Segist ekki vita hvaðan fulltrúar Orku Energy flugu til Kína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 27. apríl 2015 21:00 Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir fulltrúa fyrirtækisins ekki hafa verið hluti af opinberri sendinefnd Íslands. Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún. Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Sirrý Hallgrímsdóttir, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, segir að ráðuneytinu hafi ekki verið kunnugt um hvaðan þeir fulltrúar Orku Energy sem flugu til Kína og tóku þátt í vinnuferð ráðherrans þar í landi í mars síðastliðnum komu. Þeir hafi hins vegar ekki verið með í sendinefnd ráðuneytisins.Sjá einnig: Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 „Bent hefur verið á að í drögum að dagskrá, sem sendiráð Íslands í Kína sendi ráðuneytinu, komi fram að aðilar í viðskiptasendinefndinni hafa komið að utan (e. arrivalfromabroad). Sökum þess að þessir aðilar voru ekki í sendinefnd ráðuneytisins hefur það ekki - og hafði ekki 8. apríl sl. - upplýsingar um hvaðan þeir komu nema að því leyti að þeir komu ekki frá Íslandi,“ segir hún í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu um málið. Vefurinn Hringbraut birti dagskrárdrögin fyrr í dag. „Ráðuneytið dró því þær ályktanir að þeir hefðu verið staddir í Kína. Um ferðir fulltrúanna verður því að vísa til viðkomandi fyrirtækja eða sendiráðsins,“ segir hún. Í dagskrárdrögunum segir að þrír af fimm fulltrúum fyrirtækisins í ferðinni hafi komið til Kína að utan en ekki er tilgreint hvaða þeir komu. Málið hefur verið til umræðu eftir að bent var á að í hagsmunaskráningu ráðherrans segir að hann sinni ráðgjafastörfum fyrir Orku Energy. Illugi hefur sagt að hagsmunaskráningin sé úrelt og að hann sinni ekki störfum fyrir fyrirtækið; það hafi hann gert þegar hann tók sér tímabundið leyfi frá þingstörfum. Sirrý segir í svari sínu til fréttastofu að viðskiptasendinefndin, sem fulltrúar Orku Energy og fulltrúar frá Marel hafi tilheyrt, hafi ekki verið í hinni opinberu sendinefnd. „[F]erðir fulltrúa hennar voru ekki skipulagðar af ráðuneytinu og samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum 8. apríl sl. komu viðkomandi fulltrúar í viðskiptasendinefndinni ekki til fundanna í Kína frá Íslandi og því talið að þeir hefðu þá þegar verið staddir í Kína,“ segir hún.
Alþingi Tengdar fréttir Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33 Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48 Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31 Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Borgar 230 þúsund krónur í leigu á mánuði Illugi Gunnarsson segist hafa staðið illa fjárhagslega eftir hrunið. 27. apríl 2015 12:33
Illugi segist hafa selt íbúðina í maí 2013 Afsal að eigninni var þinglýst í júlí á síðasta ári. 27. apríl 2015 18:48
Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna íbúðar Illuga Íbúðin var seld eignarhaldsfélagi í eigu stjórnarformanns Orku Energy fyrir 53,5 milljónir á síðasta ári. 27. apríl 2015 11:31
Sagði ekkert óeðlilegt við samband sitt við Orku Energy Illugi Gunnarsson seldi stjórnarformanni Orku Energy ehf. fyrirtæki og húsnæði sitt við Ránargötu sem hann nú leigir eftir að hann varð ráðherra. Illugi vann áður ráðgjafarstörf fyrir OE vegna umsvifa þess í Asíu. 27. apríl 2015 07:00