Bjarni segir að stöðugleikaskattur höggvi á hnútinn hjá slitabúum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:02 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira