Bergsveinn: Ég er Fjölnismaður með Fjölnishjarta Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. apríl 2015 09:30 Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Fréttablaðið og Vísir spáir Fjölni níunda sætinu í Pepsi-deild karla í ár eins og kom fram í morgun. Síðast þegar liðið var í efstu deild féll það á öðru ári, en Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði liðsins, telur Grafarvogsliðið í betri stöðu en á sama tíma þá. „Það sem gerðist 2008 var að lykilmenn fóru og ég tel muninn á því og nú að við höfum bætt við okkur. Við höfum ekki misst mikið en styrkt okkur meira. Við erum með betri hóp en í fyrra þannig við eigum að stefna eitthvað hærra en í fyrra,“ segir Bergsveinn.Betri á pappírnum Fjölnir hefur fengið góða og reynda leikmenn á borð við Ólaf Pál Snorrason, Emil Pálsson og Arnór Eyvar Ólafsson. „Þetta eru allt strákar sem styrkja klárlega hópinn. Óli Palli er flottur og kemur með sínar áherslur í þetta. Liðið á pappírnum er töluvert betra en í fyrra,“ segir Bergsveinn en hvað er þá markmið sumarsins? „Í fyrra var markmiðið að halda sér uppi en núna er markmiðið að bæta árangur Fjölnis í efstu deild. Ég tel okkur alveg eiga möguleika á að ná þeim markmiðum. Spá er bara spá. Við sokkuðum alla í fyrra og það er nóg af sokkapörum til. Við ætlum klárlega að bæta besta árangur Fjölnis í efstu deild,“ segir Bergsveinn en það er sjötta sæti.Þriðji maí eina sem skiptir máli Liðinu gekk bölvanlega á skora á undirbúningstímabilinu en það er eitthvað sem fyrirliðinn hefur engar áhyggjur af. „Við höfum heldur ekkert mikið að vera að halda hreinu en samt ekki tapa stórt. Það eina sem skiptir máli er hvað þú gerir þriðja maí og þá verðum við klárir,“ segir Bergsveinn, en hvað lærði Fjölnir af síðustu leiktíð? „Að gefast ekki upp. Það koma tímabil yfir sumarið eins og í fyrra þar sem við unnum ekki í mörgum leikjum í röð. Við vorum að spila vel en úrslitin duttu ekki með okkur og við vorum að fá á okkur mörk á 90. mínútu. Við verðum að halda áfram, það er allt hægt,“ segir hann.Skylda að sitja í stúkunni Leikmenn Fjölnis kvörtuðu aðeins yfir stemningsleysi á heimavelli sínum í fyrra og farið var yfir það í Pepsi-mörkunum. Bergsveinn vill sjá meiri stemningu í kringum heimaleikina. „Þeir sem mæta styðja okkur en ég væri til í að sjá fleiri koma á völlin og mynda meiri stemningu í Dalhúsum. Það væri gaman að fá fólk til að labba á völlinn og hittast á pöbbnum fyrir leik og svona,“ segir Bergsveinn sem er allavega með einhverja lausn á málinu. „Ég vil að það sé skylda að sitja í stúkunni sama hvernig veðrið er. Þá ætti að geta myndast einhver stemning.“ Bergsveinn spilaði mjög vel fyrir Fjölni í fyrra og var orðaður við stærri lið í vetur. Það kom samt aldrei til greina að fara. „Það var eitthvað talað um það, en eitthvað sem ég ákvað að skoða ekki. Ég er Fjölnismaður með Fjölnisharta og á heima þar. Ég vil sanna mig betur þar. Það kom aldrei til greina að skipta um lið,“ segir Bergsveinn Ólafsson.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Spá Fréttablaðsins og Vísis: Fjölnir hafnar í 9. sæti Fjölnismenn úr Grafarvogi lenda í sama sæti í Pepsi-deildinni í ár og í fyrra samvæmt spánni. 23. apríl 2015 09:00