Afskipti Hönnu Birnu „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 30. apríl 2015 19:39 Gerðar voru alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Hönnu Birnu. vísir/valli Minnihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, hafa verið „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“. Telur hann þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu í ljósi yfirlýsinga Hönnu Birnu gagnvart umboðsmanni Alþingis.Málið dregið óþarflega á langinn Þetta kemur fram í áliti minnihlutans sem birt var á vef Alþingis í kvöld. Meirihlutinn birti álit sitt fyrr í dag. Þar eru meðal annars gerðar alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Hönnu Birnu í skriflegu svari, í þingsal og fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hafi verið til þess fallin að draga umfjöllun um málið óþarflega á langinn.Gísli Freyr Valdórsson hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir lekann.vísir/ernirHefði getað svarað með mun skýrari hætti Þá hafi þingmenn ekki fengið fullnægjandi upplýsingar til að geta tekið upplýsta afstöðu til málsins. Telur minnihlutinn að Hanna Birna hefði getað svarað spurningum þingmanna um minnisblaðið mun fyrr og með skýrari hætti. Hún hefði getað upplýst að útbúið hefði verið minnisblað í ráðuneytinu um málið en að þar hefðu ekki verið þær meiðandi upplýsingar sem fram komu í fjölmiðlum.Alvarlegar yfirlýsingar ráðherrans Jafnframt gagnrýnir minnihlutinn orð ráðherrans í garð undirstofnana ráðuneytisins, lögmanna, Rauða krossins og fleiri aðila og segir hana hafa ýjað að því að starfsmenn þessara aðila auk lögmanna gætu hafa brotið gegn ákvæðum um þagnarskyldu. „Slíkar yfirlýsingar hljóta að teljast alvarlegar af hálfu ráðherra og meiðandi fyrir hlutaðeigandi aðila,“ segir í álitinu. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði í áliti sínu í dag að umfjöllun um þátt Hönnu Birnu í lekamálinu hefði lokið með áliti umboðsmanns Alþingis. Hún hafi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni og bendir á að fyrrum aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, hlaut dóm fyrir brot í starfi. Alþingi Lekamálið Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira
Minnihlutinn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis telur afskipti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, hafa verið „alvarleg og í hæsta máta ámælisverð“. Telur hann þó ekki forsendur til frekari skoðunar á málinu í ljósi yfirlýsinga Hönnu Birnu gagnvart umboðsmanni Alþingis.Málið dregið óþarflega á langinn Þetta kemur fram í áliti minnihlutans sem birt var á vef Alþingis í kvöld. Meirihlutinn birti álit sitt fyrr í dag. Þar eru meðal annars gerðar alvarlegar athugasemdir við upplýsingagjöf Hönnu Birnu í skriflegu svari, í þingsal og fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem hafi verið til þess fallin að draga umfjöllun um málið óþarflega á langinn.Gísli Freyr Valdórsson hlaut átta mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir lekann.vísir/ernirHefði getað svarað með mun skýrari hætti Þá hafi þingmenn ekki fengið fullnægjandi upplýsingar til að geta tekið upplýsta afstöðu til málsins. Telur minnihlutinn að Hanna Birna hefði getað svarað spurningum þingmanna um minnisblaðið mun fyrr og með skýrari hætti. Hún hefði getað upplýst að útbúið hefði verið minnisblað í ráðuneytinu um málið en að þar hefðu ekki verið þær meiðandi upplýsingar sem fram komu í fjölmiðlum.Alvarlegar yfirlýsingar ráðherrans Jafnframt gagnrýnir minnihlutinn orð ráðherrans í garð undirstofnana ráðuneytisins, lögmanna, Rauða krossins og fleiri aðila og segir hana hafa ýjað að því að starfsmenn þessara aðila auk lögmanna gætu hafa brotið gegn ákvæðum um þagnarskyldu. „Slíkar yfirlýsingar hljóta að teljast alvarlegar af hálfu ráðherra og meiðandi fyrir hlutaðeigandi aðila,“ segir í álitinu. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sagði í áliti sínu í dag að umfjöllun um þátt Hönnu Birnu í lekamálinu hefði lokið með áliti umboðsmanns Alþingis. Hún hafi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni og bendir á að fyrrum aðstoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, hlaut dóm fyrir brot í starfi.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Fleiri fréttir Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Sjá meira