Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2015 10:52 Björn Þorvaldsson saksóknari sitjandi lengst til hægri ásamt kollegum sínum hjá embætti Sérstaks saksóknara. Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, heldur áfram að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr hann nú út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, það er frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Fjöldi símtala hefur verið spilaður það sem af er morgni auk þess sem saksóknari hefur farið yfir marga tölvupósta frá því í janúar 2008. Fékk ekki að lesa gamlar fréttir Af símtölunum og tölvupóstunum má meðal annars ráða að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi verið vel upplýstur um hvað Pétur Kristinn var að gera varðandi viðskipti bankans með eigin bréf auk þess sem hann gaf fyrirmæli um að „styðja nett við bankann” og að vera áfram „tiltölulega firm á kauphliðinni”. Aðspurður hvað Ingólfur átti við með þessu sagði Pétur að hann yrði að svara fyrir það en bætti svo við: „Ég túlkaði þetta bara sem svo að ég ætti að passa upp á seljanleika bréfanna.” Pétur hefur við skýrslutökuna harðlega gagnrýnt málatilbúnað sérstaks saksóknara og segir að ekki sé hægt að taka hann einan út og viðskipti hans með bréf í Kaupþingi; hann hafi verið að vinna á miklu stærri markaði og viðskiptin verði að setja í samhengi við það. Fór hann meðal annars fram á að fá að lesa upp fréttir frá því í lok árs 2007 og byrjun árs 2008 sem sneru að hlutabréfamarkaðnum en dómari bannaði honum það.Slegið á létta strengi Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í aðalmeðferðinni og málsaðilar takist á er létt yfir mönnum. Þegar Pétur sagði saksóknara gera ákveðin viðskipti tortryggileg svaraði Björn: „Já, ég held líka að þetta séu brot.” Hló þá Pétur, sem og aðrir í réttarsal. Pétur sagðist svo hafa verið að grínast í símtali við Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, en þar ræddu þeir um öryggiskerfi sem hafði farið í gang vegna, að því er virtist, hlutabréfakaupa Péturs í Kaupþingi. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sagðist þá engu nær hvort að eitthvað öryggiskerfi væri grín. „Maður gantast stundum í vinnunni. Ég er til dæmis viss um að þið hjá sérstökum saksóknara hafið gaman í vinnunni. Eins og í gær þegar þið voruð að taka myndina af ykkur saman, þá voruð þið að hafa gaman,” svaraði Pétur þá. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, heldur áfram að gefa skýrslu við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Saksóknari, Björn Þorvaldsson, spyr hann nú út í einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæran nær til, það er frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. Fjöldi símtala hefur verið spilaður það sem af er morgni auk þess sem saksóknari hefur farið yfir marga tölvupósta frá því í janúar 2008. Fékk ekki að lesa gamlar fréttir Af símtölunum og tölvupóstunum má meðal annars ráða að Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi, hafi verið vel upplýstur um hvað Pétur Kristinn var að gera varðandi viðskipti bankans með eigin bréf auk þess sem hann gaf fyrirmæli um að „styðja nett við bankann” og að vera áfram „tiltölulega firm á kauphliðinni”. Aðspurður hvað Ingólfur átti við með þessu sagði Pétur að hann yrði að svara fyrir það en bætti svo við: „Ég túlkaði þetta bara sem svo að ég ætti að passa upp á seljanleika bréfanna.” Pétur hefur við skýrslutökuna harðlega gagnrýnt málatilbúnað sérstaks saksóknara og segir að ekki sé hægt að taka hann einan út og viðskipti hans með bréf í Kaupþingi; hann hafi verið að vinna á miklu stærri markaði og viðskiptin verði að setja í samhengi við það. Fór hann meðal annars fram á að fá að lesa upp fréttir frá því í lok árs 2007 og byrjun árs 2008 sem sneru að hlutabréfamarkaðnum en dómari bannaði honum það.Slegið á létta strengi Þrátt fyrir að ýmislegt hafi gengið á í aðalmeðferðinni og málsaðilar takist á er létt yfir mönnum. Þegar Pétur sagði saksóknara gera ákveðin viðskipti tortryggileg svaraði Björn: „Já, ég held líka að þetta séu brot.” Hló þá Pétur, sem og aðrir í réttarsal. Pétur sagðist svo hafa verið að grínast í símtali við Einar Pálma Sigmundsson, forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, en þar ræddu þeir um öryggiskerfi sem hafði farið í gang vegna, að því er virtist, hlutabréfakaupa Péturs í Kaupþingi. Dómsformaður, Arngrímur Ísberg, sagðist þá engu nær hvort að eitthvað öryggiskerfi væri grín. „Maður gantast stundum í vinnunni. Ég er til dæmis viss um að þið hjá sérstökum saksóknara hafið gaman í vinnunni. Eins og í gær þegar þið voruð að taka myndina af ykkur saman, þá voruð þið að hafa gaman,” svaraði Pétur þá.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34 Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00 Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57 Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37 Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu markaðsmisnotkun en man ekki af hverju Sími Péturs Kristins Guðmarssonar var hleraður við rannsókn málsins og voru nokkrar upptökur spilaðar í réttarsal. "Það er enginn einn aðili sem getur haldið uppi einhverjum banka,” sagði Pétur fyrir dómi. 20. apríl 2015 15:34
Markaðsmisnotkunarmálið: „Það grunaði engan að við værum að taka þátt í lögbroti“ Pétur Kristinn Guðmarsson vill ekki meina að kaup eigins viðskipta Kaupþings á bréfum í bankanum hafi verið ólögleg. Hins vegar sýni dómurinn í Al Thani-málinu að "eitthvað bogið“ hafi verið í gangi varðandi söluhliðina. 20. apríl 2015 16:32
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu um að „setja niður hælana“ og „stöðva frjálst fall“ Byrjað var að fara yfir einstaka viðskiptadaga á því tímabili sem ákæra í málinu tekur til, frá 1. nóvember 2007 til 8. október 2008. 20. apríl 2015 22:00
Markaðsmisnotkunarmálið: Svaf yfir sig og á meðan lækkuðu bréfin í verði „Ég er á nærbuxunum uppi í rúmi að uppgötva það að ég er of seinn í vinnuna,“ sagði Pétur Kristinn Guðmarsson um símtal sem saksóknari spilaði frá apríl 2008. 20. apríl 2015 14:57
Markaðsmisnotkunarmálið: „Kaupþing var með flottustu bönkum í heiminum” Pétur Kristinn Guðmarsson, verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings fyrir hrun, segir ekkert óeðlilegt hafa verið við það að deildin hafi keypt mikið af hlutabréfum bankans. 20. apríl 2015 12:37