Segir svigrúm fyrir launahækkanir: „Vandamál hvað ber mikið í milli“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. apríl 2015 10:24 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. vísir/vilhelm „Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
„Það er krafa um að kjörin taki að batna,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. „Það er mjög skiljanleg krafa. Við höfum þurft að hagræða mikið og það varð talsverður samdráttur í efnahagshruninu. Fólk sýndu þessu skilning tímabundið, en það vill vera komið aftur á beinu brautina núna.“ Bjarni segir að horfur séu til þess að hægt verði að bæta kjör landsmanna á næstunni. „Árið í fyrra var merkilegt að því leytinu til að þá fór landsframleiðslan aftur upp í fyrri hæðir og kaupmáttur mældist mestur í Íslandssögunni. Við jukum kaupmátt ráðstöfunartekna mjög verulega á síðasta ári. Viðskiptin við útlönd eru í jafnvægi, ríkisfjármálin í jafnvægi og sveitarfélögin líka.“Snýst ekki bara um að hækka lægstu laun krafa Starfsgreinasambandsins hefur verið að hækka lægstu laun um 90 þúsund krónur á næstu þremur árum. „Þetta er ekki bara kjarabarátta sem snýst um að hækka lægstu laun. BHM er líka í verkfalli og þar er krafan sú að menntun verði metin til launa, sem er eðlilegt. Þar er samt einnig þannig að þeir sem eru innan BHM eru ekki allir í lægsta launastiganum. Ég held að menn verði að gæta sín þegar því er haldið fram að þessi verkfallshrina sem gengur nú yfir snúist eingöngu um þá sem eru á lægstu töxtum.“ Fjármálaráðherra segist að sjálfsögðu vilja lyfta öllum upp frá botninum. „Ég veit ekki betur að það sé verið að ræða launhækkanir við samningaborðin. Þetta er spurning að finna lendingu til að viðhalda jafnvægi. Mínar mestu áhyggjur í tengslum við þessa kjarasamninga er að við fáum yfir okkur verðbólgugusu. Mér finnst við hafa náð svo mikilvægum áfanga þegar verðbólgan er komin í eitt prósent. Það er stórkostlegt hagsmunamál fyrir heimilin og það er ekkert kortunum sem segir að verðbólga sé aftur að fara af stað.“ Bjarni segir að ríkisstjórnin hafi verið í góðum samskiptum við aðili vinnumarkaðarins undanförnum vikum. „Þetta er enn sem komið er kjarabarátta sem að mestu leyti hefur verið fylgt eftir af einstökum félögum, þó er í auknu máli verið að senda mál til sáttasemjara. Ég tel að það sé svigrúm fyrir launahækkanir en það er hinsvegar vandamál hvað ber mikið í milli. Það mun ekkert gerast þegar annar aðilinn segir 3,5 prósent og hinn segir 50 prósent. Vonandi ná menn markmiðum sínum en á sama tíma verðum við að halda aftur af verðbólgu.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira