Undanþágunefnd Dýralæknafélag Íslands samþykkti í gær takmarkaða slátrun á kjúklingum frá búum þar sem dýravelferðarþættir voru komnir að hættumörkum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM.
Leyfð var slátrun 50.000 kjúklinga og tæplega 1000 kalkúna.
Beiðnin barst undanþágunefndinni í gær en áður hafði ekki verið óskað eftir undanþágu til slátrunar vegna dýravelferðar.
Dýralæknar hófu verkfall síðastliðinn mánudag. Ekki má slátra dýrum á meðan á verkfallinu stendur þar sem dýralæknar þurfa að vera viðstaddir slátranir.
Veita undanþágu til slátrunar á 50.000 kjúklingum

Tengdar fréttir

Búist við kjötskorti
Dýralæknar eru meðal stétta Bandalags háskólamanna sem boðað hafa verkfall frá og með næsta mánudegi. Dragist verkfallið á langinn hverfur fersk kjötvara hratt úr búðum. Tæki og skepnur fara ekki yfir varnarlínur og hluti útflutnings truflast.

Kjúklinga- og svínaræktun í hættu vegna verkfallsaðgerða
Verkfall dýralækna getur stórskaðað kjúklinga- og svínaframleiðslu. Stórvandamál á nokkrum dögum, segir formaður Bændasamtakanna. Verður að huga að velferð dýranna, segir framleiðandi. Enginn kjötinnflutningur.

Félag atvinnurekenda: Ráðuneytið gefi út opinn tollkvóta vegna yfirvofandi kjötskorts
Félag atvinnurekenda hefur sent atvinnuvegaráðuneytinu erindi og farið fram á að ráðgjafarnefnd um inn- og útflutning landbúnaðarafurða verði kölluð saman.

Verkfall Matvælastofnunar: "Í mínum huga mættu þeir vera í verkfalli til eilífðar“
Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir verkfall Matvælastofnunar "algjöran hrylling“.