Sýslumaður á Norðurlandi eystra skorar á meðlimi trúfélagsins Zuism að gefa sig fram Birgir Olgeirsson skrifar 27. apríl 2015 13:54 Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra er með aðsetur á Húsavík. Vísir/GVA „Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum. Trúmál Zuism Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira
„Það hefur enginn gefið sig fram,“ segir Halldór Þormar Halldórsson, starfsmaður embættis sýslumannsins á Norðurlandi eystra, sem hefur skorað á þá sem telja sig veita trúfélaginu Zuism forstöðu eða sitja í stjórn þess að gefa sig fram. Áskorunin var birt í Lögbirtingablaðinu fyrir sléttri viku og var meðlimum trúfélagsins gefinn tveggja vikna frestur til að verða við þessari áskorun. Um síðustu áramót voru þrír skráðir í félagið en nú stendur til að taka félagið af skrá og þarf að tilkynna afskráninguna til forstöðumannsins. Samkvæmt reglugerð innanríkisráðuneytisins sem tók gildi í fyrra þarf að lágmarki 25 meðlimi svo heimilt sé að skrá trúfélag eða lífskoðunarfélag. „Þetta er almenn aðferð sem er farin ef þarf að birta einhverjum eitthvað. Í þessu tilviki höfðum við tilkynningu um hver var forstöðumaður en hann telur sig ekki vera það lengur og ekki svara fyrir félagið. Þá verðum við að óska eftir því að forstöðumaðurinn gefi sig fram,“ segir Halldór Þormar í samtali við Vísi um málið. Hann á ekki mikla von á því að einhver gefi sig fram úr þessu. „Án þess að ég geti sagt eitthvað til um það fyrir fram.“Stundinfjallaði um trúfélagið fyrr í mánuðinum en þar kom fram að Ólafur Helgi Þorgrímsson hefði verið forstöðumaður Zuism. Hann sagði við Stundina að hann hefði einungis verið nokkra mánuði í félaginu og viti lítið um starfsemi þess í dag. Zuismi voru trúarbrögð þeirra sem byggðu Súmer, landsvæði í Efratdalnum í Mesópótamíu en þar þróaðist blómleg menning um 3.500 árum fyrir Krist. Þar var því trúað að heiminum væri stjórnað af ódauðlegum verum sem höfðu mennska ásýnd en bjuggu yfir ofurmannlegum kröftum.
Trúmál Zuism Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Sjá meira