Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2015 11:56 Baldur Thorlacius var starfsmaður viðskiptaeftirlits Kauphallar Íslands á ákærutímabilinu sem nær frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Mynd/Ingólfur Júlíusson Baldur Thorlacius, fyrsta vitnið í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, kom fyrir dóminn í dag. Baldur var starfsmaður viðskiptaeftirlits Kauphallar Íslands á ákærutímabilinu sem nær frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hann byrjaði á því að fara almennt yfir það hvernig eftirlitinu var háttað. Nefndi hann sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, bar undir hann nokkrar bjöllur sem hringdu á árinu 2008 vegna viðskipta Kaupþings í Kauphöllinni. Við bjöllu sem hringdi þann 11. september hafði Baldur skrifað eftirfarandi: „Verðið keyrt upp um og yfir 2% í nokkrum viðskiptum. Fyrst kaupa eigin viðskipti, svo tilkynnir miðlun Kaupþings tiltölulega stór viðskipti. Svo keyrir TLS hjá SCA verðið upp enn meira. Full kröpp hækkun en ekkert ólög- og/eða reglubrot í fljótu bragði. Setjum watch.”Ræddu við sænska kollega Baldur var svo spurður út í tvær bjöllur sem hringdu þann 2. október, sex dögum áður en Kaupþing féll. Við seinni bjölluna skrifar Baldur: „Eigin viðskipti sterk á kauphliðinni eins og oft áður. Er til skoðunar.” Spurður út í þetta sagði Baldur að eftirlitið í Kauphöllinni hafi þarna nokkra daga á undan byrjað að fylgjast með kaupum eigin viðskipta Kaupþings í hlutabréfum bankans. Saksóknari spurði hann nákvæmlega hvenær kaup eigin viðskipta fóru að vekja athygli Kauphallar. „Það var síðla sumars 2008 án þess að við höfum talið á þeim tíma að þetta væru lögbrot. Við fórum svona aðeins að fylgjast með þessu. Svo í september 2008 fórum við að skoða þetta nánar. Við vorum að ræða þetta við kollega okkar í Stokkhólmi því Kaupþing var líka á markaði þar. [...] Í samtali við starfsmenn þar fengust þær upplýsingar að það var svipuð þróun á þeim markaði og þeir væru að skoða þetta líka þar.” Baldur sagði að starfsmönnum kauphallarinnar í Stokkhólmi hafi þótt há hlutdeild eigin viðskipta Kaupþings með bréf í bankanum sérkennileg og sérkennilegra var að þetta væri að gerast á báðum mörkuðum. Í seinni hluta september hafi starfsemi eigin viðskipta bankanna verið komin í ákveðið úttektarferli hjá Kauphöllinni á Íslandi.Sendi Fjármálaeftirlitinu bréf Björn spurði Baldur sérstaklega út í bréf sem hann sendi fyrir hönd Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins 2011 vegna kaupa viðskiptabankanna Kaupþings, Glitnis og Landsbankanum á eigin hlutabréfum fyrir hrun. Í bréfinu kemur meðal annars fram að þegar almennur söluþrýstingur hafi verið á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis, og neikvæðar fréttir voru á markaði þá „allt að því einokuðu eigin viðskipti bankanna kauphlið tilboðabókar eigin félags. Slíkur kaupþrýstingur getur eðli málsins samkvæmt haft talsverð áhrif á verðmyndun hlutabréfanna.” Saksóknari bað Baldur um að útskýra þetta nánar og vísaði hann þá til þess að þarna væri hugsanlega verið að auka eftirspurn eftir hlutabréfunum sem hefði það í för með sér að verðið hækkaði.„Kannski vísbending um markaðsmisnotkun” Í bréfinu er minnst sérstaklega á tímabilið frá 29. september til 3. október 2008 en ríkið tók Glitnir yfir 29. september. Segir að söluþrýstingur á Kaupþingsbréfum hafi verið hvað mestur á þessum tíma en eigin viðskipti bankans hafi þó verið mjög virk í að kaupa bréf í bankanum. „Þar að auki vekur athygli að fyrstu tvo dagana eftir að tilkynnt var um kaup ríkisins á Glitni hafi verð á hlutabréfum Kaupþings lækkan minna heldur en verð hlutabréfa fjármálafyrirtækja á Norðurlöndum almennt.” Sagði Baldur aðspurður að þetta væri „kannski vísbending um markaðsmisnotkun.” Þó er tekið fram í bréfinu „að þátttaka eigin viðskipta bankanna í tilboðabókum sinna félaga var einnig umtalsverð á fyrrihluta ársins.” Saksóknari spurði hvort sérstaklega hafi verið fylgst með því hjá Kauphöllinni en sagði Baldur að svo hefði ekki verið. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Baldur Thorlacius, fyrsta vitnið í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, kom fyrir dóminn í dag. Baldur var starfsmaður viðskiptaeftirlits Kauphallar Íslands á ákærutímabilinu sem nær frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Hann byrjaði á því að fara almennt yfir það hvernig eftirlitinu var háttað. Nefndi hann sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, bar undir hann nokkrar bjöllur sem hringdu á árinu 2008 vegna viðskipta Kaupþings í Kauphöllinni. Við bjöllu sem hringdi þann 11. september hafði Baldur skrifað eftirfarandi: „Verðið keyrt upp um og yfir 2% í nokkrum viðskiptum. Fyrst kaupa eigin viðskipti, svo tilkynnir miðlun Kaupþings tiltölulega stór viðskipti. Svo keyrir TLS hjá SCA verðið upp enn meira. Full kröpp hækkun en ekkert ólög- og/eða reglubrot í fljótu bragði. Setjum watch.”Ræddu við sænska kollega Baldur var svo spurður út í tvær bjöllur sem hringdu þann 2. október, sex dögum áður en Kaupþing féll. Við seinni bjölluna skrifar Baldur: „Eigin viðskipti sterk á kauphliðinni eins og oft áður. Er til skoðunar.” Spurður út í þetta sagði Baldur að eftirlitið í Kauphöllinni hafi þarna nokkra daga á undan byrjað að fylgjast með kaupum eigin viðskipta Kaupþings í hlutabréfum bankans. Saksóknari spurði hann nákvæmlega hvenær kaup eigin viðskipta fóru að vekja athygli Kauphallar. „Það var síðla sumars 2008 án þess að við höfum talið á þeim tíma að þetta væru lögbrot. Við fórum svona aðeins að fylgjast með þessu. Svo í september 2008 fórum við að skoða þetta nánar. Við vorum að ræða þetta við kollega okkar í Stokkhólmi því Kaupþing var líka á markaði þar. [...] Í samtali við starfsmenn þar fengust þær upplýsingar að það var svipuð þróun á þeim markaði og þeir væru að skoða þetta líka þar.” Baldur sagði að starfsmönnum kauphallarinnar í Stokkhólmi hafi þótt há hlutdeild eigin viðskipta Kaupþings með bréf í bankanum sérkennileg og sérkennilegra var að þetta væri að gerast á báðum mörkuðum. Í seinni hluta september hafi starfsemi eigin viðskipta bankanna verið komin í ákveðið úttektarferli hjá Kauphöllinni á Íslandi.Sendi Fjármálaeftirlitinu bréf Björn spurði Baldur sérstaklega út í bréf sem hann sendi fyrir hönd Kauphallarinnar til Fjármálaeftirlitsins 2011 vegna kaupa viðskiptabankanna Kaupþings, Glitnis og Landsbankanum á eigin hlutabréfum fyrir hrun. Í bréfinu kemur meðal annars fram að þegar almennur söluþrýstingur hafi verið á mörkuðum, bæði hér heima og erlendis, og neikvæðar fréttir voru á markaði þá „allt að því einokuðu eigin viðskipti bankanna kauphlið tilboðabókar eigin félags. Slíkur kaupþrýstingur getur eðli málsins samkvæmt haft talsverð áhrif á verðmyndun hlutabréfanna.” Saksóknari bað Baldur um að útskýra þetta nánar og vísaði hann þá til þess að þarna væri hugsanlega verið að auka eftirspurn eftir hlutabréfunum sem hefði það í för með sér að verðið hækkaði.„Kannski vísbending um markaðsmisnotkun” Í bréfinu er minnst sérstaklega á tímabilið frá 29. september til 3. október 2008 en ríkið tók Glitnir yfir 29. september. Segir að söluþrýstingur á Kaupþingsbréfum hafi verið hvað mestur á þessum tíma en eigin viðskipti bankans hafi þó verið mjög virk í að kaupa bréf í bankanum. „Þar að auki vekur athygli að fyrstu tvo dagana eftir að tilkynnt var um kaup ríkisins á Glitni hafi verð á hlutabréfum Kaupþings lækkan minna heldur en verð hlutabréfa fjármálafyrirtækja á Norðurlöndum almennt.” Sagði Baldur aðspurður að þetta væri „kannski vísbending um markaðsmisnotkun.” Þó er tekið fram í bréfinu „að þátttaka eigin viðskipta bankanna í tilboðabókum sinna félaga var einnig umtalsverð á fyrrihluta ársins.” Saksóknari spurði hvort sérstaklega hafi verið fylgst með því hjá Kauphöllinni en sagði Baldur að svo hefði ekki verið.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02