Skynsamlegra að Alþingi eignist eigið húsnæði Kristján Már Unnarsson skrifar 10. apríl 2015 22:50 Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fagnar því að ríkisstjórnin styðji áform um að leysa húsnæðisvanda þingsins. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða hvort nýta eigi gamla teikningu Guðjóns Samúelssonar. Forsætisráðherra vakti athygli fyrir páska þegar hann kynnti tillögu um nýja skrifstofubyggingu Alþingis og að hún risi á grunni hundrað ára gamallar teikningar Guðjóns Samúelssonar. Í umræðu hefur forsætisráðherra verið sakaður um að fara inn á verksvið þingsins. En hvað segir forseti Alþingis? Er verið að grípa fram fyrir hendur forsætisnefnd? „Það er alls ekki þannig og þetta verður auðvitað að lokum ákvörðun þingsins með hvaða hætti verður byggt yfir þingið,“ segir Einar. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem stuðning ríkisstjórnarinnar við þessa viðleitni okkar í forsætisnefnd að finna varanlega lausn fyrir þingið á framtíðarhúsnæði þess.“ Einar segir frumkvæðið hafa verið hjá forsætisnefnd og mikilvægt hafi verið að ríkisstjórnin hafi tekið undir fjárhagsleg sjónarmið þingsins. Alþingi leigi núna húsnæði á nokkrum stöðum í miðborginni með ærnum tilkostnaði. „Þegar við fórum að skoða þessi mál þá var það niðurstaða okkar að skynsamlegra væri, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að Alþingi eignaðist sitt eigið húsnæði. Þannig höfum við verið að vinna með þetta í forsætisnefndinni og verið bærilegur samhljómur um það.“Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Þegar Einar er inntur álits á þeirri hugmynd að byggja á þessari gömlu teikningu segir hann ekki tímabært að taka afstöðu til hennar. Útlit hússins sé eitthvað sem menn vinni úr í framtíðinni. „Þannig að ég í sjálfu sér á þessu stigi get ekki tekið afstöðu til þessarar teikningar, sem ég hef ekki kynnt mér nægjanlega og hef þannig ekki áttað mig á því með hvaða hætti hún fellur að þessu umhverfi hérna né að þörfum þingsins.“ Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, fagnar því að ríkisstjórnin styðji áform um að leysa húsnæðisvanda þingsins. Hann segir þó ekki tímabært að ákveða hvort nýta eigi gamla teikningu Guðjóns Samúelssonar. Forsætisráðherra vakti athygli fyrir páska þegar hann kynnti tillögu um nýja skrifstofubyggingu Alþingis og að hún risi á grunni hundrað ára gamallar teikningar Guðjóns Samúelssonar. Í umræðu hefur forsætisráðherra verið sakaður um að fara inn á verksvið þingsins. En hvað segir forseti Alþingis? Er verið að grípa fram fyrir hendur forsætisnefnd? „Það er alls ekki þannig og þetta verður auðvitað að lokum ákvörðun þingsins með hvaða hætti verður byggt yfir þingið,“ segir Einar. „Ég lít fyrst og fremst á þetta sem stuðning ríkisstjórnarinnar við þessa viðleitni okkar í forsætisnefnd að finna varanlega lausn fyrir þingið á framtíðarhúsnæði þess.“ Einar segir frumkvæðið hafa verið hjá forsætisnefnd og mikilvægt hafi verið að ríkisstjórnin hafi tekið undir fjárhagsleg sjónarmið þingsins. Alþingi leigi núna húsnæði á nokkrum stöðum í miðborginni með ærnum tilkostnaði. „Þegar við fórum að skoða þessi mál þá var það niðurstaða okkar að skynsamlegra væri, frá fjárhagslegu sjónarmiði, að Alþingi eignaðist sitt eigið húsnæði. Þannig höfum við verið að vinna með þetta í forsætisnefndinni og verið bærilegur samhljómur um það.“Teikning Guðjóns Samúelssonar fyrir 100 árum.Þegar Einar er inntur álits á þeirri hugmynd að byggja á þessari gömlu teikningu segir hann ekki tímabært að taka afstöðu til hennar. Útlit hússins sé eitthvað sem menn vinni úr í framtíðinni. „Þannig að ég í sjálfu sér á þessu stigi get ekki tekið afstöðu til þessarar teikningar, sem ég hef ekki kynnt mér nægjanlega og hef þannig ekki áttað mig á því með hvaða hætti hún fellur að þessu umhverfi hérna né að þörfum þingsins.“
Alþingi Tengdar fréttir Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hér á nýbygging Alþingis að rísa Forsætisráðherra hefur kynnt tillögu um að ný skrifstofubygging Alþingis verði reist samkvæmt gamalli teikningu Guðjóns Samúelssonar og verði tilbúin árið 2018. 1. apríl 2015 22:00