VR sleit einnig kjaraviðræðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. apríl 2015 15:26 Ólafía minnir á að um 30 þúsund félagsmenn séu hjá VR og 5000 félagsmenn hjá LÍV. Vísir/Anton Brink Allt stefnir í verkfall um 35 þúsund félagsmanna VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna í lok maí. Viðræðum VR og LÍV við Samtök atvinnulífsins í Karphúsinu var slitið um klukkan þrjú í dag. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sagði við Vísi skömmu eftir fundinn að samtalið væri orðið árangurslaust. Óskað hefði verið eftir því að það yrði fært til bókar og fundi slitið. „Í framhaldinu verð ég með stjórnarfund í kvöld og trúnaðarráðsfund þar sem ég mun fara yfir stöðuna með trúnaðarráði félagsins og taka síðan ákvarðanir um framhaldið,“ segir Ólafía.Lítið rætt kröfur VR og LÍV Forsvarsmenn VR og LÍV hafa fundað endurtekið með fulltrúm SA undanfarnar vikur. „Þeir hafa hingað til alltaf viljað nálgast viðfangsefnið út frá heildarvinnumarkaði og lítið rætt okkar kröfur,“ segir Ólafía. Nú hafi viðræðum hins vegar verið slitið. „Við höfum hins vegar verið að ráða ákveðna þætti inn í efnishluta samningsins hvað varðar starfsmenntamál. Okkur hefur miðað ágætlega í þeim efnum við Samtök atvinnulífsins en ekkert sem gerir það að verkum að hægt sé að fara að skrifa undir kröfugerðina okkar í heild sinni.“35 þúsund í félögunum tveimur Ólafía minnir á að um 30 þúsund félagsmenn séu hjá VR og 5000 félagsmenn hjá LÍV. Að loknum fundinum í kvöld komi í ljós næstu skref. „Því miður bendir allt til þess að við séum að fara hér í verkfall í lok maí. En við skulum vona að menn nái einhverri niðurstöðu fyrir þann tíma.“Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Flóabandalagið hefði slitið viðræðum við SA. Þau verkalýðsfélög sem tilheyra Flóabandalaginu eru Efling, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur en þeim tilheyra um 21 þúsund manns. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. 26. apríl 2015 19:30 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Allt stefnir í verkfall um 35 þúsund félagsmanna VR og Landssambands íslenskra verslunarmanna í lok maí. Viðræðum VR og LÍV við Samtök atvinnulífsins í Karphúsinu var slitið um klukkan þrjú í dag. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, sagði við Vísi skömmu eftir fundinn að samtalið væri orðið árangurslaust. Óskað hefði verið eftir því að það yrði fært til bókar og fundi slitið. „Í framhaldinu verð ég með stjórnarfund í kvöld og trúnaðarráðsfund þar sem ég mun fara yfir stöðuna með trúnaðarráði félagsins og taka síðan ákvarðanir um framhaldið,“ segir Ólafía.Lítið rætt kröfur VR og LÍV Forsvarsmenn VR og LÍV hafa fundað endurtekið með fulltrúm SA undanfarnar vikur. „Þeir hafa hingað til alltaf viljað nálgast viðfangsefnið út frá heildarvinnumarkaði og lítið rætt okkar kröfur,“ segir Ólafía. Nú hafi viðræðum hins vegar verið slitið. „Við höfum hins vegar verið að ráða ákveðna þætti inn í efnishluta samningsins hvað varðar starfsmenntamál. Okkur hefur miðað ágætlega í þeim efnum við Samtök atvinnulífsins en ekkert sem gerir það að verkum að hægt sé að fara að skrifa undir kröfugerðina okkar í heild sinni.“35 þúsund í félögunum tveimur Ólafía minnir á að um 30 þúsund félagsmenn séu hjá VR og 5000 félagsmenn hjá LÍV. Að loknum fundinum í kvöld komi í ljós næstu skref. „Því miður bendir allt til þess að við séum að fara hér í verkfall í lok maí. En við skulum vona að menn nái einhverri niðurstöðu fyrir þann tíma.“Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Flóabandalagið hefði slitið viðræðum við SA. Þau verkalýðsfélög sem tilheyra Flóabandalaginu eru Efling, Hlíf í Hafnarfirði og Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur en þeim tilheyra um 21 þúsund manns.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07 Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. 26. apríl 2015 19:30 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Flóabandalagið búið að slíta kjaraviðræðum við SA Formaður Eflingar segir allt stefna í verkfall hjá sínu fólki en um 21 þúsund manns tilheyra Flóabandalaginu. 27. apríl 2015 12:07
Bændur geta grisjað bú sín - "siðleysi" segir formaður svínaræktenda Talsmaður dýralækna hafnar alfarið þeirri gagnrýni að dýralæknar séu í verkfalli á kostnað dýravelferðar. 26. apríl 2015 19:30