Atvinnustarfsemi lamast á landsbyggðinni á morgun Heimir Már Pétursson skrifar 29. apríl 2015 11:44 Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015. Verkfall 2016 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira
Mjög miklar truflanir verða á fiskvinnslu, kjötvinnslu og nánast öllum greinum ferðaþjónustu á landsbyggðinni á morgun þegar tíu þúsund félagsmenn í sextán verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins hefja verkfall á hádegi. Framvæmdastjóri sambandsins vísar ábyrgð á stöðunni alfarið til Samtaka atvinnulífsins sem neiti að koma að samningaborðinu. Tíu þúsund félagsmenn í þeim 16 verkalýðsfélögum innan Starfsgreinasambandsins á landsbyggðinni sem hefja vinnustöðvun á hádegi á morgun til miðnættis vinna mjög fjölbreytt störf á í fjölmörgum atvinnugreinum. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir stöðuna mjög alvarlega. „Þetta er fólk í matvælaframleiðslu, það er að segja í fiskvinnslu og kjötvinnslu. Þetta er fólk í ferðaþjónustu; ræstingarfólk, vöruflutningabílstjórar, hópferðabílstjórar og svo framvegis,“ segir Drífa. Sem þýðir að áhrifa aðgerðanna gætir t.d. á hótelum, hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum og örðum ferðaþjónustufyrirtækjum og matsölustöðum.Það er ljóst á þessari lýsingu þinni að þótt þetta sé bara hálfur dagur í þetta skiptið verða áhrifin víða og mikil? „Ég reikna með að það verði víða áhrif og þetta hefur verið að spyrjast út. Ég hef ekki undan að svara erlendum blaðamönnum og erlendum systursamtökum okkar sem vilja veita okkur stuðning og vilja fá upplýsingar um þetta. Þannig að þetta er að hafa gríðarleg áhrif ekki bara hér á landi heldur utan landsteinanna líka,“ segir Drífa. Erlendir blaðamenn hafi fyrst og fremst áhuga á áhrifum verkfalsaðgerðanna á ferðaþjónustuna sem verði mjög mikil á landsbyggðinni. Ef ekkert gerist við samningaborðið fer fólk aftur í verkfall allan sólarhringinn á miðvikudag og fimmtudag í næstu viku og aftur báða dagana 19 og 20 maí. Ótímabundið verkfall myndi síðan hefjast hinn 26 maí hafi samningar ekki tekist.Þannig að þá eru málin komin í mjög alvarlega stöðu, þegar þessi sólarhringsverkföll hefjast og ég tala nú ekki um þegar ótímabundna verkfallið hefst? „Við lítum auðvitað svo á að málið sé komið í mjög alvarlega stöðu þegar leggja þarf niður störf yfir höfuð. Þannig að alvarleg staða er núna og það er mikil ábyrgð sem hvílir á Samtökum atvinnulífsins að neita að tala við okkur og neita að mæta okkur og stefna þessu fólki í verkfall. Því þetta er algert neyðarúrræði sem við erum að beita og okkur er nauðbeigður sá kostur að beita því,“ segir Drífa.Eru engir fundir fyrirhugaðir? „Það er búið að boða til stutts fundar í fyrramálið. En ég hef ekki pata af því að það verði stórmerkileg tíðindi af þeim fundi,“ segir Drífa Snædal.Skipulag verkfallsaðgerðanna sem framundan eru:30. apríl: Allsherjar vinnustöðvun frá klukkan 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.6. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 6. maí).7. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 7. maí).19. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 19. maí).20. maí: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis (allur 20. maí).26. maí: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.
Verkfall 2016 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Sjá meira