Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti 23. apríl 2015 09:00 Fjölnirmenn urðu einnig í 9. sæti í fyrra. vísir/valli Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sæti en það er sama sæti og liðið hafnaði í á síðustu leiktíð. Fjölnir hélt sér uppi sem nýliði í fyrra líkt og það gerði 2008, en ári síðar féll liðið niður í 1. deildina og var þar til það komst aftur upp haustið 2013. Ágúst Gylfason heldur áfram um stjórnartaumana hjá Fjölnir en hann tók við liðinu af Ásmundi Arnarsson þegar hann fór í Árbæinn. Ágúst hefur gert fína hluti með Fjölnisliðið; komið því upp í deild þeirra bestu og haldið því þar. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 3 stjörnur (af 5) Sóknin: 1 stjarna Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 2 stjarna Liðsstyrkurinn: 3 stjörnur Hefðin: 1 stjarnaÓlafur Páll Snorrason, Bergsveinn Ólafsson og Þórður Ingason.vísir/vilhelm/valli/stefánÞRÍR SEM FJÖLNIR TREYSTIR ÁÓlafur Páll Snorrason: Stoðsendingakóngur deildarinnar undanfarin ár er kominn aftur heim. Hann var frábær þegar hann sneri aftur heim 2008 en hefur auðvitað elst. Ólafur er spilandi aðstoðarþjálfari þannig hlutverk hans er stórt og ábyrgðarmikið. Hefur fundið sér nýjan stað í liðinu inn á miðjunni þar sem hann verður að sýna gæði sín og reynslu.Bergsveinn Ólafsson: Fjölnir fékk á sig fæst mörkin af neðstu liðunum fjórum í Pepsi-deildinni í fyrra og um það munaði á endanum. Algjör leiðtogi í varnarleiknum með stórt Fjölnishjarta. Leikmaður sem stærri lið voru að skoða en fyrir honum kemur ekkert annað til greina en að standa með Fjölni. Þórður Ingason: Markvörður Fjölnismanna átti gott tímabil í fyrra og fylgdi þar eftir enn betra ári í 1. deildinni 2013. Eftir erfiða daga í KR 2010 virtist Þórður hafa gott af tveggja ára dvöl hjá BÍ/Bolungarvík en hann hefur verið öflugur fyrir Fjölni undanfarin tvö ár. Þórður má hvergi slá slöku við og helst fá á sig færri mörk en í fyrra.Emil Pálsson er á láni frá FH.vísir/vilhelmNýstirnið: Emil Pálsson Verið í deildinni í nokkur ár og spilað rullu hjá FH-liðinu. Búinn að vinna Íslandsmeistaratitil og er því ekkert að byrja í þessu. Nú er aftur á móti hans tími kominn að skína, en loksins fær hann að spila 22 leiki í 90 mínútur og sýna virkilega hvað hann getur. Sterkur miðjumaður sem getur skorað, en mörk af miðjunni er nákvæmlega það sem nánast framherjalausu Fjölnisliðinu vantar.Fjölnismenn hafa styrkt byrjunarliðið.vísir/stefánMARKAÐURINNKomnir: Emil Pálsson frá FH (lán) Ólafur Páll Snorrason frá FH Arnór Eyvar Ólafsson frá ÍBV Daniel Ivanovski frá MjällbyFarnir: Arnar Freyr Ólafsson í Leikni Árni Kristinn Gunnarsson í Augnablik Chris Tsonis Gunnar Valur Gunnarsson í Vængi Júpíters Magnús Páll Gunnarsson hættur Síðast þegar Fjölnir var uppi féll liðið á öðru ári sem geta reynst liðum erfið. Þá misstu Fjölnismenn marga sterka leikmenn en það gerðist ekki í vetur. Ágýst Gylfason fyllti í skörðin í varnarleiknum með Arnóri Eyvari Ólafssyni, sem hefur líklega verið vanmetnasti varnarmaður deildarinnar undanfarin ár, og þá er kominn sterkur útlendingur í miðvörðinn með Bergsveini sem á yfir 100 leiki að baki í efstu deild Svíþjóðar. Við það bættust tveir leikmenn úr FH; fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason og Emil Pálsson. Þeir munu væntanlega spila saman á miðjunni en þarna koma bæði mikil gæði inn í liðið sem og reynsla og leiðtogahæfileikar með Ólafi. Nú er kominn tími á að Emil sýni hvað hann geti og taki deildina með trukki og dýfu enda bara á láni og á enn framtíð fyrir sér í Hafnarfirði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir hann að spila alla leiki. Það verður ekki annað sagt en Fjölnismenn hafi gert góða hluti á leikmannamarkaðnum; fengu gæði og reynslu í bland við unga og skemmtilega heimamenn. Fín blanda.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Hjörvar Hafliðason hefur í sex ár verið einn helsti sparkspekingur landsins þegar kemur að Pepsi-deildinni. Hann spilaði með HK, Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins á tíu ára ferli. Hjörvar verður einn af þremur sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar, en þetta er fimmta árið hans í þættinum.Ágúst Gylfason er þjálfari Fjölnis.vísir/pjeturSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Sterkur varnarleikur, en liðið fékk aðeins á sig átta mörk í sjö leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Því fylgdi reyndar skellur gegn ÍA en varnarleikurinn hefur verið stolt liðsins undir stjórn Gústa Gylfa. Reynsla af toppbaráttu er komin í hópinn með Ólafi Páli, Emil og Arnóri og þá er mikil samstaða í Fjölnisliðinu og andinn oftast mjög góður.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Sóknarleikurinn gæti orðið mjög mikill hausverkur, en liðið skoraði aðeins níu mörk í átta leikjum í Lengjubikarnum. Það vantar klárlega alvöru framherja í liðið, en vængmaðurinn Þórir Guðjónsson er líklegur til að byrja fremstur. Eins og með fleiri lið nálægt fallsvæðinu vantar breidd í liðið en hún er þó meiri en í fyrra.Guðmundur Karl Guðmundsson verður í vinstri bakverðinum í sumar.vísir/valliBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Það fer enginn niður með stoðsendingakónginn Ólaf Pál Snorrason í sínu liði. Síðast féllum við á öðru ári því Óli fór í Val og fleiri sterkir leikmenn hurfu á braut. Emil Pálsson mun sýna hvers hann er megnugur og varnarleikurinn okkar er frábær.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Annað tímabilið er alltaf erfiðara og það vitum við best sjálfir. Liðin í kringum okkur eru með markaskorara sem okkur sárvantar. Svo er stemningin engin í Grafarvoginum og fleiri eru farnir að mæta á handboltaleiki í 1. deild en sjá okkur spila við bestu fótboltalið landsins. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir telur niður í Pepsi-deild karla í knattspyrnu með árlegri spá sinni. Íslandsmótið hefst 3. maí og þar á Stjarnan titil að verja eftir að verða meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sæti en það er sama sæti og liðið hafnaði í á síðustu leiktíð. Fjölnir hélt sér uppi sem nýliði í fyrra líkt og það gerði 2008, en ári síðar féll liðið niður í 1. deildina og var þar til það komst aftur upp haustið 2013. Ágúst Gylfason heldur áfram um stjórnartaumana hjá Fjölnir en hann tók við liðinu af Ásmundi Arnarsson þegar hann fór í Árbæinn. Ágúst hefur gert fína hluti með Fjölnisliðið; komið því upp í deild þeirra bestu og haldið því þar. LÍKLEGT BYRJUNARLIÐgraf/garðarEINKUNNASPJALDIÐ Vörnin: 3 stjörnur (af 5) Sóknin: 1 stjarna Þjálfarinn: 2 stjörnur Breiddin: 2 stjarna Liðsstyrkurinn: 3 stjörnur Hefðin: 1 stjarnaÓlafur Páll Snorrason, Bergsveinn Ólafsson og Þórður Ingason.vísir/vilhelm/valli/stefánÞRÍR SEM FJÖLNIR TREYSTIR ÁÓlafur Páll Snorrason: Stoðsendingakóngur deildarinnar undanfarin ár er kominn aftur heim. Hann var frábær þegar hann sneri aftur heim 2008 en hefur auðvitað elst. Ólafur er spilandi aðstoðarþjálfari þannig hlutverk hans er stórt og ábyrgðarmikið. Hefur fundið sér nýjan stað í liðinu inn á miðjunni þar sem hann verður að sýna gæði sín og reynslu.Bergsveinn Ólafsson: Fjölnir fékk á sig fæst mörkin af neðstu liðunum fjórum í Pepsi-deildinni í fyrra og um það munaði á endanum. Algjör leiðtogi í varnarleiknum með stórt Fjölnishjarta. Leikmaður sem stærri lið voru að skoða en fyrir honum kemur ekkert annað til greina en að standa með Fjölni. Þórður Ingason: Markvörður Fjölnismanna átti gott tímabil í fyrra og fylgdi þar eftir enn betra ári í 1. deildinni 2013. Eftir erfiða daga í KR 2010 virtist Þórður hafa gott af tveggja ára dvöl hjá BÍ/Bolungarvík en hann hefur verið öflugur fyrir Fjölni undanfarin tvö ár. Þórður má hvergi slá slöku við og helst fá á sig færri mörk en í fyrra.Emil Pálsson er á láni frá FH.vísir/vilhelmNýstirnið: Emil Pálsson Verið í deildinni í nokkur ár og spilað rullu hjá FH-liðinu. Búinn að vinna Íslandsmeistaratitil og er því ekkert að byrja í þessu. Nú er aftur á móti hans tími kominn að skína, en loksins fær hann að spila 22 leiki í 90 mínútur og sýna virkilega hvað hann getur. Sterkur miðjumaður sem getur skorað, en mörk af miðjunni er nákvæmlega það sem nánast framherjalausu Fjölnisliðinu vantar.Fjölnismenn hafa styrkt byrjunarliðið.vísir/stefánMARKAÐURINNKomnir: Emil Pálsson frá FH (lán) Ólafur Páll Snorrason frá FH Arnór Eyvar Ólafsson frá ÍBV Daniel Ivanovski frá MjällbyFarnir: Arnar Freyr Ólafsson í Leikni Árni Kristinn Gunnarsson í Augnablik Chris Tsonis Gunnar Valur Gunnarsson í Vængi Júpíters Magnús Páll Gunnarsson hættur Síðast þegar Fjölnir var uppi féll liðið á öðru ári sem geta reynst liðum erfið. Þá misstu Fjölnismenn marga sterka leikmenn en það gerðist ekki í vetur. Ágýst Gylfason fyllti í skörðin í varnarleiknum með Arnóri Eyvari Ólafssyni, sem hefur líklega verið vanmetnasti varnarmaður deildarinnar undanfarin ár, og þá er kominn sterkur útlendingur í miðvörðinn með Bergsveini sem á yfir 100 leiki að baki í efstu deild Svíþjóðar. Við það bættust tveir leikmenn úr FH; fyrirliðinn Ólafur Páll Snorrason og Emil Pálsson. Þeir munu væntanlega spila saman á miðjunni en þarna koma bæði mikil gæði inn í liðið sem og reynsla og leiðtogahæfileikar með Ólafi. Nú er kominn tími á að Emil sýni hvað hann geti og taki deildina með trukki og dýfu enda bara á láni og á enn framtíð fyrir sér í Hafnarfirði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir hann að spila alla leiki. Það verður ekki annað sagt en Fjölnismenn hafi gert góða hluti á leikmannamarkaðnum; fengu gæði og reynslu í bland við unga og skemmtilega heimamenn. Fín blanda.HVAÐ SEGIR SÉRFRÆÐINGURINN?Hjörvar Hafliðason hefur í sex ár verið einn helsti sparkspekingur landsins þegar kemur að Pepsi-deildinni. Hann spilaði með HK, Val og Breiðabliki í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins á tíu ára ferli. Hjörvar verður einn af þremur sérfræðingum Pepsi-markanna í sumar, en þetta er fimmta árið hans í þættinum.Ágúst Gylfason er þjálfari Fjölnis.vísir/pjeturSTYRKLEIKAR LIÐSINS: Sterkur varnarleikur, en liðið fékk aðeins á sig átta mörk í sjö leikjum í riðlakeppni Lengjubikarsins. Því fylgdi reyndar skellur gegn ÍA en varnarleikurinn hefur verið stolt liðsins undir stjórn Gústa Gylfa. Reynsla af toppbaráttu er komin í hópinn með Ólafi Páli, Emil og Arnóri og þá er mikil samstaða í Fjölnisliðinu og andinn oftast mjög góður.VEIKLEIKAR LIÐSINS: Sóknarleikurinn gæti orðið mjög mikill hausverkur, en liðið skoraði aðeins níu mörk í átta leikjum í Lengjubikarnum. Það vantar klárlega alvöru framherja í liðið, en vængmaðurinn Þórir Guðjónsson er líklegur til að byrja fremstur. Eins og með fleiri lið nálægt fallsvæðinu vantar breidd í liðið en hún er þó meiri en í fyrra.Guðmundur Karl Guðmundsson verður í vinstri bakverðinum í sumar.vísir/valliBINNI BJARTSÝNI SEGIR: Það fer enginn niður með stoðsendingakónginn Ólaf Pál Snorrason í sínu liði. Síðast féllum við á öðru ári því Óli fór í Val og fleiri sterkir leikmenn hurfu á braut. Emil Pálsson mun sýna hvers hann er megnugur og varnarleikurinn okkar er frábær.SIGGI SVARTSÝNI SEGIR: Annað tímabilið er alltaf erfiðara og það vitum við best sjálfir. Liðin í kringum okkur eru með markaskorara sem okkur sárvantar. Svo er stemningin engin í Grafarvoginum og fleiri eru farnir að mæta á handboltaleiki í 1. deild en sjá okkur spila við bestu fótboltalið landsins.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00 Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍA hafnar í 10. sæti Skagamenn, sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í ár, halda sæti sínu ef marka má spána. 22. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: ÍBV hafnar í 11. sæti Eyjamenn kveðja Pepsi-deildina í fótbolta í haust rætist spá Fréttablaðsins og Vísis. 21. apríl 2015 09:00
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Leiknir hafnar í 12. sæti Leiknismenn spila í Pepsi-deild karla í fyrsta skipti í sumar en dvöl þeirra verður stutt ef spáin rætist 20. apríl 2015 09:00