Fótbolti

Nordsjælland aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðmundur er fastamaður í liði Nordsjælland.
Guðmundur er fastamaður í liði Nordsjælland. mynd/fc nordsjælland
Nordsjælland komst aftur á sigurbraut þegar liðið lagði botnlið Silkeborg að velli, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Nordsjælland hafði tapað tveimur leikjum í röð fyrir leikinn í dag.

Emiliano Marcondes skoraði eina mark leiksins á 34. mínútu.

Með sigrinum komst Nordsjælland upp í 5. sæti deildarinnar en liðið er með 38 stig, líkt og Randers og Bröndby sem eru í 3. og 4. sæti. Lærisveinar Ólafs Kristjánssonar hafa leikið leik fleira en bæði Randers og Bröndby.

Guðmundur Þórarinsson lék allan leikinn á miðjunni hjá Nordsjælland en Guðjón Baldvinsson kom inn á sem varamaður eftir 74. mínútna leik. Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson sátu allan tímann á varamannabekknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×