Florentina fór illa með hornamenn Gróttu í gær Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2015 13:30 Florentina var í miklum ham í gær. vísir/stefán Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, átti góðan leik þegar Garðbæingar jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu gegn Gróttu með fjögurra marka sigri, 23-19, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í gær. Florentina varði alls 16 skot í leiknum, eða 47% þeirra skota sem hún fékk á sig. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn reyndist hornamönnum Gróttu sérstaklega erfiður ljár í þúfu en þeir virtust hafa takmarkaða trú á að þeir gætu skorað framhjá þessum frábæra markverði. Þeir fjórir hornamenn Gróttu sem spreyttu sig í leiknum skoruðu aðeins þrjú mörk úr 13 skotum. Tvö skot þeirra fóru í tréverkið, eitt yfir en Florentina varði hin sjö. Skotnýting hornamanna Gróttu í leiknum var aðeins 23,1%.Ásthildur Embla átti erfitt uppdráttar í gær líkt og aðrir hornamenn Gróttu.vísir/þórdísFlorentina varði þrjú af fjórum skotum Arndísar Maríu Erlingsdóttir en hún fann sig vel í fyrsta leiknum á þriðjudaginn og skoraði þá fjögur mörk úr fimm skotum. Guðný Hjaltadóttir skoraði eitt mark en Florentina varði hin tvö skotin sem hún tók en þau komu bæði eftir að hún leysti inn á línu. Florentina varði tvö skot frá Þórunni Friðriksdóttur, hún skaut einu sinni yfir og skoraði eitt mark. Landsliðsmarkvörðurinn varði annað af tveimur skotum Ásthildar Emblu Friðgeirsdóttur en þær Þórunn skipti hægri hornamannsstöðunni með sér í gær í fjarveru Karólínu Bæhrenz Lárudóttur sem tognaði aftan í læri í fyrsta leiknum og verður að öllum líkindum ekki meira með í úrslitakeppninni. Florentina varði með m.ö.o. sjö af 13 skotum hornamanna Gróttu í gær, eða 53,8%. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Kristín Guðmunds: Fólk er farið að sjá veikleika Gróttu Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 5. maí 2015 07:00 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Karólína og Laufey úr leik Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu að undanförnu. 7. maí 2015 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Leikur tvö mikilvægari en leikur eitt síðustu ár 7. maí 2015 06:00 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Florentina Stanciu, markvörður Stjörnunnar, átti góðan leik þegar Garðbæingar jöfnuðu metin í úrslitaeinvíginu gegn Gróttu með fjögurra marka sigri, 23-19, í öðrum leik liðanna í Mýrinni í gær. Florentina varði alls 16 skot í leiknum, eða 47% þeirra skota sem hún fékk á sig. Íslenski landsliðsmarkvörðurinn reyndist hornamönnum Gróttu sérstaklega erfiður ljár í þúfu en þeir virtust hafa takmarkaða trú á að þeir gætu skorað framhjá þessum frábæra markverði. Þeir fjórir hornamenn Gróttu sem spreyttu sig í leiknum skoruðu aðeins þrjú mörk úr 13 skotum. Tvö skot þeirra fóru í tréverkið, eitt yfir en Florentina varði hin sjö. Skotnýting hornamanna Gróttu í leiknum var aðeins 23,1%.Ásthildur Embla átti erfitt uppdráttar í gær líkt og aðrir hornamenn Gróttu.vísir/þórdísFlorentina varði þrjú af fjórum skotum Arndísar Maríu Erlingsdóttir en hún fann sig vel í fyrsta leiknum á þriðjudaginn og skoraði þá fjögur mörk úr fimm skotum. Guðný Hjaltadóttir skoraði eitt mark en Florentina varði hin tvö skotin sem hún tók en þau komu bæði eftir að hún leysti inn á línu. Florentina varði tvö skot frá Þórunni Friðriksdóttur, hún skaut einu sinni yfir og skoraði eitt mark. Landsliðsmarkvörðurinn varði annað af tveimur skotum Ásthildar Emblu Friðgeirsdóttur en þær Þórunn skipti hægri hornamannsstöðunni með sér í gær í fjarveru Karólínu Bæhrenz Lárudóttur sem tognaði aftan í læri í fyrsta leiknum og verður að öllum líkindum ekki meira með í úrslitakeppninni. Florentina varði með m.ö.o. sjö af 13 skotum hornamanna Gróttu í gær, eða 53,8%.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Kristín Guðmunds: Fólk er farið að sjá veikleika Gróttu Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 5. maí 2015 07:00 Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26 Karólína og Laufey úr leik Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu að undanförnu. 7. maí 2015 08:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44 Leikur tvö mikilvægari en leikur eitt síðustu ár 7. maí 2015 06:00 Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Kristín Guðmunds: Fólk er farið að sjá veikleika Gróttu Úrslitaeinvígi Gróttu og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna í handbolta hefst í kvöld þegar liðin leiða saman hesta sína í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi. 5. maí 2015 07:00
Umfjöllun og viðtöl: Grótta-Stjarnan 24-21 | Grótta tók frumkvæðið Grótta komst í 1-0 gegn Fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn með þriggja marka sigri, 24-21, á Stjörnunni í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. 5. maí 2015 15:26
Karólína og Laufey úr leik Meiðsladraugurinn hefur ásótt lið deildar- og bikarmeistara Gróttu að undanförnu. 7. maí 2015 08:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grótta 23-19 | Stjarnan jafnaði einvígið Stjarnan jafnaði einvígið um Íslandsmeistaratitilinn þegar liðið bar sigur úr býtum, 23-19, gegn Gróttu í öðrum leik liðanna í Mýrinni í kvöld. Staðan í einvíginu er því 1-1. 7. maí 2015 14:44