Seltirninga á Stjörnunni fyrsta leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld. "Þetta var mjög sveiflukenndur leikur. Þær komust yfir í fyrri hálfleik en við nörtuðum í það forskot undir lok hálfleiksins," sagði Kári. "Við sýndum svo mikinn karakter í seinni hálfleik, þéttum vörnina og Íris (Björk Símonardóttir) var frábær í markinu. Svo fórum við að skora framhjá Florentinu (Stanciu) og nýta færin okkar betur. "Ég er gríðarlega stoltur af stelpunum, sérstaklega í ljósi þess hversu mörg skörð hafa verið höggvin í okkar lið," sagði Kári en Karólína Bæhrenz Lárudóttir fór meidd af velli snemma leiks. Þjálfarinn var ekkert alltof bjartsýnn á frekari þátttöku hennar í úrslitarimmunni. "Það er erfitt að segja hver staðan á henni er núna en tognun aftan í læri er alltaf mjög erfið og maður er lengi að jafna sig á því. Ég er ekkert ýkja bjartsýnn með hana," sagði Kári en Laufey Ásta Guðmundsdóttir, fyrirliði Gróttu, er einnig meidd og spilaði ekkert í seinni hálfleik í kvöld. Þá hefur Anett Köbli ekki leikið með Seltirningum frá því í öðrum leiknum gegn ÍBV vegna meiðsla. "Laufey var að pína sig áfram og það hlaut eitthvað að gefa sig í kálfanum og svo misstum við Evu Margréti (Kristinsdóttur) út af með rautt spjaldið," sagði Kári en hvað fannst honum um þann dóm? "Mér fannst það mjög sérstakt en þessir dómarar (Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson) reka mikið út af. Maður hefur varla tölu á því hversu marga þeir eru búnir að reka út af og áður en maður veit eru þeir búnir að reka annan út af," sagði Kári en við hversu býst hann í leik tvö á fimmtudaginn? "Ég býst við því sama og í kvöld. Sterkum vörnum, markvörslu og sóknarleik sem er ekkert alltaf gullfallegur," sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira