Yfir 20 dómar fyrnast vegna plássleysis í fangelsum Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 22. apríl 2015 20:00 Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel. Alþingi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Lagadeild Háskólans í Reykjavík stóð í dag fyrir hádegisfundi um stöðu fangelsismála á Íslandi undir yfirskriftinni „Eru fangelsismál á Íslandi í klessu?“. Meðal frummælanda var Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Nei þau eru nú alls ekki í klessu en það er alvarlegt ástand, staðan er erfið. Það er gríðarlegt álag á þessu kerfi og hefur verið síðastliðin ár,“ segir Páll. Á fundinum mátti heyra miklar áhyggjur af stöðu fangelsismála á Íslandi. Á sama tíma og fjárveitingar til Fangelsismálastofnunar hefðu verið skornar niður um 25% síðastliðin ár, hefði verkefnum stofnunarinnar fjölgað umtalsvert. „Það er Alþingi sem hefur klikkað að mínu mati. Það er aldeilis ekki okkar fagráðuneyti, þar eru menn algjörlega á tánum og vita nákvæmlega hvað við erum að gera. Þar fáum við alltaf stuðning,“ segir Páll. Þegar sakborningur hefur verið dæmdur til fangelsisrefsingar er sent út bréf þar sem sá aðili er boðaður í afplánun. Hins vegar hefur í mörgum tilvikum ekki verið hægt að taka við föngum á tilsettum tíma vegna plássleysis í fangelsum landsins. En er algengt að dómar fyrnist vegna þess að fangar komast ekki á tilsettum tíma í afplánun? „Það var ekki algengt. Það þekktist ekki en hefur verið að aukast síðastliðin ár. Þetta voru rúmlega 20 refsingar í fyrra og verður meira í ár og verður meira næstu árin." Er það ekki bagalegt ástand? „Það er bara auðvitað bara til skammar,“ segir Páll. Fyrirhugað er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi um mánaðarmótin maí-júní og Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg upp úr áramótum. Um svipað leyti er fyrirhugað að taka í notkun nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Kemur opnun þessa nýja fangelsis á Hólmsheiði til með að leysa allan þennan vanda? „Neinei, við þurfum að halda áfram eðlilegri framþróun í fullnustumálum. Þetta leysir töluvert, þ.e.a.s. fjölgar um þrjátíu pláss. En það verður að hugsa þetta heildstætt,“ segir Páll Winkel.
Alþingi Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira