Bjarni segir að stöðugleikaskattur höggvi á hnútinn hjá slitabúum Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. apríl 2015 13:02 Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans. Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir að unnið sé að frumvarpi um stöðugleikaskatt sem næði til slitabúa föllnu bankanna en frumvarpið sé ekki tilbúið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson gátu ekki sótt þingfund í gær því þeir voru á fundi með bandaríska lögmanninum Lee Buchheit sem er einn helsti ráðgjafi stjórnvalda við afnám gjaldeyrishafta. Eins og Sigmundur Davíð greindi frá í ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins um síðustu helgi verður lagður á sérstakur stöðugleikaskattur á slitabú föllnu bankanna sem hann sagði að myndi skila hundruðum milljarða króna í ríkissjóð. Tilgangur skattsins er að verja fjármálastöðugleika á Íslandi við afnám gjaldeyrishafta en krónueignir slitabúa föllnu bankanna ógna þessum stöðugleika. „Það er ekki langt síðan við kynntum til sögunnar skref vegna snjóhengjunnar svokölluðu. Við þurfum að takast á við þann vanda, það eru krónur sem eru utan slitabúanna. Við ætlum að standa þannig að því máli að það ógni ekki stöðugleikanum. Vinnan vegna vandans sem slitabúin valda okkur er líka til þess hugsuð að viðhalda stöðugleika,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu 365 eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Bjarni sagði að frumvarp um stöðugleikaskattinn svokallaða væri ekki tilbúið. „Ef frumvarpið væri tilbúið þá væri ég búinn að leggja það fram í ríkisstjórninni." Bjarni sagði jafnframt að það hefðu verið vonbrigði að slitabúin hefðu ekki gert raunhæfar tillögur til Seðlabankans um nauðasamninga. „Við getum ekki búið við þá stöðu endalaust enda eru slitabúin aðaleigendur að stóru fjármálafyrirtækjunum í þessu landi. Þess vegna gæti þurft að koma til þess að stjórnvöld höggvi á hnútinn og segi, við þetta verður ekki unað lengur. Í því sambandi væri (slík) skattlagning stöðugleikaskattur," sagði Bjarni.Eiginlegur „mengunarskattur“ Stöðugleikaskattur (e. stability levy) sem Már Guðmundsson seðlabankastjóri líkti við mengunarskatt á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í gærmorgun er ekki óþekkt fyrirbæri á Vesturlöndum. Um er að ræða skattlagningu á tilteknar eignir til að verja fjármálastöðugleika. Ekki er um að ræða eiginlegan útgönguskatt sem er greiddur við fjármagnsflutninga milli landa. Már líkti krónueignum slitabúa föllnu bankanna við mengun á efnahagsreikningi þjóðarinnar. Sú samlíking er ekki svo fjarri lagi enda má líkja krónueignum slitabúanna við eignir sem ógna fjármálastöðugleika þjóðarbúsins. Ekki er til gjaldeyrir til að skipta þessum krónueignum út og ekki er útlit fyrir að sú staða skapist á næstu árum. Már hefur sagt á öðrum vettvangi að það gæti þurft að færa þessar eignir niður um allt að 75 prósent. Í raun má segja að skattlagning þessara eigna sé ein leið til að færa þær niður. Kýpverjar ætluðu að innleiða stöðugleikaskatt á bankainnistæður í mars 2013. Þannig átti að leggjast 6,75 prósenta stöðugleikaskattur á allar bankainnistæður undir 100 þúsund evrum en 9,9 prósenta stöðugleikaskattur á bankainnistæður yfir 100 þúsund evrum. Ríkin sem nota evruna (Eurogroup) fögnuðu innleiðingu stöðugleikaskatts á Kýpur í sameiginlegri yfirlýsingu í mars 2013 sem má nálgast í viðhengi með þessari frétt. Stöðugleikaskatturinn á bankainnistæður var hins vegar felldur á þjóðþingi Kýpur eftir að áform voru kynnt um innleiðingu skattsins þannig að hann varð aldrei að veruleika, en hann hafði líka valdið áhlaupi á kýpverska banka í millitíðinni eftir að fréttir bárust um mögulega innleiðingu hans.
Alþingi Gjaldeyrishöft Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Fleiri fréttir Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Sjá meira