Sjá einnig: Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíð
Buzzfeed birti nýlega myndband af hamborgunum sjö skyndibitastaða sem geymdir voru í glerkrukkum í 30 daga. Allir hamborgarnir mygluðu, fyrir utan McDonalds hamborgarann.
Nú hefur vísindavefurinn IFLScience reynt að svara því hvers vegna hamborgarar frá skyndibitarisanum rotna ekki.
Bent er á rannsókn J. Kenji López-Alt, kokks og stjórnanda bloggsins Serious Eats, á því hvers vegna McDonalds hamborgar virðast ekki rotna. Hann matreiddi níu mismunandi samsetningar af hamborgurum og brauði, ýmist frá McDonalds eða að heiman. Hann geymdi hamborgana alla umbúðalausa í ríflega þrjár vikur. Eftir þann tíma hafði enginn af hamborgurunum rotnað, hvorki frá McDonalds, né þeir heimagerðu.
López-Alt prófaði einnig að geyma bæði heimagerðan og McDonalds hamborgara í lokuðum plastpoka í viku. Báðir hamborgararnir voru farnir að mygla í lok vikunnar og sýndi þar með fram á að McDonalds hamborgarar geta myglað, séu aðstæður réttar.