Kynnir nýja áætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár Atli Ísleifsson skrifar 29. apríl 2015 16:00 Kristján Þór Júlíusson flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Vísir/Valli Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“ Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra stefnir að því að kynna nýja framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma um mitt ár 2015. Þetta kom fram í máli ráðherra þegar hann flutti ávarp við upphaf ársfundar Landspítala í dag. Ráðherra segir að gera megi ráð fyrir að á næstu fimm til sex árum þurfi að bæta við um fimm hundruð nýjum hjúkrunarrýmum, flestum á höfuðborgarsvæðinu, til að mæta aukinni þörf vegna fjölgunar aldraðra. Kristján Þór sagði umtalsverða fjölgun hjúkrunarrýma vera óhjákvæmilega, en lagði áherslu á að úrbætur í öldrunarþjónustu þurfi að hafa mun víðari skírskotun þar sem samhliða sé lögð áhersla á að efla þjónustu við fólk í heimahúsum, sinna forvörnum og endurhæfingu. Hann sagði öldruðum fjölga ört og verða æ hærra hlutfall af þjóðinni. „Þetta gerir auknar kröfur til heilbrigðiskerfisins og öldrunarþjónustu. Núna, árið 2015, telja þeir sem eru 67 ára og eldri um 38 þúsund manns. Árið 2020 verða þeir um 45.300 sem er tæplega 19 prósent fjölgun á fimm árum. Á sama tímabili fjölgar landsmönnum sem yngri eru um tæp fjögur prósent. Tölurnar tala sínu máli – hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu er að hækka – og við verðum að takast á við staðreyndirnar sem að baki liggja.“ Ráðherra sagðist hafa látið vinna í ráðuneytinu drög að framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarheimila á næstu árum sem hann vonast til að geta kynnt um mitt þetta ár. Í frétt velferðarráðuneytisins segir að stofnkostnaður vegna fimm hundruð nýrra hjúkrunarrýma nemi um tólf til fimmtán milljörðum króna, þar sem hlutur ríkisins og Framkvæmdasjóðs aldraðra sé 85 prósent á móti 15 prósent hlut sveitarfélaga samkvæmt hefðbundinni kostnaðarskiptingu. „Árlegur rekstrarkostnaður 500 hjúkrunarrýma er um 4,8 milljarðar króna.“
Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira