Fótbolti

Sjáið tæklinguna sem sendi Björn Daníel á skurðarborðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björn Daníel Sverrisson.
Björn Daníel Sverrisson. Mynd/Heimasíða Viking
Björn Daníel Sverrisson mun ekki spila með norska úrvalsdeildarliðinu Viking næstu fjóra mánuðina eftir að hafa meiðst í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar.

Björn Daníel meiddist á liðbandi á hné og fór í aðgerð í dag. „Þessi meiðsli ógna ekki ferli hans en hann verður frá í fjóra mánuði. Það mun taka tíma hjá honum að koma til baka en hann mun ná sér að fullu," sagði Halvard Øen Grova, yfirmaður læknaliðsins hjá Viking við Aftenbladet.

Bosníumaðurinn Sanel Kapidzic keyrði Björn Daníel niður strax í upphafi leiks og íslenski miðjumaðurinn harkaði af sér þar til á 36. mínútu leiksins.

„Það er mjög leiðinlegt fyrir Björn Daníel að meiðast svona því hann hefur spilað vel í vetur og var tilbúinn í að eiga gott tímabil," sagði Kjell Jonevret, þjálfari Viking-liðsins, við Aftenbladet.

Hægt er að sjá tæklinguna sem sendi Björn Daníel Sverrisson á skurðarborðið í fréttinni í Aftenbladet.


Tengdar fréttir

Nýliðarnir skelltu Viking

Opnunarleikur norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta fór fram í dag þar sem Íslendingaliðið Viking sótti Mjondalen heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×