Skipherrann á Tý: "Ein konan var komin alveg á steypirinn“ Gissur Sigurðsson skrifar 15. apríl 2015 13:30 Halldór B. Nellett, skipherra á Tý. Mynd/Landhelgisgæslan Skipherrann á varðskipinu Tý segir að ítarleg og þaulæfð viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um borð ef glæpamenn, sem stunda smygl á fólki á Miðjarðarhafi ætla að gerast of nærgöngulir. Þeir skutu viðvörunarskotum í fyrradag, til að endurheimta smyglbát, þegar búið var að bjarga fólkinu úr honum um borð í Tý og ítalskt skip. Smyglararnir komu á vettvang á hraðskreiðum fullkomnum báti , en þegar ítalska skipið gerði sig líklegt til að taka smyglbátinn í tog, fóru smyglararnir að skjóta viðvörunarskotum uns þeir fengu bátinn aftur. Þegar þetta gerðist var Týr í aðeins einnar sjómílna fjarlægð þannig að áhöfnin heyrði skothvellina greinilega og fylgdist með atburðarrásinni. Því vaknar sú spurning til Halldórs B. Nellett skipherra hvort herða þurfi öryggisviðbrögð um borð í ljósi þessa. „Ég á nú ekki von á að það breytist neitt. Við vinnum eftir ákveðinni viðbúnaðaráætlun og verklagsreglum og æfum það reglulega. Það er heldur engin launung á því að við erum með vopn hér um borð og teljum okkur vera vel undir þetta búnir. Svo við förum ekkert að breyta neinu sem við erum búnir að margæfa hér í allan vetur.“Þannig að þínir menn eru öruggir áfram? „Já, ég held að það megi alveg segja það. Við erum vel búnir, hvort sem það eru vopn eða annað þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert til að hafa stórar áhyggjur af,“ segir Halldór. Týr er nú kominn til hafnar í Taranto á Ítalíu og voru 360 flóttamenn með í för sem áhöfnin bjargaði. Þeirra á meðal voru þrjár óléttar konur. „Ein var alveg komin á steypirinn og ég var nú farinn að hafa áhyggjur af því að það myndi kannski fjölga í hópnum en hún er ekki enn búin að eiga og er komin í land.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45 „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59 Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Skipherrann á varðskipinu Tý segir að ítarleg og þaulæfð viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um borð ef glæpamenn, sem stunda smygl á fólki á Miðjarðarhafi ætla að gerast of nærgöngulir. Þeir skutu viðvörunarskotum í fyrradag, til að endurheimta smyglbát, þegar búið var að bjarga fólkinu úr honum um borð í Tý og ítalskt skip. Smyglararnir komu á vettvang á hraðskreiðum fullkomnum báti , en þegar ítalska skipið gerði sig líklegt til að taka smyglbátinn í tog, fóru smyglararnir að skjóta viðvörunarskotum uns þeir fengu bátinn aftur. Þegar þetta gerðist var Týr í aðeins einnar sjómílna fjarlægð þannig að áhöfnin heyrði skothvellina greinilega og fylgdist með atburðarrásinni. Því vaknar sú spurning til Halldórs B. Nellett skipherra hvort herða þurfi öryggisviðbrögð um borð í ljósi þessa. „Ég á nú ekki von á að það breytist neitt. Við vinnum eftir ákveðinni viðbúnaðaráætlun og verklagsreglum og æfum það reglulega. Það er heldur engin launung á því að við erum með vopn hér um borð og teljum okkur vera vel undir þetta búnir. Svo við förum ekkert að breyta neinu sem við erum búnir að margæfa hér í allan vetur.“Þannig að þínir menn eru öruggir áfram? „Já, ég held að það megi alveg segja það. Við erum vel búnir, hvort sem það eru vopn eða annað þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert til að hafa stórar áhyggjur af,“ segir Halldór. Týr er nú kominn til hafnar í Taranto á Ítalíu og voru 360 flóttamenn með í för sem áhöfnin bjargaði. Þeirra á meðal voru þrjár óléttar konur. „Ein var alveg komin á steypirinn og ég var nú farinn að hafa áhyggjur af því að það myndi kannski fjölga í hópnum en hún er ekki enn búin að eiga og er komin í land.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45 „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59 Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05 Mest lesið Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45
„Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24
Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59
Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05