Ekki hægt að hliðra til Hlíðarendabyggð Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 12:32 Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar. Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand Sjá meira
Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf., segir ekki unnt að hliðra til Hlíðarendabyggð til að koma í veg fyrir að minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Þá hafnar hann því að lokun brautarinnar sé hluti af sáttaferli svokallaðrar Rögnunefndar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýrinni, skoruðu í gær á Alþingi og ríkisstjórn að stöðva framkvæmdir á Hlíðarendasvæði sem leiða munu til lokunar hinnar umdeildu flugbrautar. Friðrik Pálsson, annar formanna samtakanna, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi að með því að hefja framkvæmdir á Hlíðarenda væri verið að brjóta allar brýr sáttaferlis, sem meðal annars væri verið að vinna að innan svokallaðrar Rögnunefndar. Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. hafnar því að lokun flugbrautarinnar sé á verksviði Rögnunefndar. „Menn eru alltaf að bíða eftir Rögnunefndinni. Samt er Rögnunefnd búin að gefa yfirlýsingu um það að hún er ekki að fjalla um þessa braut að nokkru leyti. Það er ekki í hennar verkahring að fjalla um hana. En samt koma menn og segja að það eigi að bíða eftir Rögnunefnd,” segir Brynjar.Friðrik Pálsson, annar formanna Hjartans í Vatnsmýri.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Þá nefndi Friðrik Pálsson á Stöð 2 að Valsmönnum hefði verið bent á að koma mætti öllu þeirra byggingarmagni fyrir á Hlíðarendasvæðinu án þess að skerða þyrfti flugbrautina. Þetta segir Brynjar Harðarson að sé ekki gerlegt. „Nei, það var ekki möguleiki. Og það er svolítið grátlegt í þessari umræðu að við virkilega lögðum vinnu í það, fengum hönnunarteymið til þess að skoða hvort hægt væri að færa til innan reitsins og íþróttasvæðið til suðurs. En það er ekki hægt. Það kemst ekki fyrir,” segir Brynjar.
Alþingi Tengdar fréttir Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45 Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30 Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33 Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Fleiri fréttir Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand Sjá meira
Allar brýr sáttaferlis brotnar með ákvörðun borgarinnar Stuðningssamtök Reykjavíkurflugvallar, Hjartað í Vatnsmýri, skoruðu í dag á Alþingi að stöðva framkvæmdir Reykjavíkurborgar og Valsmanna á Hlíðarenda. 9. apríl 2015 20:45
Sé ekki að hætt verði við Hlíðarendabyggð Skrifað var í dag undir fyrstu verksamninga vegna umdeilds íbúðahverfis á Hlíðarenda, sem rísa á við flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. 8. apríl 2015 20:30
Framkvæmdir hefjast við Valssvæðið á mánudag Mynd sem gengur um á meðal stuðningsmanna flugvallarins er af framkvæmdum vegna frárennslislagnar. 8. apríl 2015 14:33
Ríkisvaldið bregðist við kverkataki borgarinnar "Það verður að stöðva þessa óheillaþróun, sem lokun flugvallarins mun hafa í för með sér, áður en það verður of seint. Af framkvæmdum Valsmanna mun hljótast ómældur og óbætanlegur skaði,“ segir í bréfi sem samtökin Hjartað í Vatnsmýri sendu alþingismönnum og innanríkisráðherra í dag. 9. apríl 2015 15:19