Ólafur: Hef aldrei skilið umræðuna um brennivín í landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2015 16:31 Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Ólafur Jóhannesson, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins, var gestur Hjartar Hjartarsonar í útvarpsþættinum Akraborgin á X-inu í dag. Ólafur er í dag þjálfari Vals og snýr því aftur í Pepsi-deildina eftir nokkra fjarveru. Hann hefur þjálfað Hauka síðustu ár, eftir að hann lét af störfum sem landsliðsþjálfari árið 2011. Hann naut mikillar velgengni með FH á sínum tíma og vann marga titla með liðinu á árunum 2003 til 2007, uns hann var ráðinn landsliðsþjálfari. Íslenska landsliðinu gekk hins vegar ekki vel undir hans stjórn og viðurkennir Ólafur að árangurinn hafi verið honum vonbrigði.„Þetta var feiknarskemmtilegur tími en vissulega var árangurinn vonbrigði, bæði fyrir mig og marga aðra. Það situr aðeins í manni og svo sem ekkert óeðlilegt.“ Ólafur segir að hann hafi tekinn ákveðna áhættu þegar hann var búinn að vera í starfinu í eitt og hálft ár. Áhættu sem hann vissi að gæti komið honum í koll. „Ég gat vitað að það myndi kosta eitthvað. Ég ákvað að yngja liðið upp og ég skipti alveg um allt.“ „Landsliðið var búið að vera á sama stað í mörg ár. Við Pétur [Pétursson] lögðumst yfir þetta og ég held að þetta hafi verið sniðugt hjá okkur. Ég sé ekkert eftir því.“ „Við ákváðum bara að fara þessa leið, það var bara gaman að því.“ Ólafur segist vera mikill stuðningsmaður íslenska landsliðsins og að hann sé ánægður með hversu vel liðinu hefur gengið eftir að Lars Lagerbäck tók við því ásamt Heimi Hallgrímssyni.VísirEins og Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari Ólafs hjá landsliðinu, sagði í viðtali við Hjört fyrr í vikunni þá hafa þeir fengið nokkra gagnrýni frá sumum landsliðsmönnum um meint agaleysi í þeirra stjórnartíð. „Ég get svo sem ekkert sagt við því. Ef þeim finnst þetta þá get ég í sjálfu sér ekkert sagt við því. Ég taldi mig vera að gera fína hluti en einhverjir telja annað. Það er þá bara þeirra vandamál.“ Eins og fjallað var um á Vísi í dag fékk Ólafur stuðning frá landsliðsfyrirliðanum Aroni Einari Gunnarssyni um að það hafi aldrei verið fyllerí í landsliðinu undir stjórn þeirra Ólafs og Péturs. „Ég hef aldrei skilið af hverju brennivíni er blandað í þessa umræðu. Við vorum ekki á fylleríi. Það er algjört kjaftæði. Menn fóru út eftir leiki. Það var þannig áður og það verður þannig áfram. Þetta voru bara sögur og mér sárnaði þetta ekki. Enda veit ég betur.“VísirÓlafur tók við liði Hauka eftir að hafa hætt með landsliðið en segir að starf sitt hafi í raun ekki breyst mikið. „Þetta eru enn ellefu á móti ellefu og æft alla daga. Það er engin breyting á minni vinnu. Það voru ekki sömu gæði hjá Haukum og hjá FH og landsliðinu en það er eini munurinn. Vinnan er sú sama.“ Ólafur ræddi einnig um tímabilið fram undan sem þjálfari Vals en hlusta má á viðtalið í heild sinni hér efst í fréttinni.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22 Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45 Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Sjá meira
Pétur: Hefði getað drukkið minna og reykt minna Pétur Pétursson fór yfir feril sinn í ítarlegu viðtali við Hjört Hjartarson. 13. apríl 2015 23:22
Kári: Landsliðið var staðnaður vinaklúbbur Landsliðsmiðvörðurinn segir tvennt ólíkt að vera í landsliðinu í dag en fyrir nokkrum árum. 10. apríl 2015 09:45
Aron Einar: Þetta voru engar fyllerísferðir Landsliðsfyrirliðinn þvertekur fyrir skemmtanastand leikmanna á árum áður og segir Ólaf Jóhannesson og Pétur Pétursson eiga mikið í árangri liðsins í dag. 16. apríl 2015 10:30