Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 21-20 | Fram vann fyrstu orrustuna Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar 23. apríl 2015 15:11 Vísir/Getty Fram náði forystu í einvígi sínu við Stjörnuna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna með eins marks sigri á Stjörnunni í Safamýri, 21-20. Hafdís Lilja Þrastardóttir átti skínandi leik í marki Fram og varði oft á ögurstundu undir lok leiksins. Það hlé sem verið hefur á úrslitakeppni kvenna virðist ekki hafa haft mikil áhrif á liðin sem mættur í Safamýri í kvöld. Leikurinn var hraður og skemmtulegur framan af og endu líkara en að leikmenn væru hungraðir í að spila. Fram var með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Bæði lið voru að spila nokkuð sterkar varnir og markverðir liðanna að finna sig ágætlega. Fram náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 6-3. Stjörnustúlkur voru þó hvergi nærri af baki dottnar og sóttu í sig veðrið. Staðan í hálfleik var 12-11, Fram í vil. Fram byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og virtist ætla að taka yfir leikinn. Stjarnan skoraði ekki mark fyrr en eftir tæpar sjö mínútur í síðari hálfleik. Stjarnan beit þó í skjaldarrendurnar og náði að vinna sig inn í leikinn. Gestirnir fóru að taka fast á heimastúlkum í vörninni og það virtist fá á Fram stúlkur. Fram var þó með yfirhöndina allan leikinn ef horft er á gang leiksins. Stjarnan komst aðeins einu sinni yfir í leiknum en fékk þó tækifæri til að gera það oftar. Fram stúlkur gerðu sig oft á tíðum seka um klaufaleg mistök í síðari hálfleik en Hafdís Lilja Torfadóttir, markvörður Fram, reyndist liðinu dýrmæt í kvöld. Fram fór á endanum með sigur af hólmi, 21-20, og hefur því tekið forystu í þessu einvígi. Næsti leikur liðanna verður á laugardaginn í Mýrinni í Garðabæ. Það stefnir í góða rimmu þessara liða.Stefán Arnarson: Þetta snérist um andlegan styrk og mér fannst við hafa hann í dag Það var ljóst á tali við Stefán Arnarson, þjálfara Fram, eftir leikinn að hann var enn á jörðinni þrátt fyrir sigur í fyrsta leik og gerir sér grein fyrir að framundan er hörð barátta. "Þetta verður hörku rimma. Bæði lið spiluðu góða vörn og það eru góðir markverðir í báðum liðum. Þá snýst þetta um annan handbolta, andlegan styrk og mér fannst við hafa hann í dag," sagði Stefán. "Í stöðunni 14-11 fáum við tvö dauðafæri og klúðrum því. Stjarnan jafnar 14-14 og aftur í 18-18. En við héldum haus og kláruðum þetta og ég er mjög ánægður með það," sagði Stefán og bætti við að það hafi skift miklu máli að vera ávallt skrefi á undan. Þetta var fyrsti leikur Framara síðan 8. apríl en Stefán var ánægður með ástandið á sínu liði. "Mér líst bara ágætlega á bæði þessi lið. Þetta verður jafnt einvígi og ómögulegt að spá fyrir um hvernig þetta fer. Við vorum með þrjár stelpur í Makedóníu og fengum allar saman á æfingu á þriðjudag. Það hafði smá áhrif en sem betur fer ekki í dag," sagði Stefán að lokum.Rakel Dögg Bragadóttir: Fram endaði ofar og er líklegra til að fara í úrslit Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var niðurlút eftir tapið. Hún og þjálfarateymi Stjörnunnar héldu langan fund með liðinu inni í klefa eftir leik. "Það var mikil barátta hjá báðum liðum og góðar varnir. Sigurinn féll þeim megin í dag. Þær eru með hörkulið og það var enginn að búast við því að við færum 3-0 í gegnum þetta. Fram endaði ofar í deildinni og eru líklegri til að fara í úrslit á móti Gróttu. Eins marks tap í dag er enginn heimsendir. Það er klárlega margt sem við getum gert betur," sagði Rakel. "Við vorum að fá fullt af góðum færum. En við vorum ekki að skjóta vel og markvörður þeirra að verja vel. Við spilum fína vörn og allt í lagi markvörslu. Mér fannst við reyndar getað fengið betri markvörslu. Mér finnst margir eiga talsvert inni og spurning um að ná því fram á laugardaginn," sagði Rakel og bætti við að hún búist við mjög jöfnu einvígi. "Þetta eru tvö góð lið, lið sem hafa verið í toppbaráttu undanfarin ár. Það var við því að búast að þetta yrði jafnt. Þetta verður bara barátta frá fyrsta leik og til þess síðasta," sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Fram náði forystu í einvígi sínu við Stjörnuna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í Olís-deild kvenna með eins marks sigri á Stjörnunni í Safamýri, 21-20. Hafdís Lilja Þrastardóttir átti skínandi leik í marki Fram og varði oft á ögurstundu undir lok leiksins. Það hlé sem verið hefur á úrslitakeppni kvenna virðist ekki hafa haft mikil áhrif á liðin sem mættur í Safamýri í kvöld. Leikurinn var hraður og skemmtulegur framan af og endu líkara en að leikmenn væru hungraðir í að spila. Fram var með undirtökin lengst af í fyrri hálfleik. Bæði lið voru að spila nokkuð sterkar varnir og markverðir liðanna að finna sig ágætlega. Fram náði mest þriggja marka forystu í fyrri hálfleik, 6-3. Stjörnustúlkur voru þó hvergi nærri af baki dottnar og sóttu í sig veðrið. Staðan í hálfleik var 12-11, Fram í vil. Fram byrjaði síðari hálfleikinn af miklum krafti og virtist ætla að taka yfir leikinn. Stjarnan skoraði ekki mark fyrr en eftir tæpar sjö mínútur í síðari hálfleik. Stjarnan beit þó í skjaldarrendurnar og náði að vinna sig inn í leikinn. Gestirnir fóru að taka fast á heimastúlkum í vörninni og það virtist fá á Fram stúlkur. Fram var þó með yfirhöndina allan leikinn ef horft er á gang leiksins. Stjarnan komst aðeins einu sinni yfir í leiknum en fékk þó tækifæri til að gera það oftar. Fram stúlkur gerðu sig oft á tíðum seka um klaufaleg mistök í síðari hálfleik en Hafdís Lilja Torfadóttir, markvörður Fram, reyndist liðinu dýrmæt í kvöld. Fram fór á endanum með sigur af hólmi, 21-20, og hefur því tekið forystu í þessu einvígi. Næsti leikur liðanna verður á laugardaginn í Mýrinni í Garðabæ. Það stefnir í góða rimmu þessara liða.Stefán Arnarson: Þetta snérist um andlegan styrk og mér fannst við hafa hann í dag Það var ljóst á tali við Stefán Arnarson, þjálfara Fram, eftir leikinn að hann var enn á jörðinni þrátt fyrir sigur í fyrsta leik og gerir sér grein fyrir að framundan er hörð barátta. "Þetta verður hörku rimma. Bæði lið spiluðu góða vörn og það eru góðir markverðir í báðum liðum. Þá snýst þetta um annan handbolta, andlegan styrk og mér fannst við hafa hann í dag," sagði Stefán. "Í stöðunni 14-11 fáum við tvö dauðafæri og klúðrum því. Stjarnan jafnar 14-14 og aftur í 18-18. En við héldum haus og kláruðum þetta og ég er mjög ánægður með það," sagði Stefán og bætti við að það hafi skift miklu máli að vera ávallt skrefi á undan. Þetta var fyrsti leikur Framara síðan 8. apríl en Stefán var ánægður með ástandið á sínu liði. "Mér líst bara ágætlega á bæði þessi lið. Þetta verður jafnt einvígi og ómögulegt að spá fyrir um hvernig þetta fer. Við vorum með þrjár stelpur í Makedóníu og fengum allar saman á æfingu á þriðjudag. Það hafði smá áhrif en sem betur fer ekki í dag," sagði Stefán að lokum.Rakel Dögg Bragadóttir: Fram endaði ofar og er líklegra til að fara í úrslit Rakel Dögg Bragadóttir, þjálfari Stjörnunnar, var niðurlút eftir tapið. Hún og þjálfarateymi Stjörnunnar héldu langan fund með liðinu inni í klefa eftir leik. "Það var mikil barátta hjá báðum liðum og góðar varnir. Sigurinn féll þeim megin í dag. Þær eru með hörkulið og það var enginn að búast við því að við færum 3-0 í gegnum þetta. Fram endaði ofar í deildinni og eru líklegri til að fara í úrslit á móti Gróttu. Eins marks tap í dag er enginn heimsendir. Það er klárlega margt sem við getum gert betur," sagði Rakel. "Við vorum að fá fullt af góðum færum. En við vorum ekki að skjóta vel og markvörður þeirra að verja vel. Við spilum fína vörn og allt í lagi markvörslu. Mér fannst við reyndar getað fengið betri markvörslu. Mér finnst margir eiga talsvert inni og spurning um að ná því fram á laugardaginn," sagði Rakel og bætti við að hún búist við mjög jöfnu einvígi. "Þetta eru tvö góð lið, lið sem hafa verið í toppbaráttu undanfarin ár. Það var við því að búast að þetta yrði jafnt. Þetta verður bara barátta frá fyrsta leik og til þess síðasta," sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira