Kínamúrarnir virðast ekki hafa verið nægilega sterkir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. maí 2015 13:32 Mikill tími fór í að spyrja Baldur út í bréf sem Kauphöllin sendi til Fjármálaeftirlitsins árið 2012 þar sem hún svarar gagnrýni FME á því að eftirlitskerfi Kauphallarinnar hafi brugðist fyrir hrun. Vísir/VAlli Baldur Thorlacius, starfsmaður viðskiptaeftirlits í Kauphöllinni, var í þrjá klukkutíma í vitnastúkunni í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er fyrsta vitnið sem kallað er til í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Mikill tími fór í að spyrja Baldur út í bréf sem Kauphöllin sendi til Fjármálaeftirlitsins árið 2011 þar sem hún svarar gagnrýni FME á því að eftirlitskerfi Kauphallarinnar hafi brugðist fyrir hrun. Baldur kom að því að semja svarbréfið og kom fram fyrir dómi í dag að það hafi meðal annars tekið mið af því sem fram kom í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010.Bankarnir háðir háu hlutabréfaverði Í skýrslunni kom meðal annars fram að „veikt eigið fé” stóru viðskiptabankanna þriggja hafi numið samanlagt rúmlega 25% af eiginfjárgrunni þeirra um mitt ár 2008. Var verið að vísa í lánveitingar bankanna vegna hlutabréfakaupa í bönkunum sjálfum, og þeirrar markaðsáhættu sem fólst í þeim. Þetta hafi þó hvorki endurskoðendur þeirra né aðrir eftirlitsaðilar gert athugasemdir við en í bréfi Kauphallarinnar til FME segir: „Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð, þar sem skráður fjárhagslegur styrkleiki þeirra var beinlínis háður því að hlutabréfaverð þeirra héldist hátt.” Þá segir í bréfinu að ef að Kauphöllin hefði vitað hvernig fjármögnun hlutabréfakaupanna var hefði eftirlitinu verið öðruvísi háttað.Eftirlitskerfi Kauphallar átti erfitt að greina markaðsmisnotkun Þar að auki hafi ýmislegt á markaðnum gert það að verkum að erfiðara var en ella fyrir eftirlitskerfi Kauphallarinnar að greina að um mögulega markaðsmisnotkun væri að ræða. Var þar meðal annars nefnd fylgni verðþróunar milli íslenskra og norrænna banka og sú staðreynd að þó að bankarnir hafi hver um sig verið með hæstu hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf þá hafi það sama átt við um önnur hlutabréf. „Það var líka erfitt að greina hvort að bankinn sjálfur var að fjárfesta í eigin hlutbréfum eða hvort hann var að framkvæma þessi viðskipti til að liðka fyrir viðskiptum annarra markaðsaðila,” sagði Baldur fyrir dómi. Þá kemur fram í bréfinu að reglur Kauphallarinnar byggist á því að „kínamúrar séu fullnægjandi og að stjórn, forstjóri eða yfirstjórn viðkomandi fjármálafyrirtækis komi ekki að viðskiptaákvörðunum veltubókar. Leiða má að því líkum að stjórnendur bankanna hafi í mörgum tilfellum komið að ákvörðun um kaup bankana á eigin hlutabréfum í aðdraganda hrunsins, í það minnsta með óbeinum hætti, svo sem í gegnum fjármögnun viðskipta og miðlun [...]”Dómurinn verður að skera úr um markaðsmisnotkun Í bréfinu segir jafnframt að óháð því hvort að stjórnendur bankanna hafi hlutast til um kaup eigin viðskipta þá hafi þeir komið að lánveitingum og sölu á stærri hlutum sem var á endanum það sem knúði áfram kaup veltubókanna. „Því virðast Kínamúrar ekki hafa verið nægilega sterkir þegar á reyndi.” Verjandi Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, spurði Baldur hvers vegna starfsmenn Kauphallarinnar hafi ekki séð þessa meintu markaðsmisnotkun á sínum tíma; hvort að ástæðan gæti verið sú að markaðsmisnotkun hafi ekki átt sér stað. „Það er hugsanlegt en dómurinn hér verður að skera úr um það.” Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Baldur Thorlacius, starfsmaður viðskiptaeftirlits í Kauphöllinni, var í þrjá klukkutíma í vitnastúkunni í sal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er fyrsta vitnið sem kallað er til í umfangsmiklu markaðsmisnotkunarmáli sem sérstakur saksóknari hefur höfðað gegn níu fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum Kaupþings. Mikill tími fór í að spyrja Baldur út í bréf sem Kauphöllin sendi til Fjármálaeftirlitsins árið 2011 þar sem hún svarar gagnrýni FME á því að eftirlitskerfi Kauphallarinnar hafi brugðist fyrir hrun. Baldur kom að því að semja svarbréfið og kom fram fyrir dómi í dag að það hafi meðal annars tekið mið af því sem fram kom í Rannsóknarskýrslu Alþingis frá 2010.Bankarnir háðir háu hlutabréfaverði Í skýrslunni kom meðal annars fram að „veikt eigið fé” stóru viðskiptabankanna þriggja hafi numið samanlagt rúmlega 25% af eiginfjárgrunni þeirra um mitt ár 2008. Var verið að vísa í lánveitingar bankanna vegna hlutabréfakaupa í bönkunum sjálfum, og þeirrar markaðsáhættu sem fólst í þeim. Þetta hafi þó hvorki endurskoðendur þeirra né aðrir eftirlitsaðilar gert athugasemdir við en í bréfi Kauphallarinnar til FME segir: „Ljóst er að þessi staða hefur aukið talsvert við hvata bankanna til þess að styðja við eigið hlutabréfaverð, þar sem skráður fjárhagslegur styrkleiki þeirra var beinlínis háður því að hlutabréfaverð þeirra héldist hátt.” Þá segir í bréfinu að ef að Kauphöllin hefði vitað hvernig fjármögnun hlutabréfakaupanna var hefði eftirlitinu verið öðruvísi háttað.Eftirlitskerfi Kauphallar átti erfitt að greina markaðsmisnotkun Þar að auki hafi ýmislegt á markaðnum gert það að verkum að erfiðara var en ella fyrir eftirlitskerfi Kauphallarinnar að greina að um mögulega markaðsmisnotkun væri að ræða. Var þar meðal annars nefnd fylgni verðþróunar milli íslenskra og norrænna banka og sú staðreynd að þó að bankarnir hafi hver um sig verið með hæstu hlutdeild í viðskiptum með eigin bréf þá hafi það sama átt við um önnur hlutabréf. „Það var líka erfitt að greina hvort að bankinn sjálfur var að fjárfesta í eigin hlutbréfum eða hvort hann var að framkvæma þessi viðskipti til að liðka fyrir viðskiptum annarra markaðsaðila,” sagði Baldur fyrir dómi. Þá kemur fram í bréfinu að reglur Kauphallarinnar byggist á því að „kínamúrar séu fullnægjandi og að stjórn, forstjóri eða yfirstjórn viðkomandi fjármálafyrirtækis komi ekki að viðskiptaákvörðunum veltubókar. Leiða má að því líkum að stjórnendur bankanna hafi í mörgum tilfellum komið að ákvörðun um kaup bankana á eigin hlutabréfum í aðdraganda hrunsins, í það minnsta með óbeinum hætti, svo sem í gegnum fjármögnun viðskipta og miðlun [...]”Dómurinn verður að skera úr um markaðsmisnotkun Í bréfinu segir jafnframt að óháð því hvort að stjórnendur bankanna hafi hlutast til um kaup eigin viðskipta þá hafi þeir komið að lánveitingum og sölu á stærri hlutum sem var á endanum það sem knúði áfram kaup veltubókanna. „Því virðast Kínamúrar ekki hafa verið nægilega sterkir þegar á reyndi.” Verjandi Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, spurði Baldur hvers vegna starfsmenn Kauphallarinnar hafi ekki séð þessa meintu markaðsmisnotkun á sínum tíma; hvort að ástæðan gæti verið sú að markaðsmisnotkun hafi ekki átt sér stað. „Það er hugsanlegt en dómurinn hér verður að skera úr um það.”
Alþingi Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56 Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02 Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Sjá meira
Starfsmönnum Kauphallar í Svíþjóð þóttu mikil viðskipti Kaupþings með eigin bréf sérkennileg Baldur Thorlacius nefndi sérstaklega viðvörunarbjöllur sem fara í gang þegar eitthvað gerist á markaði sem gæta þurfi að. 7. maí 2015 11:56
Deilt um stöðu vitnis í markaðsmisnotkunarmálinu Vitnaleiðslur í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings hófust í dag í Héraðsdómi Reykjavík. Alls eru níu ákærðir í málinu fyrir annað markaðsmisnotkun og/eða umboðssvik. 7. maí 2015 11:02