Sena hefur skoðað að fá Drake til landsins Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. apríl 2015 08:00 Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir að Sena hafi skoðað að fá kanadíska rapparann Drake til landsins en fyrirtækið er með mörg net úti hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali við Ísleif í Klinkinu í beinni útsendingu í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sena stóð fyrir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í fyrra sem eru einir stærstu tónleikar Íslandssögunnar í fjárhæðum og umfangi. Fyrirtækið leggst í ítarlegar rannsóknir þegar metið er hvort það borgi sig að flytja inn erlendar stórstjörnur til landsins. Til dæmis með því skoða hlustun í útvarpi, spilun á Spotify og vinsældir á YouTube innanlands. Kanadíski rapparinn Drake jafnaði í mars sl. met Bítlanna frá 1964 yfir flest lög á vinsældalista Billboard í einu. Drake átti þá fjórtán af hundrað vinsælustu lögunum á Hot 100-lista Billboard. Vinsældir kanadíska rapparans Drake eru orðnar sögulegar eftir metið sem hann sló í mars. Þá þykir hann góð fyrirmynd.Gæti Drake fyllt Kórinn eins og Justin Timberlake? „Nei, ég held ekki en hann er mjög stór og við höfum skoðað það.“Þið hafið skoðað að fá Drake? „Já, við höfum skoðað það eins og margt annað. Ég held að hann myndi ekki selja alveg jafn mikið og Justin Timberlake en hann vill fá það sama borgað. Og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki búnir að tilkynna aðra tónleika í ár. Við erum ekki tilbúnir að borga það sem listamennirnir þurfa og við erum duglegir að segja nei. Við lítum á það sem okkar helsta styrk að fara ekki af stað nema við séum alveg vissir að þetta gangi.“ Fram kom í Klinkinu að glugginn til að fá stórstjörnu til landsins síðsumars væri að lokast ef það ætti að takast að skapa nægilega mikla stemmningu fyrir slíkum tónleikum. Ísleifur sagði að Sena væri fremur vera að horfa til haustsins í því sambandi en Pharrell hefur verið sterklega orðaður við tónleika á Íslandi í haust. Sjá má viðtalið við Ísleif hér eða í meðfylgjandi myndskeiði. Hægt er að kynna sér Drake nánar á YouTube-rás hans.#Klinkið Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira
Ísleifur Þórhallsson hjá Senu segir að Sena hafi skoðað að fá kanadíska rapparann Drake til landsins en fyrirtækið er með mörg net úti hverju sinni. Þetta kom fram í viðtali við Ísleif í Klinkinu í beinni útsendingu í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sena stóð fyrir tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í fyrra sem eru einir stærstu tónleikar Íslandssögunnar í fjárhæðum og umfangi. Fyrirtækið leggst í ítarlegar rannsóknir þegar metið er hvort það borgi sig að flytja inn erlendar stórstjörnur til landsins. Til dæmis með því skoða hlustun í útvarpi, spilun á Spotify og vinsældir á YouTube innanlands. Kanadíski rapparinn Drake jafnaði í mars sl. met Bítlanna frá 1964 yfir flest lög á vinsældalista Billboard í einu. Drake átti þá fjórtán af hundrað vinsælustu lögunum á Hot 100-lista Billboard. Vinsældir kanadíska rapparans Drake eru orðnar sögulegar eftir metið sem hann sló í mars. Þá þykir hann góð fyrirmynd.Gæti Drake fyllt Kórinn eins og Justin Timberlake? „Nei, ég held ekki en hann er mjög stór og við höfum skoðað það.“Þið hafið skoðað að fá Drake? „Já, við höfum skoðað það eins og margt annað. Ég held að hann myndi ekki selja alveg jafn mikið og Justin Timberlake en hann vill fá það sama borgað. Og það er kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki búnir að tilkynna aðra tónleika í ár. Við erum ekki tilbúnir að borga það sem listamennirnir þurfa og við erum duglegir að segja nei. Við lítum á það sem okkar helsta styrk að fara ekki af stað nema við séum alveg vissir að þetta gangi.“ Fram kom í Klinkinu að glugginn til að fá stórstjörnu til landsins síðsumars væri að lokast ef það ætti að takast að skapa nægilega mikla stemmningu fyrir slíkum tónleikum. Ísleifur sagði að Sena væri fremur vera að horfa til haustsins í því sambandi en Pharrell hefur verið sterklega orðaður við tónleika á Íslandi í haust. Sjá má viðtalið við Ísleif hér eða í meðfylgjandi myndskeiði. Hægt er að kynna sér Drake nánar á YouTube-rás hans.#Klinkið
Klinkið Mest lesið Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Fleiri fréttir Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Sjá meira