„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2015 11:21 Úr dómssal í gærmorgun. Vísir/GVA Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur í morgun spurt Einar Pálma Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga í janúar 2008. Fjöldi símtala og tölvupósta er borinn undir ákærða og hann spurður út úr þeim en Einar er sakaður um að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun. Á hann að hafa stuðlað að miklum hlutabréfakaupum Kaupþings í sjálfu sér með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Einar segist engu hafa ráðið Við skýrslutökuna hefur Einar lagt áherslu á það að hann hafi engu ráðið varðandi viðskipti deildar hans með hlutabréf í bankanum. Öll fyrirmæli hafi hann fengið frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Einar hefur þó ítrekað tekið fram að hann hafi ekki séð neitt óeðlilegt eða ólöglegt við það að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í eigin hlutabréfum. Slíkt hafi verið alþekkt á markaðnum og tíðkast lengi hjá bankanum sem og hinum stóru viðskiptabönkunum, Glitni og Landsbankanum. Saksóknari vill aftur á móti meina að það hafi ekki verið eðlilegt að útgefandi bréfanna sjálfra hafi verið með svo öfluga vakt í þeim. Hann hefur meðal annars sagt að viðskiptavaki kaupi og selji hlutabréf jöfnum höndum en það hafi deild eigin viðskipta ekki gert.Vildi selja en Ingólfur bannaði Undir þetta hefur Einar tekið að vissu leyti og komið hefur fram að hann hafi í janúar 2008 beðið Ingólf Helgason um leyfi til að selja hlutabréf í bankanum þar sem þeir „hafi tekið mikið inn á sig”. Vildi Einar selja á þinginu en Ingólfur bannaði honum það og sagðist ætla frekar að selja bréfin í „pökkum”, það er í utanþingsviðskiptum. „Við vildum stundum hopa og selja meira til að hafa meira jafnvægi í þessu,” sagði Einar. Saksóknari spurði hann þá hvers vegna Ingólfur vildi ekki selja á þinginu. Einar sagðist ekki geta svarað því; saksóknari yrði að spyrja Ingólf út í það.„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Með því að spila símtöl Einars við meðákærðu, meðal annars þá Pétur Kristinn Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson, sem voru verðbréfasalar hjá eigin viðskiptum, reynir saksóknari að sýna fram á að þeir hafi meðvitað haft það að markmiðið að halda verði hlutabréfanna uppi og/eða passa að þau lækkuðu ekki of mikið. Í einu símtalanna ræða Einar og Pétur um að “slá Kaupþing upp.” EPS: „Já, já, já. Við verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?” PKG: „Fá þetta upp áður en það fer aftur niður.” EPS: „Við verðum að fá það mikið upp.” PKG: „Já.” Saksóknari spurði Einar um hvað þeir væru að tala þarna. Var ákærði vægast sagt ósáttur við spurninguna. „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” Dómari virtist sammála Einari varðandi þetta og sagði saksóknara að fara yfir í næstu spurningu. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, hefur í morgun spurt Einar Pálma Sigmundsson, fyrrverandi forstöðumann eigin viðskipta Kaupþings, út í einstaka viðskiptadaga í janúar 2008. Fjöldi símtala og tölvupósta er borinn undir ákærða og hann spurður út úr þeim en Einar er sakaður um að hafa tekið þátt í allsherjarmarkaðsmisnotkun bankans á 11 mánaða tímabili fyrir hrun. Á hann að hafa stuðlað að miklum hlutabréfakaupum Kaupþings í sjálfu sér með það að augnamiði að halda verði þeirra uppi.Einar segist engu hafa ráðið Við skýrslutökuna hefur Einar lagt áherslu á það að hann hafi engu ráðið varðandi viðskipti deildar hans með hlutabréf í bankanum. Öll fyrirmæli hafi hann fengið frá Ingólfi Helgasyni, forstjóra Kaupþings á Íslandi. Einar hefur þó ítrekað tekið fram að hann hafi ekki séð neitt óeðlilegt eða ólöglegt við það að Kaupþing hafi verið með svokallaða óformlega viðskiptavakt í eigin hlutabréfum. Slíkt hafi verið alþekkt á markaðnum og tíðkast lengi hjá bankanum sem og hinum stóru viðskiptabönkunum, Glitni og Landsbankanum. Saksóknari vill aftur á móti meina að það hafi ekki verið eðlilegt að útgefandi bréfanna sjálfra hafi verið með svo öfluga vakt í þeim. Hann hefur meðal annars sagt að viðskiptavaki kaupi og selji hlutabréf jöfnum höndum en það hafi deild eigin viðskipta ekki gert.Vildi selja en Ingólfur bannaði Undir þetta hefur Einar tekið að vissu leyti og komið hefur fram að hann hafi í janúar 2008 beðið Ingólf Helgason um leyfi til að selja hlutabréf í bankanum þar sem þeir „hafi tekið mikið inn á sig”. Vildi Einar selja á þinginu en Ingólfur bannaði honum það og sagðist ætla frekar að selja bréfin í „pökkum”, það er í utanþingsviðskiptum. „Við vildum stundum hopa og selja meira til að hafa meira jafnvægi í þessu,” sagði Einar. Saksóknari spurði hann þá hvers vegna Ingólfur vildi ekki selja á þinginu. Einar sagðist ekki geta svarað því; saksóknari yrði að spyrja Ingólf út í það.„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ Með því að spila símtöl Einars við meðákærðu, meðal annars þá Pétur Kristinn Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson, sem voru verðbréfasalar hjá eigin viðskiptum, reynir saksóknari að sýna fram á að þeir hafi meðvitað haft það að markmiðið að halda verði hlutabréfanna uppi og/eða passa að þau lækkuðu ekki of mikið. Í einu símtalanna ræða Einar og Pétur um að “slá Kaupþing upp.” EPS: „Já, já, já. Við verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?” PKG: „Fá þetta upp áður en það fer aftur niður.” EPS: „Við verðum að fá það mikið upp.” PKG: „Já.” Saksóknari spurði Einar um hvað þeir væru að tala þarna. Var ákærði vægast sagt ósáttur við spurninguna. „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” Dómari virtist sammála Einari varðandi þetta og sagði saksóknara að fara yfir í næstu spurningu.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02 Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30 „Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54 Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Sagði Ingólf Helgason „framhandlegg“ og „tusku“ Hreiðars Más Líkt og áður er fjöldi símtala spilaður við aðalmeðferð í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings. 27. apríl 2015 13:02
Markaðsmisnotkunarmálið: Ræddu hvort að eigin viðskipti gætu „tæknilega blekkt markaðinn” Á meðal gagna í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings er upptaka frá fundi innri endurskoðunar bankans með Einari Pálma Sigmundssyni, forstöðumanns eigin viðskipta, í nóvember 2007. 27. apríl 2015 19:30
„Ég hef ekkert vald í Kaupþingi” Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta hjá Kaupþingi, var ekki alltaf klár á því hvaða skilaboð forstjórinn, Ingólfur Helgason, var að senda varðandi hlutabréfakaup bankans í sjálfum sér. 27. apríl 2015 16:54