Jón Heiðar: Líklega minn síðasti handboltaleikur Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2015 19:22 Jón Heiðar Gunnarsson hefur skorað sitt síðasta mark. vísir/ernir Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR, spilaði líklega sinn síðasta handboltaleik þegar ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í ævintýralegum oddaleik, en meira um þann leik má lesa hér. Vísir greip Jón Heiðar að tali í leikslok. „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Jón Heiðar Gunnarsson, línumaður ÍR, spilaði líklega sinn síðasta handboltaleik þegar ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í kvöld. ÍR tapaði fyrir Aftureldingu í ævintýralegum oddaleik, en meira um þann leik má lesa hér. Vísir greip Jón Heiðar að tali í leikslok. „Þetta er ansi svekkjandi, en þetta er að komast inn. Þetta eru gífurleg vonbrigði," sagði Jón Heiðar í leikslok. „Heilt yfir erum við að spila fínan leik. Þetta eru tvö frábær handboltalið og mikið um mjög góða takta. Við erum betri stóra hluta leiksins og seinni hálfleikurinn var mjög góður." „Við vorum lengi í gang varnarlega, en lokuðum vörninni í síðari hálfleik. Við leiddum í seinni hálfleik, en við erum bara klaufar. Við erum þremur mörkum yfir þegar ein og hálf mínúta er eftir." „Við fórum dálítið á taugum sóknarlega. Við misstum boltann þrisvar á skömmum tíma og það ræður úrslitum. Við gefum þeim þetta á silfurfati," en hvað gerðist í síðastu sókninni þegar boltinn var dæmdur af ÍR? „Hann dæmir leiktöf. Þetta er dálítið umdeildur dómur. Við vorum búnir að vera í tuttugu sekúndur í sókn og Sturla fer í árás. Við héldum að það hafi verið brotið á honum, en það var ekkert dæmt." „Í staðinn fer höndin upp og þetta gerist allt rosalega hratt. Ég á eftir að sjá þetta á myndbandi, en mér fannst þetta ansi harður dómur. Það er ekki við það að sakast. „Við erum bara klaufar og klúðruðum þessu í síðustu sóknunum án þess að gera lítið úr Aftureldingu. Þetta eru bara tvö frábær lið." ÍR kom mörgum á óvart með því að fara eins langt og raunin var. Hann segir að markmiðið hafi alltaf verið að verða Íslandsmeistarar. „Markmiðið var að fara alla leið og verða Íslandsmeistarar. Ég á eftir að verða Íslandsmeistari, en búinn að vinna flest annað. Menn spáðu okkur fyrst sjötta sæti, spáðu að við myndum detta út fyrir Akureyri og svo detta út fyrir Aftureldingu." „Menn hafa ekki haft mikla trú á okkur, en ég er gífurlega ánægður með hópinn. Við erum hársbreidd frá því að fara í úrslit, en heilt yfir erum við að spila yfir væntingum annara." „Þetta var líklega minn síðasti handboltaleikur og að sjálfsögðu hefði það verið skemmtilegra að klára þetta með sigri," sagði þessi frábæri línumaður að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Toppsætið endurheimt með átta marka stórsigri Fótbolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Körfubolti Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Enski boltinn Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Kristian aftur í leikmannahópi Ajax | Sverrir stóð í vörn Panathinaikos Fótbolti „Erum lágvaxið lið í þessum glugga og þurfum að vera villingar“ Sport Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvö mörk á tveimur mínútum tryggðu sigur Fótbolti Fleiri fréttir Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira