Markaðsmisnotkunarmálið: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. apríl 2015 10:12 Pétur Kristinn, lengst til hægri, ásamt Vífil Harðarsyni, verjanda sínum, og Bjarna Aðalgeirssyni í dómssal í morgun. Vísir/GVA Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið er að því að verjandinn Vífill Harðarson spyrji Pétur Kristinn Guðmarsson en hann er einn ákærðu í málinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.Kauphallarhermirinn Vífill útskýrði hvernig Kauphallarhermirinn virkar þar sem hann ætlaði að spila úr honum í kjölfarið. Að útskýringum loknum sneri Vífill sér að því að gagnrýna að hermirinn spili ekki öll viðskipti, heldur aðeins viðskipti tiltekinna aðila sem eru forrituð inn í hann. Dómarinn stöðvaði Vífil við útskýringar hans og sagði hana eiga heima í málflutningi. Óskaði hann eftir því að Vífill spyrði Pétur út úr ákæruatriðunum. Pétur fór yfir ýmis gögn, meðal annars úr herminum, auk annarra gagna. Kenndi þar ýmissa grasa á borð við upplýsingar um gengi hlutabréfa bankans, gengi krónunnar og gröf sem sýndu þróun hlutabréfa bankans. Ekki var um spurningar og svör að ræða heldur var Pétur að útskýra gögnin.„Bara eins og ákæruvaldið“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, gerði athugasemdir við þessa þróun mála, að ekki væri verið að spyrja spurninga, og óskaði eftir því að ákærði yrði spurður beint út úr. „Það er bara verið að spyrja út í gögn málsins, alveg eins og ákæruvaldið gerði með gögnum úr herminum,“ sagði Vífill Harðarson, verjandi Péturs. „Það er alveg ljóst að það er ekki verið að spyrja um ákæruatriðin en dómarinn treystir því að þetta leiði til þess að verjandinn muni svo spyrja út í ákæruatriðin. Er það ekki alveg öruggt?“ sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, og beindi spurningunni til Vífils. Vífill: „Já, bara eins og ákæruvaldið...“ Dómari: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið. Halt þú þig bara við þitt starf.“ Pétur hélt svo áfram að útskýra gögn sem sýna markaðinn, verðið í Kaupþingi og annað, áður en farið var að spyrja beint út í tiltekin ákæruatriði. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Þriðji dagur aðalmeðferðar í máli sérstaks saksóknara gegn níu fyrrverandi starfsmönnum Kaupþings hófst klukkan níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Komið er að því að verjandinn Vífill Harðarson spyrji Pétur Kristinn Guðmarsson en hann er einn ákærðu í málinu. Pétur var verðbréfasali hjá eigin viðskiptum Kaupþings og er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun með því að kaupa mikið magn af hlutabréfum í bankanum með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi. Á Pétur að hafa gert þetta að undirlagi yfirmanna sinna, meðal annars Ingólfs Helgasonar, en hann var forstjóri Kaupþings á Íslandi.Kauphallarhermirinn Vífill útskýrði hvernig Kauphallarhermirinn virkar þar sem hann ætlaði að spila úr honum í kjölfarið. Að útskýringum loknum sneri Vífill sér að því að gagnrýna að hermirinn spili ekki öll viðskipti, heldur aðeins viðskipti tiltekinna aðila sem eru forrituð inn í hann. Dómarinn stöðvaði Vífil við útskýringar hans og sagði hana eiga heima í málflutningi. Óskaði hann eftir því að Vífill spyrði Pétur út úr ákæruatriðunum. Pétur fór yfir ýmis gögn, meðal annars úr herminum, auk annarra gagna. Kenndi þar ýmissa grasa á borð við upplýsingar um gengi hlutabréfa bankans, gengi krónunnar og gröf sem sýndu þróun hlutabréfa bankans. Ekki var um spurningar og svör að ræða heldur var Pétur að útskýra gögnin.„Bara eins og ákæruvaldið“ Björn Þorvaldsson, saksóknari, gerði athugasemdir við þessa þróun mála, að ekki væri verið að spyrja spurninga, og óskaði eftir því að ákærði yrði spurður beint út úr. „Það er bara verið að spyrja út í gögn málsins, alveg eins og ákæruvaldið gerði með gögnum úr herminum,“ sagði Vífill Harðarson, verjandi Péturs. „Það er alveg ljóst að það er ekki verið að spyrja um ákæruatriðin en dómarinn treystir því að þetta leiði til þess að verjandinn muni svo spyrja út í ákæruatriðin. Er það ekki alveg öruggt?“ sagði Arngrímur Ísberg, dómsformaður, og beindi spurningunni til Vífils. Vífill: „Já, bara eins og ákæruvaldið...“ Dómari: „Vert þú ekkert að bera þig saman við ákæruvaldið. Halt þú þig bara við þitt starf.“ Pétur hélt svo áfram að útskýra gögn sem sýna markaðinn, verðið í Kaupþingi og annað, áður en farið var að spyrja beint út í tiltekin ákæruatriði.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51 Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11 Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hótel Selfoss verður Marriott hótel Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Fleiri fréttir Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sjá meira
Markaðsmisnotkunarmál: Ákærði viss um að starfsmenn sérstaks skemmti sér í vinnunni Andrúmsloftið er nokkuð létt í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Pétur Kristinn Guðmarsson, einn af ákærðu í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings, gefur skýrslu. 21. apríl 2015 10:52
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvað er að frétta af dauða kettinum?” Eitt símtalanna sem spilað var í morgun er frá 24 .janúar 2008 og er á milli Péturs og Ingólfs Helgasonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi: 21. apríl 2015 11:51
Markaðsmisnotkunarmálið: Ákærði brotnaði niður í dómssal Það var létt yfir mönnum fyrr í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. Nú er andrúmsloftið hins vegar tekið að þyngjast. 21. apríl 2015 15:11
Markaðsmisnotkunarmálið: „Hvernig eru límingarnar?” „Það var aldrei markmið mitt að verja eitt eða neitt gengi. Ég var bara að fylgja stefnu minna yfirmanna og veita seljanleika,” sagði Pétur Kristinn Guðmarsson. 21. apríl 2015 13:36