Bjarni segist bera traust til Illuga: Þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 27. apríl 2015 19:45 Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi. Hann hafi ekki gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum af eigin frumkvæði á sínum tíma. Hann hafi síðan sagt að hagsmunatengslununum væri lokið, en síðan hafi komið í ljós að persónulegir og fjárhagslegir hagsmunir séu viðvarandi. Það sé ámælisvert að hann hafi ekki gert grein fyrir því. Illugi seldi fyrirtækinu OG Capital íbúð sína eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar stjórnarformanns Orka Energy. Illugi segir að íbúðasalan hafi verið vegna fjárhagserfiðleika en skömmu áður en kaupin gengu í gegn var var hann viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík eða í í desember 2013.‘ Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, á Ránargötu 6a. Illugi segist hinsvegar á Facebook síðu sinni greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði en íbúðin er tæpir 138 fermetrar. Bjarni Benediktsson sagðist byggja sína skoðun á því sem fram hefði komið enda hefði hann enga forsendu til annars. Hann útilokaði þó ekki að málið yrði tekið upp á vettvangi flokksins. Illugi hafi sjálfur komið á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hann muni líklega líka vilja gera það í þingflokknum. Hann hafi hinsvegar ekki verið á landinu í dag. Illugi og Orka Energy Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segist bera fullt traust til Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra þrátt fyrir fréttir um hagsmunatengsl hans og fyrirtækisins Orka Energy. Svandís Svavarsdóttir þingmaður VG segir ráðherrann hrekjast undan vindi. Hann hafi ekki gert grein fyrir þessum hagsmunatengslum af eigin frumkvæði á sínum tíma. Hann hafi síðan sagt að hagsmunatengslununum væri lokið, en síðan hafi komið í ljós að persónulegir og fjárhagslegir hagsmunir séu viðvarandi. Það sé ámælisvert að hann hafi ekki gert grein fyrir því. Illugi seldi fyrirtækinu OG Capital íbúð sína eftir að hafa tekið sæti sem menntamálaráðherra. OG Capital var í eigu Illuga árin 2011 og 2012 en er nú í eigu Hauks Harðarsonar stjórnarformanns Orka Energy. Illugi segir að íbúðasalan hafi verið vegna fjárhagserfiðleika en skömmu áður en kaupin gengu í gegn var var hann viðstaddur undirritun samnings milli Orku Energy og sveitarstjórnar Xianyang-héraðs á Hilton hotel í Reykjavík eða í í desember 2013.‘ Illugi vann ráðgjafarstörf fyrir Orku Energy á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum en þeim störfum lauk árið 2012. Hlutverk Illuga var að koma fyrirtækinu í samband við fjárfesta í Suðaustur-Asíu. Engum leigusamningi hefur verið þinglýst vegna leigu Illuga Gunnarssonar menntamálaráðherra, á Ránargötu 6a. Illugi segist hinsvegar á Facebook síðu sinni greiða 230 þúsund krónur í leigu á mánuði en íbúðin er tæpir 138 fermetrar. Bjarni Benediktsson sagðist byggja sína skoðun á því sem fram hefði komið enda hefði hann enga forsendu til annars. Hann útilokaði þó ekki að málið yrði tekið upp á vettvangi flokksins. Illugi hafi sjálfur komið á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hann muni líklega líka vilja gera það í þingflokknum. Hann hafi hinsvegar ekki verið á landinu í dag.
Illugi og Orka Energy Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira