Leið mjög illa dagana fyrir hrun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. apríl 2015 16:33 Einar Pálmi Sigmundsson, forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings, ásamt verjanda sínum. vísir/gva Eftir því sem líður á ákærutímabilið í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þeim mun minna er til af gögnum, eins og til dæmis símtölum og tölvupóstum. Til að mynda hafa hvorki símtöl né tölvupóstar frá seinustu dögum bankans í september og október 2008 skotið upp kollinum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, bað því Einar Pálma Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings og er einn af ákærðu í málinu, að lýsa sérstaklega því sem átti sér stað dagana 29. september-3. október 2008 fyrir dómnum. Á því tímabili jókst velta eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi gríðarlega en Kaupþing féll þann 8. október 2008. „Þetta voru sögulegir tímar og það var margt að gerast. Við vorum bjartsýnir, við vorum svarstýnir. Eigin viðskipti keyptu bréf og svo komu alltaf stórar sölur. Við sáum það til dæmis þegar við vorum komin í 5% mörkin þá kom Al Thani og keypti. Það þótti með ólíkindum að það kæmi svona fjársterkur aðili inn í Kaupþing og þetta voru gríðarlega jákvæðar fréttir sem vöktu mikla athygli,” sagði Einar.„Panikk” á markaði þegar Glitnir var þjóðnýttur Hann bætti því svo við að allir hafi orðið mjög bjartsýnir eftir kaup Al Thani í bankanum sem voru tilkynnt þann 22. september 2008. Eins og kunnugt er voru Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var hluthafi í Kaupþingi, dæmdir í fangelsi fyrir Al Thani-viðskiptin. Hreiðar, Sigurður og Magnús eru einnig á meðal ákærðu í markaðsmisnotkunarmálinu. „En svo fellur Glitnir frekar óvænt og það olli miklum straumhvörfum hér á Íslandi. Menn voru heldur ekki alveg vissir hvaða afstöðu þeir ættu að taka til falls Glitnis. Seðlabankinn og ríkisstjórnin héldu að þeir væru að styrkja bankakerfið með því að leggja pening í Glitni en það verður bara panikk á markaðnum,” sagði Einar.Vildi ekki kaupa svona mikið af Kaupþingsbréfum Glitnir var þjóðnýttur mánudaginn 29. september og sama dag fer Kaupþing að kaupa mikið af hlutabréfum í sjálfu sér, miðað við það sem áður hafði verið keypt. Einar sagðist fyrir dómi aldrei hafa borið nein skilaboð á milli um að kaupa svo mikið af bréfum. Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi hafi rætt beint við verðbréfasalana Pétur Kristin Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson en þeir þrír eru einnig ákærðir í málinu. Saksóknari bar þá undir Einar lögregluskýrslur þar sem hann er spurður út í fyrstu daga októbermánaðar 2008. Þar segir hann meðal annars að honum hafi „liðið mjög illa þarna.” Stuttu síðar bætir hann við: „Svona rosamikil kaup. Þetta er eitthvað sem við vildum ekki gera, að kaupa svona mikið magn en menn þarna... er ennþá bara gefin skipun.”Trúðu því ekki að bankinn myndi falla Fyrir dómi sagði Einar að Ingólfur hafi gefið skipanirnar: „Mér þóttu þetta mikil kaup, ég viðurkenni það alveg, en ég átti ekki frumkvæði að neinum viðskiptum.” Einar sagði svo að menn hafi aldrei trúað því að bankinn myndi falla. „Við höfðum mikla von um að hann myndi halda. Í sjálfu sér var mikill söluþrýstingur á Kaupþingsbréfum heldur ekki óeðlilegur miðað við panikkið sem kom í kjölfar yfirtökunnar á Glitni.” Skýrslutöku yfir Einari lauk á fjórða tímanum í dag. Í fyrramálið hefst skýrslutaka yfir Ingólfi Helgasyni. Áætlað er að hún taki tvo daga en fastlega má gera ráð fyrir að hún taki lengri tíma. Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Eftir því sem líður á ákærutímabilið í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þeim mun minna er til af gögnum, eins og til dæmis símtölum og tölvupóstum. Til að mynda hafa hvorki símtöl né tölvupóstar frá seinustu dögum bankans í september og október 2008 skotið upp kollinum. Björn Þorvaldsson, saksóknari, bað því Einar Pálma Sigmundsson, sem var forstöðumaður eigin viðskipta Kaupþings og er einn af ákærðu í málinu, að lýsa sérstaklega því sem átti sér stað dagana 29. september-3. október 2008 fyrir dómnum. Á því tímabili jókst velta eigin viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi gríðarlega en Kaupþing féll þann 8. október 2008. „Þetta voru sögulegir tímar og það var margt að gerast. Við vorum bjartsýnir, við vorum svarstýnir. Eigin viðskipti keyptu bréf og svo komu alltaf stórar sölur. Við sáum það til dæmis þegar við vorum komin í 5% mörkin þá kom Al Thani og keypti. Það þótti með ólíkindum að það kæmi svona fjársterkur aðili inn í Kaupþing og þetta voru gríðarlega jákvæðar fréttir sem vöktu mikla athygli,” sagði Einar.„Panikk” á markaði þegar Glitnir var þjóðnýttur Hann bætti því svo við að allir hafi orðið mjög bjartsýnir eftir kaup Al Thani í bankanum sem voru tilkynnt þann 22. september 2008. Eins og kunnugt er voru Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings-samstæðunnar, Sigurður Einarsson, stjórnarformaður bankans, Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg og Ólafur Ólafsson, sem var hluthafi í Kaupþingi, dæmdir í fangelsi fyrir Al Thani-viðskiptin. Hreiðar, Sigurður og Magnús eru einnig á meðal ákærðu í markaðsmisnotkunarmálinu. „En svo fellur Glitnir frekar óvænt og það olli miklum straumhvörfum hér á Íslandi. Menn voru heldur ekki alveg vissir hvaða afstöðu þeir ættu að taka til falls Glitnis. Seðlabankinn og ríkisstjórnin héldu að þeir væru að styrkja bankakerfið með því að leggja pening í Glitni en það verður bara panikk á markaðnum,” sagði Einar.Vildi ekki kaupa svona mikið af Kaupþingsbréfum Glitnir var þjóðnýttur mánudaginn 29. september og sama dag fer Kaupþing að kaupa mikið af hlutabréfum í sjálfu sér, miðað við það sem áður hafði verið keypt. Einar sagðist fyrir dómi aldrei hafa borið nein skilaboð á milli um að kaupa svo mikið af bréfum. Ingólfur Helgason, forstjóri Kaupþings á Íslandi hafi rætt beint við verðbréfasalana Pétur Kristin Guðmarsson og Birni Sæ Björnsson en þeir þrír eru einnig ákærðir í málinu. Saksóknari bar þá undir Einar lögregluskýrslur þar sem hann er spurður út í fyrstu daga októbermánaðar 2008. Þar segir hann meðal annars að honum hafi „liðið mjög illa þarna.” Stuttu síðar bætir hann við: „Svona rosamikil kaup. Þetta er eitthvað sem við vildum ekki gera, að kaupa svona mikið magn en menn þarna... er ennþá bara gefin skipun.”Trúðu því ekki að bankinn myndi falla Fyrir dómi sagði Einar að Ingólfur hafi gefið skipanirnar: „Mér þóttu þetta mikil kaup, ég viðurkenni það alveg, en ég átti ekki frumkvæði að neinum viðskiptum.” Einar sagði svo að menn hafi aldrei trúað því að bankinn myndi falla. „Við höfðum mikla von um að hann myndi halda. Í sjálfu sér var mikill söluþrýstingur á Kaupþingsbréfum heldur ekki óeðlilegur miðað við panikkið sem kom í kjölfar yfirtökunnar á Glitni.” Skýrslutöku yfir Einari lauk á fjórða tímanum í dag. Í fyrramálið hefst skýrslutaka yfir Ingólfi Helgasyni. Áætlað er að hún taki tvo daga en fastlega má gera ráð fyrir að hún taki lengri tíma.
Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir „Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21 Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11 Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Viðskipti erlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
„Verðum að slá Kaupþing upp í dag er það ekki?“ „Það er greinilegt að við erum að grínast þarna. Við tökum þátt í þessu spjalli saman og þetta er hreinlega bull þarna. Þú veist að þetta er grín. Þú veist að þetta er grín.” 28. apríl 2015 11:21
Markaðsmisnotkunarmálið: „Menn stóðu bara frammi fyrir tveimur vondum kostum" Einar Pálmi Sigmundsson segir að stjórnmálamenn, bankamenn og fleiri hér á landi hafi haft áhyggjur af því í upphafi árs 2008 að einhverjir vildu „taka íslenska bankakerfið niður“. 28. apríl 2015 13:11