Viðskipti innlent

Apple seldi 61,2 milljónir iPhone-síma

Tim Cook, forstjóri Apple.
Tim Cook, forstjóri Apple. vísir/getty
Ekkert lát er á raftækjasölu hugbúnaðar- og fjarskiptarisans Apple sem enn á ný hefur farið fram úr björtustu vonum fyrirtækisins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins seldust alls 61,2 milljónir iPhone-snjallsíma en heldur minna þó af iPad-spjaldtölvum, eða um 12,6 milljónir.

Salan á farsímunum stóð vel undir væntingum því lagt var upp með að ná að selja 58,1 milljón iPhone síma. IPad hefur þó selst í minni mæli á milli ára og er nú 23 prósent lægri en á sama tíma í fyrra.

Síðustu þrír mánuðir síðasta árs skiluðu jafnframt gríðarlegan gróða þegar nýjasta gerðin af iPhone-símanum kom út. Þá seldust tæpar 75 milljónir slíkra tækja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×