Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-21 | Fram verndaði heimavöllinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. apríl 2015 13:44 vísir/vilhelm Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena. Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena.
Olís-deild kvenna Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira