„Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti“ Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2015 09:30 Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play ráðstefnuna í Reykjavík. Mynd/Halldóra Ólafs Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play Reykjavík ráðstefnuna sem lauk nú í gær. Þar mátti sjá forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem og erlendra. Tengslamyndun spilaði stóran þátt í ráðstefnunni og var markmið hennar að koma forsvarsmönnum sprotafyrirtækja í samband við fjárfesta og hvora aðra. Þar ræddu vanir leikjaframleiðendur um hvaða áhættum nýliðarnir þyrftu að passa sig á og hvað hefði reynst vel.Framtíðarviðmót sýndarveruleika Mörg hinna nýju fyrirtækja hér á landi vinna að þróun leikja fyrir sýndarveruleika. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Chet Faliszek frá fyrirtækinu Valve sem fór yfir þróun sýndarveruleika. Hann fór yfir hvaða atriði framleiðendur ættu að forðast og margt fleira. Faliszek fjallaði meðal annars um ákveðið vandamál sem frumkvöðlar sýndarveruleika glíma nú við. Það er að þeir vinna nú á ókönnuðu svæði og óvíst er hvert framtíðin mun leiða þá. Sem dæmi benti hann á að á nokkrum af allra fyrstu bílunum voru sett stýri eins og eru á árábátum. Það var það sem fólk þekkti best og því var rökrétt að notast við slík stýri á bílum. Eins og frumkvöðlar bílanna uppgötvuðu þá lá framtíðin ekki í slíkum stýrum á bílum og nú er það frumkvöðla sýndarveruleika að uppgötva hvert framtíðarviðmót sýndarveruleika verði. „Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti,“ sagði Faliszek. Hann hvatti fólk til að prófa sig áfram og að hugsa út fyrir rammann.Mikil gróska á Íslandi Á ráðstefnunni var einnig haldinn kynningarkeppni þar sem forsvarsmenn sprotafyrirtækja kynntu vörur sínar fyrir fjárfestum sem voru í hlutverki dómara. Sænska fyrirtækið Poppermost vann keppnina, en í verðlaun fengu þeir miða og sýningarbás á Slush ráðstefnunni í Helsinki í nóvember. Hér á landi er mikil gróska í tölvuleikjaiðnaðinum og hefur leikjaframleiðendum farið fjölgandi síðustu misseri. Um fimm hundruð störf hafa myndast í geiranum hér á landi og veltir íslenski leikjaiðnaðurinn um tólf milljörðum króna á ári. Framtíðarsýn samtaka íslenskra leikjaframleiðenda er að gera Ísland að einu helsta leikjaframleiðslusvæði heimsins. Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Fjölmargir úr tölvuleikjaiðnaðinum sóttu Slush Play Reykjavík ráðstefnuna sem lauk nú í gær. Þar mátti sjá forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja sem og erlendra. Tengslamyndun spilaði stóran þátt í ráðstefnunni og var markmið hennar að koma forsvarsmönnum sprotafyrirtækja í samband við fjárfesta og hvora aðra. Þar ræddu vanir leikjaframleiðendur um hvaða áhættum nýliðarnir þyrftu að passa sig á og hvað hefði reynst vel.Framtíðarviðmót sýndarveruleika Mörg hinna nýju fyrirtækja hér á landi vinna að þróun leikja fyrir sýndarveruleika. Meðal ræðumanna á ráðstefnunni var Chet Faliszek frá fyrirtækinu Valve sem fór yfir þróun sýndarveruleika. Hann fór yfir hvaða atriði framleiðendur ættu að forðast og margt fleira. Faliszek fjallaði meðal annars um ákveðið vandamál sem frumkvöðlar sýndarveruleika glíma nú við. Það er að þeir vinna nú á ókönnuðu svæði og óvíst er hvert framtíðin mun leiða þá. Sem dæmi benti hann á að á nokkrum af allra fyrstu bílunum voru sett stýri eins og eru á árábátum. Það var það sem fólk þekkti best og því var rökrétt að notast við slík stýri á bílum. Eins og frumkvöðlar bílanna uppgötvuðu þá lá framtíðin ekki í slíkum stýrum á bílum og nú er það frumkvöðla sýndarveruleika að uppgötva hvert framtíðarviðmót sýndarveruleika verði. „Ekki vera hrædd við að gera heimskulega hluti,“ sagði Faliszek. Hann hvatti fólk til að prófa sig áfram og að hugsa út fyrir rammann.Mikil gróska á Íslandi Á ráðstefnunni var einnig haldinn kynningarkeppni þar sem forsvarsmenn sprotafyrirtækja kynntu vörur sínar fyrir fjárfestum sem voru í hlutverki dómara. Sænska fyrirtækið Poppermost vann keppnina, en í verðlaun fengu þeir miða og sýningarbás á Slush ráðstefnunni í Helsinki í nóvember. Hér á landi er mikil gróska í tölvuleikjaiðnaðinum og hefur leikjaframleiðendum farið fjölgandi síðustu misseri. Um fimm hundruð störf hafa myndast í geiranum hér á landi og veltir íslenski leikjaiðnaðurinn um tólf milljörðum króna á ári. Framtíðarsýn samtaka íslenskra leikjaframleiðenda er að gera Ísland að einu helsta leikjaframleiðslusvæði heimsins.
Leikjavísir Tengdar fréttir Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18 Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51 Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55 Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45 Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Fleiri fréttir Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Sjá meira
Sýndarveruleiki það sem koma skal EVE Fanfest hátíðin hófst í dag í ellefta sinn og stendur fram yfir helgi. Í ár leggur tölvuleikjafyrirtækið CCP áherslu á nýjustu tilraunir sínar á sviði sýndarveruleika. 19. mars 2015 20:18
Ný stikla fyrir EVE Valkyrie kynnt á Fanfest Sjáið risastóra geimorrustu í heimi EVE. 19. mars 2015 22:51
Vilhjálmur fjárfestir í Sólfari Nýtt íslenskt leikjafyrirtæki, Sólfar Studios, lauk í dag hlutafjáraukningu með þátttöku breiðs hóps erlendra og innlendra fjárfesta. 24. apríl 2015 13:55
Ástríðan stýrir indieframleiðendum Stjórnarformaður Íslenskra leikjaframleiðenda vill fleiri framleiðendur á Íslandi. 28. apríl 2015 10:45