Hvers vegna rotna McDonalds hamborgarar ekki? ingvar haraldsson skrifar 27. apríl 2015 16:14 Síðasti McDonalds hamborgarinn sem seldur var hér á landi er á Bus Hostel og er nánast eins og nýr. vísir/stöð 2 Hvers vegna rotna McDonalds hamborgar ekki? Þessari spurningu hefur oft verið velt upp. Síðasti McDonalds hamborgaranum sem seldur var hér á landi árið 2009 er geymdur á Bus Hostel og er nánast eins og nýr. Hægt er að fylgjast með hamborgaranum í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél á heimasíðu gistiheimilisins.Sjá einnig: Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíðBuzzfeed birti nýlega myndband af hamborgunum sjö skyndibitastaða sem geymdir voru í glerkrukkum í 30 daga. Allir hamborgarnir mygluðu, fyrir utan McDonalds hamborgarann. Nú hefur vísindavefurinn IFLScience reynt að svara því hvers vegna hamborgarar frá skyndibitarisanum rotna ekki. Bent er á rannsókn J. Kenji López-Alt, kokks og stjórnanda bloggsins Serious Eats, á því hvers vegna McDonalds hamborgar virðast ekki rotna. Hann matreiddi níu mismunandi samsetningar af hamborgurum og brauði, ýmist frá McDonalds eða að heiman. Hann geymdi hamborgana alla umbúðalausa í ríflega þrjár vikur. Eftir þann tíma hafði enginn af hamborgurunum rotnað, hvorki frá McDonalds, né þeir heimagerðu.Því komst bloggarinn að þeirri niðurstöðu að rakastig hamborgarans hafi skipt mestu máli. Hamborgararnir töpuðu allir fjórðungi af þyngd sinni á fyrstu vikunni. Það bendi til þess að þeir hafi þornað upp. Bent er á að hamborgarar McDonalds eru þunnir og hafa stóran yfirborðsflöt og eru þorna því upp áður en þeir byrja að mygla. López-Alt prófaði einnig að geyma bæði heimagerðan og McDonalds hamborgara í lokuðum plastpoka í viku. Báðir hamborgararnir voru farnir að mygla í lok vikunnar og sýndi þar með fram á að McDonalds hamborgarar geta myglað, séu aðstæður réttar. Tengdar fréttir Smakkaði tveggja ára gamlan hamborgara: Spýtti bitanum út úr sér Pétur Rúnar Heimisson hjá Hvíta húsinu fékk sér bita af McDonald's-borgara frá árinu 2012. 27. nóvember 2014 15:10 Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíð Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. 25. janúar 2015 20:00 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hvers vegna rotna McDonalds hamborgar ekki? Þessari spurningu hefur oft verið velt upp. Síðasti McDonalds hamborgaranum sem seldur var hér á landi árið 2009 er geymdur á Bus Hostel og er nánast eins og nýr. Hægt er að fylgjast með hamborgaranum í beinni útsendingu í gegnum vefmyndavél á heimasíðu gistiheimilisins.Sjá einnig: Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíðBuzzfeed birti nýlega myndband af hamborgunum sjö skyndibitastaða sem geymdir voru í glerkrukkum í 30 daga. Allir hamborgarnir mygluðu, fyrir utan McDonalds hamborgarann. Nú hefur vísindavefurinn IFLScience reynt að svara því hvers vegna hamborgarar frá skyndibitarisanum rotna ekki. Bent er á rannsókn J. Kenji López-Alt, kokks og stjórnanda bloggsins Serious Eats, á því hvers vegna McDonalds hamborgar virðast ekki rotna. Hann matreiddi níu mismunandi samsetningar af hamborgurum og brauði, ýmist frá McDonalds eða að heiman. Hann geymdi hamborgana alla umbúðalausa í ríflega þrjár vikur. Eftir þann tíma hafði enginn af hamborgurunum rotnað, hvorki frá McDonalds, né þeir heimagerðu.Því komst bloggarinn að þeirri niðurstöðu að rakastig hamborgarans hafi skipt mestu máli. Hamborgararnir töpuðu allir fjórðungi af þyngd sinni á fyrstu vikunni. Það bendi til þess að þeir hafi þornað upp. Bent er á að hamborgarar McDonalds eru þunnir og hafa stóran yfirborðsflöt og eru þorna því upp áður en þeir byrja að mygla. López-Alt prófaði einnig að geyma bæði heimagerðan og McDonalds hamborgara í lokuðum plastpoka í viku. Báðir hamborgararnir voru farnir að mygla í lok vikunnar og sýndi þar með fram á að McDonalds hamborgarar geta myglað, séu aðstæður réttar.
Tengdar fréttir Smakkaði tveggja ára gamlan hamborgara: Spýtti bitanum út úr sér Pétur Rúnar Heimisson hjá Hvíta húsinu fékk sér bita af McDonald's-borgara frá árinu 2012. 27. nóvember 2014 15:10 Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíð Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. 25. janúar 2015 20:00 Mest lesið Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Smakkaði tveggja ára gamlan hamborgara: Spýtti bitanum út úr sér Pétur Rúnar Heimisson hjá Hvíta húsinu fékk sér bita af McDonald's-borgara frá árinu 2012. 27. nóvember 2014 15:10
Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíð Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. 25. janúar 2015 20:00