Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:30 Einar Pálmi Sigmundsson. Vísir/GVA Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun og hafa sem forstöðumaður eigin viðskipta stuðlað að miklum kaupum á hlutabréfum bankans í sjálfum sér. Á það að hafa verið gert með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Saksóknari spilaði um 10 mínútna bút af upptökunni þar sem Einar segir meðal annars 80% af heildareign hlutabréfa eigin viðskipta sé í Kaupþingi. „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.”„Höfum engan áhuga á að stjórna gengi Kaupþings” Starfsmaður innri endurskoðunar spyr hann síðan hvort að eigin viðskipti gætu ekki tæknilega haldið uppi verði hlutabréfa Kaupþings. „Já, tæknilega...” svarar Einar. „Blekkt markaðinn tæknilega?” „Já, ég held...” „Erum við þá ekki komin inn á eitthvað grátt svæði?” Einar útskýrir þá að félög á markaði séu alltaf að reyna að laga stöðu sína, meðal annars hinir stóru viðskiptabankarnir á Íslandi, Glitnir og Landsbankinn. Hann segir síðan: „Við höfum reynt að hafa þetta þannig að vera ekki of mikill kaupandi. Við höfum engan áhuga á að stjórna gengi Kaupþings og við höfum í raun verið sá banki sem hefur minnst haldið við sitt gengi.” Einar og starfsmenn innri endurskoðunar ræða svo um það sín á milli að í raun sé ekki hægt að stjórna gengi hlutabréfa Kaupþings. Til þess sé bankinn alltof stór og of mikið “flot” á honum á markaðnum.Öllum fannst Kaupþing vera á góðu verði Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Einar út í þennan fund lagði sakborningurinn áherslu á það að fundurinn yrði skoðaður í heild. Ekki væri hægt að kippa einni og einni setningu út. „Ef ég hefði verið að gera eitthvað ólöglegt þá er ég ekki viss um að ég hefði verið að segja innri endurskoðun frá öllu þessu. Allt samtalið er rétt og þú verður að skoða það sem þarna er sagt í samhengi. Þá er þetta allt satt og rétt.” Einar sagði svo að þeim hafi öllum fundist Kaupþing vera á góðu verði allan tímann. „Við vorum alltaf mjög jákvæðir á Kaupþing þó að markaðir hafi verið erfiðir.” Saksóknari spurði hann þá út í það að þeir hafi tæknilega séð getað blekkt markaðinn, að hann hafi sagt það á fundinum. Einar þvertók fyrir það. „Ég er ekki að segja það. Innri endurskoðun er að segja það og ég kemst ekki að til að svara. Ég er að segja að það eru allir með þessa viðskiptavaka og seinna segi ég svo að þetta [að blekkja markaðinni] sé ekki hægt með Kaupþing.” Dómþingi var slitið klukkan 16 í dag. Saksóknari gerir ráð fyrir að allur dagurinn á morgun fari í að spyrja Einar Pálma út úr og þá eiga verjendur eftir að spyrja sinna spurninga. Samkvæmt dagskrá á skýrslutöku yfir honum að ljúka á hádegi á miðvikudag og sest þá umtalaðasti maður aðalmeðferðarinnar hingað til, Ingólfur Helgason, í vitnastúkuna. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. Einar Pálmi er ákærður fyrir að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun og hafa sem forstöðumaður eigin viðskipta stuðlað að miklum kaupum á hlutabréfum bankans í sjálfum sér. Á það að hafa verið gert með það að augnamiði að halda verði bréfanna uppi. Saksóknari spilaði um 10 mínútna bút af upptökunni þar sem Einar segir meðal annars 80% af heildareign hlutabréfa eigin viðskipta sé í Kaupþingi. „Það helgast bara af því að við höfum verið að sjá til þess að bréfin lækki ekki of mikið eða of hratt. [...] Það er ekki út af því að okkur langi svo mikið að kaupa Kaupþing. Alls ekki. [...] Áður en krísan byrjaði 18. júlí [2007] áttum við nánast ekkert í Kaupþingi en nú eigum við marga marga milljarða.”„Höfum engan áhuga á að stjórna gengi Kaupþings” Starfsmaður innri endurskoðunar spyr hann síðan hvort að eigin viðskipti gætu ekki tæknilega haldið uppi verði hlutabréfa Kaupþings. „Já, tæknilega...” svarar Einar. „Blekkt markaðinn tæknilega?” „Já, ég held...” „Erum við þá ekki komin inn á eitthvað grátt svæði?” Einar útskýrir þá að félög á markaði séu alltaf að reyna að laga stöðu sína, meðal annars hinir stóru viðskiptabankarnir á Íslandi, Glitnir og Landsbankinn. Hann segir síðan: „Við höfum reynt að hafa þetta þannig að vera ekki of mikill kaupandi. Við höfum engan áhuga á að stjórna gengi Kaupþings og við höfum í raun verið sá banki sem hefur minnst haldið við sitt gengi.” Einar og starfsmenn innri endurskoðunar ræða svo um það sín á milli að í raun sé ekki hægt að stjórna gengi hlutabréfa Kaupþings. Til þess sé bankinn alltof stór og of mikið “flot” á honum á markaðnum.Öllum fannst Kaupþing vera á góðu verði Þegar Björn Þorvaldsson, saksóknari, spurði Einar út í þennan fund lagði sakborningurinn áherslu á það að fundurinn yrði skoðaður í heild. Ekki væri hægt að kippa einni og einni setningu út. „Ef ég hefði verið að gera eitthvað ólöglegt þá er ég ekki viss um að ég hefði verið að segja innri endurskoðun frá öllu þessu. Allt samtalið er rétt og þú verður að skoða það sem þarna er sagt í samhengi. Þá er þetta allt satt og rétt.” Einar sagði svo að þeim hafi öllum fundist Kaupþing vera á góðu verði allan tímann. „Við vorum alltaf mjög jákvæðir á Kaupþing þó að markaðir hafi verið erfiðir.” Saksóknari spurði hann þá út í það að þeir hafi tæknilega séð getað blekkt markaðinn, að hann hafi sagt það á fundinum. Einar þvertók fyrir það. „Ég er ekki að segja það. Innri endurskoðun er að segja það og ég kemst ekki að til að svara. Ég er að segja að það eru allir með þessa viðskiptavaka og seinna segi ég svo að þetta [að blekkja markaðinni] sé ekki hægt með Kaupþing.” Dómþingi var slitið klukkan 16 í dag. Saksóknari gerir ráð fyrir að allur dagurinn á morgun fari í að spyrja Einar Pálma út úr og þá eiga verjendur eftir að spyrja sinna spurninga. Samkvæmt dagskrá á skýrslutöku yfir honum að ljúka á hádegi á miðvikudag og sest þá umtalaðasti maður aðalmeðferðarinnar hingað til, Ingólfur Helgason, í vitnastúkuna.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13 Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Setti spurningamerki við mikil afskipti Ingólfs af deild eigin viðskipta Einar Pálmi Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings á ákærutímabilinu, situr nú fyrir svörum Björns Þorvaldssonar, saksóknara. 27. apríl 2015 11:13
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02