Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2015 16:45 Varðskipið Týr hefur, ásamt öðrum skipum og flugvélum á vegum Frontex, bjargaði um 7.500 manns síðan á föstudag. Mynd/LHG Áhöfnin á varðskipinu Tý aðstoðaði dráttarskip við björgun flóttafólks í gær út af ströndum Líbýu. Þegar nýbúið var að taka flóttafólkið um borð í dráttarskipið kom á vettvang hraðbátur og var skotið úr honum í loftið. „Áhöfn hraðbátsins skaut nokkrum skotum upp í loftið, að því er virðist í þeim tilgangi að hræða flóttafólkið. Fóru þeir síðan á brott með bát flóttafólksins með sér en flóttamennirnir voru þá allir komnir um borð í dráttarskipið.“ Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar. Svo virðist sem að mennirnir í hraðbátnum hafi ekki verið ánægðir með björgun flóttafólksins. Þegar þetta átti sér stað var Týr í um sjómílu fjarlægð frá dráttarbátnum. Áhöfnin heyrði skothríðina og fylgdist með atburðarrásinni. Týr er nú á leið til Taranto á Ítalíu með 342 flóttamenn sem áhöfnin bjargaði fyrr í gær. Yfirleitt er farið með flóttafólk til Sikileyjar, en þar eru allar flóttamannabúðir orðnar yfirfullar. Á vef gæslunnar segir að Varðskipið Týr hafi, ásamt öðrum skipum og flugvélum á vegum Frontex, bjargað um 7.500 manns síðan á föstudag. Þá hafa ellefu lík flóttamanna fundist á svæðinu, þar af níu frá einum bát sem hvolfdi. Allar aðgerðirnar áttu sér stað um 12 til 60 sjómílur frá strönd Líbýu. Flóttamenn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
Áhöfnin á varðskipinu Tý aðstoðaði dráttarskip við björgun flóttafólks í gær út af ströndum Líbýu. Þegar nýbúið var að taka flóttafólkið um borð í dráttarskipið kom á vettvang hraðbátur og var skotið úr honum í loftið. „Áhöfn hraðbátsins skaut nokkrum skotum upp í loftið, að því er virðist í þeim tilgangi að hræða flóttafólkið. Fóru þeir síðan á brott með bát flóttafólksins með sér en flóttamennirnir voru þá allir komnir um borð í dráttarskipið.“ Þetta kemur fram á vef Landhelgisgæslunnar. Svo virðist sem að mennirnir í hraðbátnum hafi ekki verið ánægðir með björgun flóttafólksins. Þegar þetta átti sér stað var Týr í um sjómílu fjarlægð frá dráttarbátnum. Áhöfnin heyrði skothríðina og fylgdist með atburðarrásinni. Týr er nú á leið til Taranto á Ítalíu með 342 flóttamenn sem áhöfnin bjargaði fyrr í gær. Yfirleitt er farið með flóttafólk til Sikileyjar, en þar eru allar flóttamannabúðir orðnar yfirfullar. Á vef gæslunnar segir að Varðskipið Týr hafi, ásamt öðrum skipum og flugvélum á vegum Frontex, bjargað um 7.500 manns síðan á föstudag. Þá hafa ellefu lík flóttamanna fundist á svæðinu, þar af níu frá einum bát sem hvolfdi. Allar aðgerðirnar áttu sér stað um 12 til 60 sjómílur frá strönd Líbýu.
Flóttamenn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira