Umfjöllun og viðtöl: Fram - Stjarnan 23-21 | Fram verndaði heimavöllinn Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 27. apríl 2015 13:44 vísir/vilhelm Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena. Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira
Fram lagði Stjörnuna 23-21 í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna í handbolta á heimavelli í kvöld og er komið með 2-1 forystu í einvíginu. Gríðarleg spenna var í leiknum og hart barist en Fram var yfir nánast frá upphafi leiks þó munurinn væri aldrei mikill. Aðall beggja liða er sterkur varnarleikur og áttu bæði lið í þó nokkrum vandræðum í uppstilltum sóknarleik. Liðin reyndu því að keyra upp hraðann og fá auðveldu mörkin og nýta sér skiptingar á milli sóknar og varnar. Fram var allan tíman á undan og var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11. Það má segja að góð byrjun Fram á seinni hálfleik hafi ráðið úrslitum í lokin því Hafdís Lilja Torfadóttir lokaði markinu á löngum kafla og Fram náði mest fjögurra marka forystu. Ef ekki hefði verið fyrir fjölda tapað bolta á þessum leikkafla hefði Fram getað ná enn betra forskoti. Stjarnan gafst aldrei upp og náði að minnka muninn í eitt mark en náði aldrei að jafna. Í stöðunni 22-20 varði Florentina Stanciu víti og í kjölfarið skoraði Stjarnan og Fram missti mann af leikvelli þegar mínúta var eftir af leiknum. Stjarnan náði ekki að nýta það því Nataly Sæunn Valencia lék reka sig klaufalega af velli og Fram nýtti það með að gera út um leikinn. Liðin mætast á ný á fimmtudaginn í Mýrinni, heimavelli Stjörnunnar á fimmtudaginn og þar getur Fram tryggt sér sæti í úrslitum, að öðrum kosti þurfa liðin að mætast á ný í oddaleik í Safamýri. Marthe: Núna mættum við tilbúnar til leiks„Mér fannst liðsheildin mjög góð og við þjöppuðum vörnina betur saman þegar við vorum einum færri og tveimur færri líka. Við héldum haus,“ sagði Marthe Sördal vinstri hornamaður Fram eftir sigurinn í kvöld. Nataly Sæunn braut á Marthe þegar hún fékk brottvísun í síðustu sókn Fram sem réð að lokum úrslitum í leiknum því með jafn marga leikmenn inni á vellinum tókst Fram að skora síðasta mark leiksins. „Ég leysti inn og ætlaði að fá boltann frá Heklu. Nataly ýtti aðeins á mig þannig að ég datt og fékk 2 mínútur. „Vörnin stóð sig mjög vel í öllum leiknum. Við mættum tilbúnar til leiks sem við gerðum ekki í síðasta leik. „Núna mættum við tilbúnar til leiks í næsta leik eins og í leikjunum tveimur hér í Framheimilinu og sjáum hvað gerist. „Það er frábær markvarsla og vörn sem skilar þessum sigrum. Hún er frábær hún Hafdís. Það var erfitt að missa Nadiu (Bordon) markmanninn okkar en Hafdís hefur komið sterk inn. Það kemur maður í manns stað,“ sagði Marthe. Helena: Staðráðnar í að klára síðasta leikinn í Safamýrinni„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og hefðum getað minnkað þetta betur og komist jafnvel yfir,“ sagði Helena Rut Örvarsdóttir skytta Stjörnunnar sem dró vagninn í sóknarleiknum hjá liðinu. „Við fengum gott tækifæri í lokin en vorum klaufar. „Við byrjum illa í seinni hálfleik og það munar því allan seinni hálfleikinn. Mér fannst við samt vera inni í þessu þó við værum undir. „Við skutum illa og fengum fín færi en hún varði vel í markinu. „Við erum staðráðnar í því að klára seinasta leikinn í Safamýrinni og leikinn heima í Mýrinni. Það þarf að sækja einn leik hingað en við þurfum fyrst að taka næsta leik heima,“ sagði Helena.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti „Snorri á alla mína samúð“ Handbolti Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Handbolti Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Handbolti Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Handbolti Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Handbolti Fleiri fréttir Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Króatar Dags í góðri stöðu en Ísland í þröngri stöðu Lærisveinar Arons úr leik eftir tap í framlengdum leik „Þetta er þungt“ „Ég trúi ekki að við unnum ekki í dag“ „Þrjár eða fjórar sekúndur sem eru krítískar á þessum tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Sviss: Magalending í Malmö „Þetta er algjör viðbjóður akkúrat núna“ Svona er staðan: Strákarnir okkar þurfa að treysta á sænskt eða króatískt tap Tölur á móti Sviss: Sviss með 25 mörk eftir að hafa opnað íslensku vörnina Sviss - Ísland 38-38 | Strákarnir okkar stálu stigi eftir slakan leik Mætir sínu gamla landsliði í miklum grannaslag í riðli Íslands Myndasyrpa: Ekkert stopp á stemningunni í Malmö Viggó í hópnum gegn Sviss Vill Wille burt Bjarki Már reyndi að taka Óðin á taugum Segir að hrokinn hafi orðið Frökkum að falli Erfitt fyrir Íslendinga að komast að: „Það er bara uppselt“ „Eru ekki öll lið bananahýði?“ Sjá meira